Segir ekki satt að Elva missi starfið tapi hún kosningunum Bjarki Sigurðsson skrifar 9. mars 2023 11:39 Ragnar Þór Ingólfsson og Elva Hrönn Hjartardóttir sækjast eftir því að verða formenn VR næstu tvö árin. Grafík/Hjalti Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það ekki satt að Elvu Hrönn Hjartardóttur verði gert að segja upp hjá VR tapi hún í formannskosningum félagsins. Hún hafi sjálf tekið það skýrt fram að fyrra bragði að hún ætlaði að hætta skyldi hún tapa. Elva Hrönn var gestur í þættinum Dagmál í dag þar sem hún ræddi framboð sitt til formanns stéttarfélagsins VR. Hún fer þar á móti sitjandi formanni, Ragnari Þór Ingólfssyni. Í þættinum segir Elva að það hafi verið erfið ákvörðun að bjóða sig fram, sérstaklega þar sem hún sé að leggja starf sitt undir. „Ég er að vinna með frábæru samstarfsfólki. Þetta er svo margt sem ég er að missa ef ég vinn ekki kosningarnar. En það er líka margt sem ég fæ ef ég vinn. Ég fæ þennan „platform“ til að gera mitt og gefa meira af mér. Í samtali mínu við mína stjórnendur var það niðurstaðan að það yrði best að ég færi í uppsögn ef að þessu vindur ekki fram eins og ég vona,“ segir Elva. Ekki raunin í mörgum tilfellum Andrés Magnússon, stjórnandi þáttarins, spyr þá hvort það sé eðlilegt í svona baráttu að þeir sem bjóði sig fram gegn sitjandi formanni missi starfið tapi þeir kosningunni. „Ég held að í mörgum öðrum tilfellum væri þetta ekki raunin. En þegar þú ert að tala um svona ofboðslega áberandi persónur og leikendur í verkalýðshreyfingunni sem standa fyrir ákveðna hluti og fara fram með ákveðnum hætti þá er þetta niðurstaðan. Þetta veltur á því hver er í formannssætinu hverju sinni,“ segir Elva. Frambjóðendurnir tókust á í Pallborðinu á Vísi fyrr í vikunni. Klippa: Frambjóðendur til formanns VR tókust á í Pallborðinu Hugmyndin hafi verið Elvu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og mótframbjóðandi Elvu, svarar henni í færslu sem hann birti á Facebook í dag. Hann segir það ekki satt að hann hafi gert henni það ljóst að hún ætti ekki afturkvæmt til vinnu tapaði hún kosningunni. „Ekkert er fjarri sanni í þeim efnum og reyndar var það þannig að þegar hún tilkynnti mér að hún ætlaði að bjóða sig fram tók hún það skýrt fram, að fyrra bragði, að hún myndi láta af störfum fari kosningin ekki á hennar veg,“ segir Ragnar. Hann segir starf forystufólks í stéttarfélögum snúast fyrst og síðast um hagsmuni félagsfólk og kallar eftir því að fá frekari innsýn í þau málefni, lausnir og hugmyndir sem Elva hefur fram að færa. „Heldur en að dylgja um að ég eða aðrir hafi með einhverjum hætti ógnað starfsöryggi hennar persónulega, sem er fjarri sanni,“ segir Ragnar. Kjaramál Stéttarfélög Efnahagsmál Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Elva Hrönn var gestur í þættinum Dagmál í dag þar sem hún ræddi framboð sitt til formanns stéttarfélagsins VR. Hún fer þar á móti sitjandi formanni, Ragnari Þór Ingólfssyni. Í þættinum segir Elva að það hafi verið erfið ákvörðun að bjóða sig fram, sérstaklega þar sem hún sé að leggja starf sitt undir. „Ég er að vinna með frábæru samstarfsfólki. Þetta er svo margt sem ég er að missa ef ég vinn ekki kosningarnar. En það er líka margt sem ég fæ ef ég vinn. Ég fæ þennan „platform“ til að gera mitt og gefa meira af mér. Í samtali mínu við mína stjórnendur var það niðurstaðan að það yrði best að ég færi í uppsögn ef að þessu vindur ekki fram eins og ég vona,“ segir Elva. Ekki raunin í mörgum tilfellum Andrés Magnússon, stjórnandi þáttarins, spyr þá hvort það sé eðlilegt í svona baráttu að þeir sem bjóði sig fram gegn sitjandi formanni missi starfið tapi þeir kosningunni. „Ég held að í mörgum öðrum tilfellum væri þetta ekki raunin. En þegar þú ert að tala um svona ofboðslega áberandi persónur og leikendur í verkalýðshreyfingunni sem standa fyrir ákveðna hluti og fara fram með ákveðnum hætti þá er þetta niðurstaðan. Þetta veltur á því hver er í formannssætinu hverju sinni,“ segir Elva. Frambjóðendurnir tókust á í Pallborðinu á Vísi fyrr í vikunni. Klippa: Frambjóðendur til formanns VR tókust á í Pallborðinu Hugmyndin hafi verið Elvu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og mótframbjóðandi Elvu, svarar henni í færslu sem hann birti á Facebook í dag. Hann segir það ekki satt að hann hafi gert henni það ljóst að hún ætti ekki afturkvæmt til vinnu tapaði hún kosningunni. „Ekkert er fjarri sanni í þeim efnum og reyndar var það þannig að þegar hún tilkynnti mér að hún ætlaði að bjóða sig fram tók hún það skýrt fram, að fyrra bragði, að hún myndi láta af störfum fari kosningin ekki á hennar veg,“ segir Ragnar. Hann segir starf forystufólks í stéttarfélögum snúast fyrst og síðast um hagsmuni félagsfólk og kallar eftir því að fá frekari innsýn í þau málefni, lausnir og hugmyndir sem Elva hefur fram að færa. „Heldur en að dylgja um að ég eða aðrir hafi með einhverjum hætti ógnað starfsöryggi hennar persónulega, sem er fjarri sanni,“ segir Ragnar.
Kjaramál Stéttarfélög Efnahagsmál Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira