Miðasala á Eurovision í Liverpool hófst á hádegi í dag. Einungis var hægt að kaupa fjóra miða í einu en samt sem áður seldust allir miðarnir á einungis 36 mínútum.
TICKET UPDATE: Grand Final #Eurovision2023 tickets are sold out. Demand is high for all other shows.
— BBC Eurovision (@bbceurovision) March 7, 2023
Ljóst er að ekki eru allir sem keyptu miða á leið til Liverpool þar sem fjöldi miða eru strax komnir í endursölu á vefsíðum á borð við Viagogo. Ódýrasti miðinn sem nú er til sölu á síðunni kostar 296 þúsund krónur. Dýrasti miðinn á keppnina kostaði 64 þúsund krónur upphaflega.
Fyrra undankvöld Eurovision verður þriðjudaginn 9. maí og það seinna, þar sem Diljá Pétursdóttir stígur á svið fyrir Íslands hönd, fer fram fimmtudaginn 11. maí. Úrslitin eru síðan laugardaginn 13. maí.