Bryndís: Við erum að byggja upp lið til framtíðar Stefán Snær Ágústsson skrifar 8. mars 2023 21:59 Amanda Ogodugha er leikmaður Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Bryndís Gunnlaugsdóttir var afar kát eftir sannfærandi sigur gegn Breiðablik í 24. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í Smáranum á miðvikudagskvöldið. Grindavíkurkonur voru sterkari allan leikinn og tóku stigin tvö með sér heim eftir samheldna liðsframmistöðu sem einkenndist af snerpu og drifkrafti sem Blikar réðu ekki við, lokatölur 75-109. „Ég er mjög ánægð með liðið. Við spiluðum á okkar standard. Við reyndar gerðum mikið af varnarmistökum og ég veit að við erum betri varnarlega en að Blikar skori á okkur 75 stig,“ sagði Bryndís en hún stýrði liðinu í fjarveru Þorleifs Ólafssonar þjálfara. „Við vorum að æfa okkur í að sækja hratt og þá fengum við oft á okkur auðveldar körfur á móti en ég er mjög ánægð með effortið allar 40 mínúturnar og alla leikmennina sem komu inn á af bekknum lika.“ Grindavíkurkonur tóku strax forskotið eftir fyrsta skot leiksins og gáfu það aldrei frá sér. Spurð hvort þetta hafi verið þægilegur eða auðveldur sigur, var þjálfarinn ekki svo viss. „Nei, ég ætla ekki að segja það. Við náðum forskotinu strax en mér fannst Blikar samt ná að hanga í okkur þar til snemma í öðrum leikhluta en þá náðum við góðum kafla og bjuggum til 20 stiga mun.“ „Eftir það, kannski varð það auðvelt en það var vegna þess við spiluðum á okkar standard og héldum upp okkar tempói, við slökuðum ekki á.“ Grindavík setti 19 þriggja stiga körfur í leiknum úr 51 þriggja stiga skotum en Blikar náðu aðeins að setja 5 þriggja stiga körfur, var það hluti af leikplani gestanna að einblína á þriggja stiga skotin? „Við höfum verið að skjóta mikið af þriggja stiga færum í allan vetur. Við viljum vera lið sem dreifir boltanum, allir sem eiga opið skot eiga að taka það og við leggjum upp úr því að finna góða, opna skotið og spila soldið inside-outside.“ „Blikar voru að þétta teiginn, eðlilega því Amanda er stór og sterk inn í teig, og þá opnuðust þriggja stiga skotin og þá auðvita taka stelpurnar skotin. Þær skutu af miklu sjálfstrausti sem hefur kannski vantað síðustu leiki og vonandi er þetta bara eitthvað sem heldur áfram í næstu leikjum.“ Sigur liðsins einkenndist af samheldinni liðsframmistöðu en stjörnuleikmaður liðsins, Dani Rodriguez, átti rólegan leik. Hversu mikilvægt er að hafa leikmenn eins og Huldu Björk, Heklu Eik og Elma Dautovic, sem allar skiluðu frá sér 20 stigum í leiknum, í liðinu? „Þetta er það sem við höfum verið að leggja upp með í allan vetur. Við viljum ekki vera með eina ofurhetju sem á að skora 40 stig og gera allt.“ „Við erum að byggja upp lið til framtíðar, við erum að byggja upp liðsheild og við viljum að íslensku stelpurnar okkar séu að taka ábyrgð alveg eins og atvinnumennirnir okkar og mér fannst það ganga vel í dag, þær voru allar að deila boltanum og voru óeigingjarnar að leita að opna, góða skotinu.“ Subway-deild kvenna UMF Grindavík Breiðablik Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Sjá meira
„Ég er mjög ánægð með liðið. Við spiluðum á okkar standard. Við reyndar gerðum mikið af varnarmistökum og ég veit að við erum betri varnarlega en að Blikar skori á okkur 75 stig,“ sagði Bryndís en hún stýrði liðinu í fjarveru Þorleifs Ólafssonar þjálfara. „Við vorum að æfa okkur í að sækja hratt og þá fengum við oft á okkur auðveldar körfur á móti en ég er mjög ánægð með effortið allar 40 mínúturnar og alla leikmennina sem komu inn á af bekknum lika.“ Grindavíkurkonur tóku strax forskotið eftir fyrsta skot leiksins og gáfu það aldrei frá sér. Spurð hvort þetta hafi verið þægilegur eða auðveldur sigur, var þjálfarinn ekki svo viss. „Nei, ég ætla ekki að segja það. Við náðum forskotinu strax en mér fannst Blikar samt ná að hanga í okkur þar til snemma í öðrum leikhluta en þá náðum við góðum kafla og bjuggum til 20 stiga mun.“ „Eftir það, kannski varð það auðvelt en það var vegna þess við spiluðum á okkar standard og héldum upp okkar tempói, við slökuðum ekki á.“ Grindavík setti 19 þriggja stiga körfur í leiknum úr 51 þriggja stiga skotum en Blikar náðu aðeins að setja 5 þriggja stiga körfur, var það hluti af leikplani gestanna að einblína á þriggja stiga skotin? „Við höfum verið að skjóta mikið af þriggja stiga færum í allan vetur. Við viljum vera lið sem dreifir boltanum, allir sem eiga opið skot eiga að taka það og við leggjum upp úr því að finna góða, opna skotið og spila soldið inside-outside.“ „Blikar voru að þétta teiginn, eðlilega því Amanda er stór og sterk inn í teig, og þá opnuðust þriggja stiga skotin og þá auðvita taka stelpurnar skotin. Þær skutu af miklu sjálfstrausti sem hefur kannski vantað síðustu leiki og vonandi er þetta bara eitthvað sem heldur áfram í næstu leikjum.“ Sigur liðsins einkenndist af samheldinni liðsframmistöðu en stjörnuleikmaður liðsins, Dani Rodriguez, átti rólegan leik. Hversu mikilvægt er að hafa leikmenn eins og Huldu Björk, Heklu Eik og Elma Dautovic, sem allar skiluðu frá sér 20 stigum í leiknum, í liðinu? „Þetta er það sem við höfum verið að leggja upp með í allan vetur. Við viljum ekki vera með eina ofurhetju sem á að skora 40 stig og gera allt.“ „Við erum að byggja upp lið til framtíðar, við erum að byggja upp liðsheild og við viljum að íslensku stelpurnar okkar séu að taka ábyrgð alveg eins og atvinnumennirnir okkar og mér fannst það ganga vel í dag, þær voru allar að deila boltanum og voru óeigingjarnar að leita að opna, góða skotinu.“
Subway-deild kvenna UMF Grindavík Breiðablik Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Sjá meira