Sjúkraliðar – eftirsóttir til vinnu, líka utan heilbrigðisþjónustunnar Sandra B. Franks skrifar 7. mars 2023 10:30 Næstkomandi vor munu sjúkraliðar útskrifast af háskólastigi í fyrsta skipið. Slíkt er ekki aðeins mikilvægt fyrir sjúkraliða heldur skiptir þetta einnig miklu máli fyrir heilbrigðiskerfið allt. Það er æ meiri og ríkari krafa um endurmenntun og símenntun innan heilbrigðisþjónustunnar og hafa sjúkraliðar sýnt það í verki að þeir eru tilbúnir í slíkt. Fagnám til diplómaprófs fyrir starfandi sjúkraliða er ný námsbraut við Háskólann á Akureyri sem er mikilvæg leið fyrir starfandi sjúkraliða til að byggja ofan á þekkingu sína og færni. Í náminu er lögð áhersla á að efla klíníska færni og þekkingu í samskiptum sem meðferðartæki, sem og þátttöku í þverfaglegu samstarfi og teymisvinnu. Kjörsvið öldrunar- og heimahjúkrunar fór af stað 2021 og er fyrst og fremst hugsað til að auka gæði í heilbrigðis- og velferðarþjónustu til handa öldruðum einstaklingum og fjölskyldum þeirra. Einnig er boðið upp á samfélagsgeðhjúkrun en eftirspurn eftir slíkri heilbrigðisþjónustu mun eingöngu aukast þegar fram líða stundir. Jákvæðu ráðherrarnir: Áslaug og Willum Í síðustu viku átti Sjúkraliðafélag Íslands fund með háskólaráðherra til að ræða sérstaklega um þennan nýja hóp sjúkraliða sem komin á háskólastig. Við nefndum við ráðherrann hugmyndir okkar um mögulegt samstarf Háskólans á Akureyri við Háskóla Íslands. Áslaug, með lausnamiðuðu viðmóti sínu tók jákvætt í hugmyndina, og benti á að slíkt þyrfti vissulega að gerast á forsendum skólanna. Fulltrúar Sjúkraliðafélags Íslands munu því í þessari viku funda með rektor Háskóla Íslands til að ræða m.a. þessa hugmynd. Við ræddum einnig við ráðherrann um mögulegar leiðir til að bæta hjúkrunarþjónustu og hagkvæmni þess að bjóða upp raunfærnimat sem námsleið fyrir þá sjúkraliða sem vilja halda áfram í námi innan hjúkrunarfræðinnar. Sem fyrr tók ráðherra vel undir tillöguna og virtist jákvæð gagnvart slíkri námsleið. Raunfærnimat er í reynd leið til að meta þá færni og þekkingu sem viðkomandi hefur öðlast á vinnumarkaði og/eða í fyrra námi sínu. Matið getur þannig mögulega stytt formlegt nám, sparað hinu opinbera fjármuni og verið hvatning fyrir sjúkraliða til að sækja sér enn frekari menntun á skyldu sviði. Við ræddum einnig þessi mál við heilbrigðisráðherrann í síðustu viku sem ætíð hefur sýnt stöðu sjúkraliða mikinn skilning. Aukin tækifæri til menntunar fyrir sjúkraliða helst einnig í hendur við einn stærsta aðkallandi vanda vestrænna þjóða, sem er skortur á heilbrigðisstarfsfólki. Willum tók undir áherslur félagsins um mikilvægi þess að stjórnendur heilbrigðisstofnana finni þessum sjúkraliðum stað í kerfinu, enda verða þeir mikilvæg viðbót við hjúkrunarþjónustu í landinu sem kemur til með að létta undir með öðru heilbrigðisstarfsfólki og þá einkum hjúkrunarfræðingum. Nú er býnt að bregðast við Sjúkraliðar eru næstfjölmennsta heilbrigðisstétt landsins en allt að 40% þeirra er að detta á lífeyrisaldurinn næstu 15 árin. Þessu til viðbótar fer núna um helmingur nýútskrifaðra sjúkraliða að starfa við annað en fagið og meira en helmingur sjúkraliða