Prinsessa flytur með fjölskylduna heim til Svíþjóðar Atli Ísleifsson skrifar 7. mars 2023 13:36 Madeleine er yngsta barn Karls Gústafs Svíakonungs og Silvíu drottningar. Linda Broström/The Royal Court of Sweden Madeleine Svíaprinsessa og eiginmaður hennar, fjárfestirinn Chris O‘Neil, hafa ákveðið að flytja búferlum frá Bandaríkjunum og til Svíþjóðar. Madeleine, Chris og börn þeirra þrjú munu setjast að í Stokkhólmi. Aftonbladet greinir frá því í dag að þau munu flytja til Svíþjóðar í ágúst þannig að börnin geti byrjað í sænskum skóla þegar nýtt skólaár gengur í garð. Madeleine prinsessa, Chris O'Neile og börnin Leonore, Nicolas og Adrienne. Anna-Lena Ahlström/The Royal Court of Sweden Þar segir ennfremur að hjónin hafi sett glæsihús sitt í Flórída á sölu. Þau fluttu til Bandaríkjanna árið 2015. Hin fertuga Madeleine og hinn 48 ára Chris O‘Neil gengu í hjónaband árið 2013 og eiga saman börnin Leonore, fædda 2014, Nicolas, fæddan 2015 og Adrienne, fædda 2018. Þau munu flytja inn í íbúð sína á lóð konungsfjölskyldunnar í Stokkhólmi þar sem þau hafa dvalið þegar þau hafa verið í Svíþjóð á síðustu árum. Sænskt uppeldi Að sögn Margareta Thorgren, upplýsingafulltrúa sænsku konungsfjölskyldunnar, er ástæða þess að prinsessan Madeleine og eiginmaður hennar ákveði nú að flytja til Svíþjóðar vera að þau vilji að börnin fái sænskt uppeldi. Ásett verð á húsi þeirra í Flórída er 7,65 milljónir Bandaríkjadala, um 1,1 milljarður króna. Húsið er sagt vera mikið endurnýjað, með sjö svefnherbergjum og átta baðherbergjum, með stórum garði og sundlaug. Þau keyptu húsið fyrir rúmar þrjá milljónir dala. Hús Madeleine og Chris O'Neil í Flórída sem þau keyptu árið 2019.Realtor.com Kóngafólk Svíþjóð Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Sjá meira
Aftonbladet greinir frá því í dag að þau munu flytja til Svíþjóðar í ágúst þannig að börnin geti byrjað í sænskum skóla þegar nýtt skólaár gengur í garð. Madeleine prinsessa, Chris O'Neile og börnin Leonore, Nicolas og Adrienne. Anna-Lena Ahlström/The Royal Court of Sweden Þar segir ennfremur að hjónin hafi sett glæsihús sitt í Flórída á sölu. Þau fluttu til Bandaríkjanna árið 2015. Hin fertuga Madeleine og hinn 48 ára Chris O‘Neil gengu í hjónaband árið 2013 og eiga saman börnin Leonore, fædda 2014, Nicolas, fæddan 2015 og Adrienne, fædda 2018. Þau munu flytja inn í íbúð sína á lóð konungsfjölskyldunnar í Stokkhólmi þar sem þau hafa dvalið þegar þau hafa verið í Svíþjóð á síðustu árum. Sænskt uppeldi Að sögn Margareta Thorgren, upplýsingafulltrúa sænsku konungsfjölskyldunnar, er ástæða þess að prinsessan Madeleine og eiginmaður hennar ákveði nú að flytja til Svíþjóðar vera að þau vilji að börnin fái sænskt uppeldi. Ásett verð á húsi þeirra í Flórída er 7,65 milljónir Bandaríkjadala, um 1,1 milljarður króna. Húsið er sagt vera mikið endurnýjað, með sjö svefnherbergjum og átta baðherbergjum, með stórum garði og sundlaug. Þau keyptu húsið fyrir rúmar þrjá milljónir dala. Hús Madeleine og Chris O'Neil í Flórída sem þau keyptu árið 2019.Realtor.com
Kóngafólk Svíþjóð Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Sjá meira