Lárus: „Þarna voru einhverjir aðrir sem vildu taka í taumana og ákvarða leikinn“ Siggeir Ævarsson skrifar 9. mars 2023 21:16 Lárus Jónsson gaf dómurum leiksins í kvöld ráðleggingar að leik loknum. Vísir/Hulda Margrét Það var boðið upp á alvöru naglbít í Njarðvík í kvöld þar sem heimamenn fóru með sigur af hólmi í tvíframlengdum leik gegn Þórsurum í Subway-deild karla. Lárus Jónsson, þjálfari Þórsara, var nokkuð rólegur eftir leik þrátt fyrir hátt spennustig í leiknum. „Þetta var góður leikur. Þeir voru með yfirhöndina svona framan af en svo var þetta bara stál í stál. Að það hafi verið tvíframlengt segir kannski bara svolítið um það hvernig leikurinn var.“ Þórsarar höfðu fyrir leikinn unnið fimm leiki í röð og ætluðu sér sannarlega að sækja þann sjötta í greipar Njarðvíkinga, en tapaðir boltar og slæmar ákvarðanir færðu Njarðvíkingum ódýrar körfur á silfurfati. „Við ætluðum að koma hérna og ná í sigur. Við vorum með alltof mikið af töpuðum boltum og þeir að fá of mikið af auðveldum körfum uppúr því. Mér fannst við spila góða vörn á hálfum velli en þeir voru að fá of mikið af auðveldum stigum. Svo er það ákvarðanatakan í lok 4. leikhluta. Við verðum að laga þetta. Við brjótum á þeim þrisvar sinnum og þeir fá sex víti. Við gáfum þeim ókeypis stig og það er eiginlega óafsakanlegt.“ Styrmir Snær þurfti að fara af velli með fimm villur í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Þeir bræður Styrmir Snær og Tómas Valur Þrastarsynir fóru báðir útaf með fimm villur áður en venjulegur leiktími var á enda. Það munaði heldur betur um minna fyrir gestina að missa þá útaf, sem þýddi að Vincent Shahid þurfti að bera boltann upp bróðurpartinn úr leiknum. Lárus var ekki sáttur með hvernig dómararnir fóru með Styrmi í kvöld og sendi þeim föðurleg ráð fyrir framtíðina. „Við erum með þrjá leikmenn sem bera upp boltann hjá okkur. Það eru Tómas, Styrmir og Vincent. Vincent þurfti náttúrulega að gera það lungann úr leiknum þegar þeir fóru út. Ég hvet dómarana til að skoða aftur leikinn og hvort þessar villur séu ásættanlegar. Við þurfum samt auðvitað bara að lifa með dómgæslunni eins og hún er, það þýðir ekkert að svekkja sig á henni.“ „Það er samt þumalputtaregla sem ég myndi ráðleggja dómurunum: Að dæma alvöru villu fimmtu villuna á einn af topp leikmönnunum. Leyfum góðum leikmönnum að klára leikinn. Ég hefði ekki viljað fá fimmtu villuna á Hauk þegar hann er að dripla upp boltanum.“ „Hann er reynslulítill og vissi bara ekkert hvað Styrmir var með margar villur“ Mögulega hefur Lárus eitthvað til síns máls, en fimmta villan á Styrmi var af ódýrari gerðinni og má segja að Dedrick Basile hafi kryddað viðbrögð sín vel til að selja snertinguna. „Ég á eftir að skoða þetta aftur en bara ok, áfram gakk! Áfram með leikinn. Leyfum góðum leikmönnum að spila og ákvarða leikinn. En þarna voru einhverjir aðrir sem vildu taka í taumana og ákvarða leikinn. En ég hugsa að dómarinn sem dæmi, hann er reynslulítill og hann vissi bara ekkert hvað Styrmir var með margar villur, en hann lærir af þessu.“ Þórsarar eru enn í góðum séns að ná inn í úrslitakeppnina, en þeir mega ekki misstíga sig mikið ef eitthvað á lokasprettinum. „Fyrir okkur þá munu næstu leikir segja til um það hvar við munum enda og hvort við komumst í úrslitakeppnina. Er það ekki bara gamla góða klisjan? Þú ert að reyna að verða betri. Við vorum svolítið einhæfir í kvöld þegar það fór að líða á leikinn. Þannig að það er fullt sem við getum tekið útúr þessu og bætt okkur í. Vonandi verðum við bara góðir og vonandi verðum við í úrslitakeppninni.“ Subway-deild karla UMF Njarðvík Þór Þorlákshöfn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjá meira
