Stöð 2 Sport
Körfuboltinn rúllar af stað klukkan 17:00 þegar Hörður Unnsteinsson mætir í stúdíó ásamt sérfræðingum og fer yfir síðustu umferðina í Subway-deild kvenna í körfuknattleik.
Rúmum klukkutíma síðar hefst útsending frá leik Njarðvíkur og Þór frá Þorlákshöfn í Subway-deild karla. Njarðvík er búið að vera sjóðandi heitt að undanförnu en Þórsliðið er að vakna til lífsins eftir erfiða byrjun á Íslandsmótinu.
Klukkan 20:05 verður síðan bein útsending frá botnslag ÍR og KR þar sem Vesturbæjarstórveldið fellur í fyrstu deild með tapi.
Körfuboltaveislunni lýkur síðan með Subway-tilþrifunum klukkan 22:00 þar sem farið verður yfir leiki kvöldsins.
Stöð 2 Sport 2
Topplið ensku úrvalsdeildarinnar Arsenal mætir Sporting frá Portúgal í Evrópudeildinni og hefst útsending frá leiknum klukkan 17:35. Í sömu keppni mætast síðan Juventus og Freiburg og verður sá leikur í beinni frá klukkan 19:50.
Stöð 2 Sport 3
Anderlecht og Villareal mætast í Sambandsdeildinni 9klukkan 17:35 og síðar um kvöldið mætast Shakhtar Donetsk og Feyenoord í sömu keppni. Útsending frá þeim leik hefst 19:50.
Stöð 2 Sport 4
Klukkan 3:00 hófst útsending frá Asia Pacific meistaramótinu í golfi kvenna.
Stöð 2 Esport
Áskorendastig stórmeistaramótsins í CS:GO verður sýnt í beinni útsendingu klukkan 19:15.