hafa í hugsað af alvöru að hætta í starfi síðustu 12 mánuði. Ofan í þessa þróun mun fjöldi eldri borgara tvöfaldast næstu 25 árin og því er ljóst að nú er tíminn til að bregðast við með fleiri tækifærum fyrir menntaða sjúkraliða og almennri fjölgun hjá heilbrigðisstéttum. Boltinn er hjá ráðherrunum Það er mikilvægt að finna stuðning og skilning ráðafólks á stöðu sjúkraliða. Það var þessi ríkisstjórn sem setti á fót þetta nýja háskólanám fyrir sjúkraliða og því er það fullkomlega eðlilegt að þessi sama ríkisstjórn fylgi stefnu sinni vel eftir. Í því ljósi er það frekar furðulegt að Sjúkraliðafélags Íslands standi iðulega í stappi við forsvarsfólk heilbrigðisstofnana þegar kemur að því að gera ráð fyrir þessum nýju menntuðu sjúkraliðum innan stofnana. Þá sætir það einnig furðu hversu erfitt það reynist hjá heilbrigðisstofnunum að taka tillit til aukinnar menntunar sjúkraliða í stofnanasamningum. Ríkisstjórnin og stjórnvöld hafa sýnt að vilji þeirra sé að efla sjúkraliðastéttina, m.a. með auknum tækifærum til viðbótar- og símenntunar. En betur má ef duga skal, því sjúkraliðar eru mjög eftirsóttir til vinnu, einnig utan heilbrigðisþjónustunnar. Þeir hverfa einfaldlega í önnur störf og leita á önnur mið ef ekki er gert ráð fyrir að menntun þeirra sé metin að verðleikum, og til launa. Það þarf að gera ráð fyrir að sjúkraliðar sem lokið hafa fagnámi til diplómaprófs sé sérstaklega ávarpað í stofnanasamningum. Nú mega stjórnvöld ekki missa boltann, heldur þurfa þau að eiga samtalið við sínar undirstofnanir til að tryggja stefna þeirra sé virt. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Næstkomandi vor munu sjúkraliðar útskrifast af háskólastigi í fyrsta skipið. Slíkt er ekki aðeins mikilvægt fyrir sjúkraliða heldur skiptir þetta einnig miklu máli fyrir heilbrigðiskerfið allt. Það er æ meiri og ríkari krafa um endurmenntun og símenntun innan heilbrigðisþjónustunnar og hafa sjúkraliðar sýnt það í verki að þeir eru tilbúnir í slíkt. Fagnám til diplómaprófs fyrir starfandi sjúkraliða er ný námsbraut við Háskólann á Akureyri sem er mikilvæg leið fyrir starfandi sjúkraliða til að byggja ofan á þekkingu sína og færni. Í náminu er lögð áhersla á að efla klíníska færni og þekkingu í samskiptum sem meðferðartæki, sem og þátttöku í þverfaglegu samstarfi og teymisvinnu. Kjörsvið öldrunar- og heimahjúkrunar fór af stað 2021 og er fyrst og fremst hugsað til að auka gæði í heilbrigðis- og velferðarþjónustu til handa öldruðum einstaklingum og fjölskyldum þeirra. Einnig er boðið upp á samfélagsgeðhjúkrun en eftirspurn eftir slíkri heilbrigðisþjónustu mun eingöngu aukast þegar fram líða stundir. Jákvæðu ráðherrarnir: Áslaug og Willum Í síðustu viku átti Sjúkraliðafélag Íslands fund með háskólaráðherra til að ræða sérstaklega um þennan nýja hóp sjúkraliða sem komin á háskólastig. Við nefndum við ráðherrann hugmyndir okkar um mögulegt samstarf Háskólans á Akureyri við Háskóla Íslands. Áslaug, með lausnamiðuðu viðmóti sínu tók jákvætt í hugmyndina, og benti á að slíkt þyrfti vissulega að gerast á forsendum skólanna. Fulltrúar Sjúkraliðafélags Íslands munu því í þessari viku funda með rektor Háskóla Íslands til að ræða m.a. þessa hugmynd. Við ræddum einnig við ráðherrann um mögulegar leiðir til að bæta hjúkrunarþjónustu og hagkvæmni þess að bjóða upp raunfærnimat sem námsleið fyrir þá sjúkraliða sem vilja halda áfram í námi innan hjúkrunarfræðinnar. Sem fyrr tók ráðherra vel undir tillöguna og virtist jákvæð gagnvart slíkri námsleið. Raunfærnimat er í reynd leið til að meta þá færni og þekkingu sem viðkomandi hefur öðlast á vinnumarkaði og/eða í fyrra námi sínu. Matið getur þannig mögulega stytt formlegt nám, sparað hinu opinbera fjármuni og verið hvatning fyrir sjúkraliða til að sækja sér enn frekari menntun á skyldu sviði. Við ræddum einnig þessi mál við heilbrigðisráðherrann í síðustu viku sem ætíð hefur sýnt stöðu sjúkraliða mikinn skilning. Aukin tækifæri til menntunar fyrir sjúkraliða helst einnig í hendur við einn stærsta aðkallandi vanda vestrænna þjóða, sem er skortur á heilbrigðisstarfsfólki. Willum tók undir áherslur félagsins um mikilvægi þess að stjórnendur heilbrigðisstofnana finni þessum sjúkraliðum stað í kerfinu, enda verða þeir mikilvæg viðbót við hjúkrunarþjónustu í landinu sem kemur til með að létta undir með öðru heilbrigðisstarfsfólki og þá einkum hjúkrunarfræðingum. Nú er býnt að bregðast við Sjúkraliðar eru næstfjölmennsta heilbrigðisstétt landsins en allt að 40% þeirra er að detta á lífeyrisaldurinn næstu 15 árin. Þessu til viðbótar fer núna um helmingur nýútskrifaðra sjúkraliða að starfa við annað en fagið og meira en helmingur sjúkraliða hafa í hugsað af alvöru að hætta í starfi síðustu 12 mánuði. Ofan í þessa þróun mun fjöldi eldri borgara tvöfaldast næstu 25 árin og því er ljóst að nú er tíminn til að bregðast við með fleiri tækifærum fyrir menntaða sjúkraliða og almennri fjölgun hjá heilbrigðisstéttum. Boltinn er hjá ráðherrunum Það er mikilvægt að finna stuðning og skilning ráðafólks á stöðu sjúkraliða. Það var þessi ríkisstjórn sem setti á fót þetta nýja háskólanám fyrir sjúkraliða og því er það fullkomlega eðlilegt að þessi sama ríkisstjórn fylgi stefnu sinni vel eftir. Í því ljósi er það frekar furðulegt að Sjúkraliðafélags Íslands standi iðulega í stappi við forsvarsfólk heilbrigðisstofnana þegar kemur að því að gera ráð fyrir þessum nýju menntuðu sjúkraliðum innan stofnana. Þá sætir það einnig furðu hversu erfitt það reynist hjá heilbrigðisstofnunum að taka tillit til aukinnar menntunar sjúkraliða í stofnanasamningum. Ríkisstjórnin og stjórnvöld hafa sýnt að vilji þeirra sé að efla sjúkraliðastéttina, m.a. með auknum tækifærum til viðbótar- og símenntunar. En betur má ef duga skal, því sjúkraliðar eru mjög eftirsóttir til vinnu, einnig utan heilbrigðisþjónustunnar. Þeir hverfa einfaldlega í önnur störf og leita á önnur mið ef ekki er gert ráð fyrir að menntun þeirra sé metin að verðleikum, og til launa. Það þarf að gera ráð fyrir að sjúkraliðar sem lokið hafa fagnámi til diplómaprófs sé sérstaklega ávarpað í stofnanasamningum. Nú mega stjórnvöld ekki missa boltann, heldur þurfa þau að eiga samtalið við sínar undirstofnanir til að tryggja stefna þeirra sé virt. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun