Körfubolti

Garnett: Fólk áttar sig ekki á því en Kobe var að skjóta á Jordan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobe Bryant í treyju númer átta í leik á móti Michael Jordan.
Kobe Bryant í treyju númer átta í leik á móti Michael Jordan. Getty/Keith Birmingham

Gamla NBA súperstjarnan Kevin Garnett hefur sína skoðun á því af hverju Kobe Bryant ákvað að spila í treyju númer 24 í NBA-deildinni.

Michael Jordan var mikil fyrirmynd fyrir Kobe en hinn metnaðarfulli Bryant ætlaði sér alltaf að gera betur en MJ. Hann skoraði á endanum fleiri stig í deildinni en vann fimm meistaratitla á móti sex hjá Jordan.

„Fólk skilur ekki einu sinni að hann var að gefa merki til allra um að hann væri skrefi fyrir ofan 23. Þetta var skot á Mike,“ sagði Kevin Garnett samkvæmt Showtime Basketball.



Michael Jordan spilaði nær allan feril sinn númer 23 og margir leikmenn eins og LeBron James, hafa seinna spilað í því númeri.

Kobe byrjaði að spila í treyju númer átta og spilaði í henni frá 1997 til 2006. Hann skipti síðan yfir í treyju númer 24 árið 2007 og spilaði í henni til 2016 þegar hann lagði skóna á hilluna.

Kibe spilaði 639 leiki í treyju 24 og skoraði í þeim 16.797 stig eða 26,3 stig í leik. Hann vann tvo titla í treyju 24 en þrjá titla í treyju númer átta.

Los Angeles Lakers heiðraði Kobe með því hengja báðar treyjurnar hans upp í höllinni sinni. Kobe er sá eini í sögu NBA sem er með tvær treyjur uppi hjá sama félagi.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×