„Þetta var góður leikur. Þeir voru með yfirhöndina svona framan af en svo var þetta bara stál í stál. Að það hafi verið tvíframlengt segir kannski bara svolítið um það hvernig leikurinn var.“ Þórsarar höfðu fyrir leikinn unnið fimm leiki í röð og ætluðu sér sannarlega að sækja þann sjötta í greipar Njarðvíkinga, en tapaðir boltar og slæmar ákvarðanir færðu Njarðvíkingum ódýrar körfur á silfurfati. „Við ætluðum að koma hérna og ná í sigur. Við vorum með alltof mikið af töpuðum boltum og þeir að fá of mikið af auðveldum körfum uppúr því. Mér fannst við spila góða vörn á hálfum velli en þeir voru að fá of mikið af auðveldum stigum. Svo er það ákvarðanatakan í lok 4. leikhluta. Við verðum að laga þetta. Við brjótum á þeim þrisvar sinnum og þeir fá sex víti. Við gáfum þeim ókeypis stig og það er eiginlega óafsakanlegt.“ Styrmir Snær þurfti að fara af velli með fimm villur í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Þeir bræður Styrmir Snær og Tómas Valur Þrastarsynir fóru báðir útaf með fimm villur áður en venjulegur leiktími var á enda. Það munaði heldur betur um minna fyrir gestina að missa þá útaf, sem þýddi að Vincent Shahid þurfti að bera boltann upp bróðurpartinn úr leiknum. Lárus var ekki sáttur með hvernig dómararnir fóru með Styrmi í kvöld og sendi þeim föðurleg ráð fyrir framtíðina. „Við erum með þrjá leikmenn sem bera upp boltann hjá okkur. Það eru Tómas, Styrmir og Vincent. Vincent þurfti náttúrulega að gera það lungann úr leiknum þegar þeir fóru út. Ég hvet dómarana til að skoða aftur leikinn og hvort þessar villur séu ásættanlegar. Við þurfum samt auðvitað bara að lifa með dómgæslunni eins og hún er, það þýðir ekkert að svekkja sig á henni.“ „Það er samt þumalputtaregla sem ég myndi ráðleggja dómurunum: Að dæma alvöru villu fimmtu villuna á einn af topp leikmönnunum. Leyfum góðum leikmönnum að klára leikinn. Ég hefði ekki viljað fá fimmtu villuna á Hauk þegar hann er að dripla upp boltanum.“ „Hann er reynslulítill og vissi bara ekkert hvað Styrmir var með margar villur“ Mögulega hefur Lárus eitthvað til síns máls, en fimmta villan á Styrmi var af ódýrari gerðinni og má segja að Dedrick Basile hafi kryddað viðbrögð sín vel til að selja snertinguna. „Ég á eftir að skoða þetta aftur en bara ok, áfram gakk! Áfram með leikinn. Leyfum góðum leikmönnum að spila og ákvarða leikinn. En þarna voru einhverjir aðrir sem vildu taka í taumana og ákvarða leikinn. En ég hugsa að dómarinn sem dæmi, hann er reynslulítill og hann vissi bara ekkert hvað Styrmir var með margar villur, en hann lærir af þessu.“ Þórsarar eru enn í góðum séns að ná inn í úrslitakeppnina, en þeir mega ekki misstíga sig mikið ef eitthvað á lokasprettinum. „Fyrir okkur þá munu næstu leikir segja til um það hvar við munum enda og hvort við komumst í úrslitakeppnina. Er það ekki bara gamla góða klisjan? Þú ert að reyna að verða betri. Við vorum svolítið einhæfir í kvöld þegar það fór að líða á leikinn. Þannig að það er fullt sem við getum tekið útúr þessu og bætt okkur í. Vonandi verðum við bara góðir og vonandi verðum við í úrslitakeppninni.“
Subway-deild karla UMF Njarðvík Þór Þorlákshöfn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti