Segir ekki satt að Elva missi starfið tapi hún kosningunum Bjarki Sigurðsson skrifar 9. mars 2023 11:39 Ragnar Þór Ingólfsson og Elva Hrönn Hjartardóttir sækjast eftir því að verða formenn VR næstu tvö árin. Grafík/Hjalti Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það ekki satt að Elvu Hrönn Hjartardóttur verði gert að segja upp hjá VR tapi hún í formannskosningum félagsins. Hún hafi sjálf tekið það skýrt fram að fyrra bragði að hún ætlaði að hætta skyldi hún tapa. Elva Hrönn var gestur í þættinum Dagmál í dag þar sem hún ræddi framboð sitt til formanns stéttarfélagsins VR. Hún fer þar á móti sitjandi formanni, Ragnari Þór Ingólfssyni. Í þættinum segir Elva að það hafi verið erfið ákvörðun að bjóða sig fram, sérstaklega þar sem hún sé að leggja starf sitt undir. „Ég er að vinna með frábæru samstarfsfólki. Þetta er svo margt sem ég er að missa ef ég vinn ekki kosningarnar. En það er líka margt sem ég fæ ef ég vinn. Ég fæ þennan „platform“ til að gera mitt og gefa meira af mér. Í samtali mínu við mína stjórnendur var það niðurstaðan að það yrði best að ég færi í uppsögn ef að þessu vindur ekki fram eins og ég vona,“ segir Elva. Ekki raunin í mörgum tilfellum Andrés Magnússon, stjórnandi þáttarins, spyr þá hvort það sé eðlilegt í svona baráttu að þeir sem bjóði sig fram gegn sitjandi formanni missi starfið tapi þeir kosningunni. „Ég held að í mörgum öðrum tilfellum væri þetta ekki raunin. En þegar þú ert að tala um svona ofboðslega áberandi persónur og leikendur í verkalýðshreyfingunni sem standa fyrir ákveðna hluti og fara fram með ákveðnum hætti þá er þetta niðurstaðan. Þetta veltur á því hver er í formannssætinu hverju sinni,“ segir Elva. Frambjóðendurnir tókust á í Pallborðinu á Vísi fyrr í vikunni. Klippa: Frambjóðendur til formanns VR tókust á í Pallborðinu Hugmyndin hafi verið Elvu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og mótframbjóðandi Elvu, svarar henni í færslu sem hann birti á Facebook í dag. Hann segir það ekki satt að hann hafi gert henni það ljóst að hún ætti ekki afturkvæmt til vinnu tapaði hún kosningunni. „Ekkert er fjarri sanni í þeim efnum og reyndar var það þannig að þegar hún tilkynnti mér að hún ætlaði að bjóða sig fram tók hún það skýrt fram, að fyrra bragði, að hún myndi láta af störfum fari kosningin ekki á hennar veg,“ segir Ragnar. Hann segir starf forystufólks í stéttarfélögum snúast fyrst og síðast um hagsmuni félagsfólk og kallar eftir því að fá frekari innsýn í þau málefni, lausnir og hugmyndir sem Elva hefur fram að færa. „Heldur en að dylgja um að ég eða aðrir hafi með einhverjum hætti ógnað starfsöryggi hennar persónulega, sem er fjarri sanni,“ segir Ragnar. Kjaramál Stéttarfélög Efnahagsmál Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjá meira
Elva Hrönn var gestur í þættinum Dagmál í dag þar sem hún ræddi framboð sitt til formanns stéttarfélagsins VR. Hún fer þar á móti sitjandi formanni, Ragnari Þór Ingólfssyni. Í þættinum segir Elva að það hafi verið erfið ákvörðun að bjóða sig fram, sérstaklega þar sem hún sé að leggja starf sitt undir. „Ég er að vinna með frábæru samstarfsfólki. Þetta er svo margt sem ég er að missa ef ég vinn ekki kosningarnar. En það er líka margt sem ég fæ ef ég vinn. Ég fæ þennan „platform“ til að gera mitt og gefa meira af mér. Í samtali mínu við mína stjórnendur var það niðurstaðan að það yrði best að ég færi í uppsögn ef að þessu vindur ekki fram eins og ég vona,“ segir Elva. Ekki raunin í mörgum tilfellum Andrés Magnússon, stjórnandi þáttarins, spyr þá hvort það sé eðlilegt í svona baráttu að þeir sem bjóði sig fram gegn sitjandi formanni missi starfið tapi þeir kosningunni. „Ég held að í mörgum öðrum tilfellum væri þetta ekki raunin. En þegar þú ert að tala um svona ofboðslega áberandi persónur og leikendur í verkalýðshreyfingunni sem standa fyrir ákveðna hluti og fara fram með ákveðnum hætti þá er þetta niðurstaðan. Þetta veltur á því hver er í formannssætinu hverju sinni,“ segir Elva. Frambjóðendurnir tókust á í Pallborðinu á Vísi fyrr í vikunni. Klippa: Frambjóðendur til formanns VR tókust á í Pallborðinu Hugmyndin hafi verið Elvu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og mótframbjóðandi Elvu, svarar henni í færslu sem hann birti á Facebook í dag. Hann segir það ekki satt að hann hafi gert henni það ljóst að hún ætti ekki afturkvæmt til vinnu tapaði hún kosningunni. „Ekkert er fjarri sanni í þeim efnum og reyndar var það þannig að þegar hún tilkynnti mér að hún ætlaði að bjóða sig fram tók hún það skýrt fram, að fyrra bragði, að hún myndi láta af störfum fari kosningin ekki á hennar veg,“ segir Ragnar. Hann segir starf forystufólks í stéttarfélögum snúast fyrst og síðast um hagsmuni félagsfólk og kallar eftir því að fá frekari innsýn í þau málefni, lausnir og hugmyndir sem Elva hefur fram að færa. „Heldur en að dylgja um að ég eða aðrir hafi með einhverjum hætti ógnað starfsöryggi hennar persónulega, sem er fjarri sanni,“ segir Ragnar.
Kjaramál Stéttarfélög Efnahagsmál Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjá meira