Hjálpum ungmennum án skilyrða – Reset welfare Sigurþóra Bergsdóttir skrifar 7. mars 2023 08:31 Á meðan heimsfaraldur stóð yfir fékk þögull faraldur að vaxa hér á landi, sem er versnandi geðheilsa og vanlíðan ungmenna. Má til að mynda sjá í lýðheilsuvísum Landlæknis að meira en 40% fólks á aldrinum 18-34 ára líti á andlega heilsu sína sem slæma (sæmilega eða lélega). Sömu gögn sýna mikinn mun á andlegri heilsu þessa hóps frá því fyrir Covid. Við þekkjum öll vandamálin sem við sem samfélag stöndum frammi fyrir þegar kemur að þessum málum. Aðgengi fólks að sálfræði- og geðheilbrigðisþjónustu er ekki gott og þúsundir bíða á biðlistum. Þá getur fólk einnig verið í þeirri aðstöðu að hafa einfaldlega ekki efni á þjónustu og fá því ekki þá hjálp sem þau þurfa. Eins og tölurnar sýna eykst vandinn með hverju árinu, sérstaklega hjá ungu fólki, og við sjáum að þörfin á aðgerðum er brýn. Nú þarf að láta verkin tala. Unnið er að þingsáætlunartillögu um aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum 2023-2027. Margt gott er í áætluninni en gera þarf mun metnaðarfyllri áætlun er varðar ungt fólk á Íslandi – og þar getum við í Berginu headspace aðstoðað. Hjá Berginu starfar fjölbreyttur hópur ráðgajfa sem eru ýmist félagsráðgjafar eða sálfræðingar og er Bergið hannað sem fyrsta skref fyrir ungt fólk á aldrinum 12-25 ára sem vill leita sér aðstoða, án allra skilyrða. Við grípum þau ungmenni sem til okkar koma í vanlíðan eða vandræðum og veitum þeim stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Einnig getum við og höfum komið auga á þau sem hugsanlega þurfa meiri þjónustu og þannig komið í veg fyrir að vandi þeirra verði óviðráðanlegur síðar. Við hjá Berginu höfum rétt eins og aðrir fundið fyrir því að vandinn er stækkandi og voru til að mynda 27% fleiri viðtöl tekin hjá okkur árið 2022 en árið á undan. Þá skráðu 709 einstaklingar sig í þjónustu á síðasta ári en 590 árið 2021. Með því að hafa hjálpina aðgengilega, án biðlista og ókeypis náum við til stærri hóps ungmenna en hið hefðbundna heilbrigðiskerfi. Við getum brúað bilið milli kerfa og unnið með fyrsta, annars og þriðja stigs þjónustu heilbrigðiskerfisins. Það sjá það öll sem vilja að hefðbundnar leiðir síðustu ára og áratuga til þess að takast á við þann aukna vanda sem við stöndum frammi fyrir þegar það kemur að geðheilbrigði ungs fólks duga ekki til. Með því að lækka þröskuldana hjálpum við fleirum og fækkum einstaklingum sem bíða eftir þjónustu innan heilbrigðiskerfisins. Þá má nefna að árið 2021 var meðalbiðtími barna eftir geðþjónustu heilsugæslu rúmar 16 vikur en 23 vikur hjá fullorðnum.Bergið er ekki með biðlista en meðaltími sem líður frá því að ungmenni óskar eftir þjónustu og er komin með tíma eru 10 dagar. Við getum líka brugðist við innan dags ef ástæða er metin til þess. Það ætti að vera markmið okkar allra að gera skilyrðislausa þjónustu aðgengilega öllum ungmennum landsins og köllum við eftir því að aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum 2023-2027 ræði það markmið sérstaklega. Við í Berginu headspace höfum sýnt fram á árangur af okkar starfsemi og erum tilbúin í viðræður um útfærslur á því hvernig það gæti verið gert, með til dæmis blöndu af nær og fjarþjónustu. Því fyrr sem við horfumst í augu við það að leiðirnar sem við höfum farið hingað til í geðheilbrigði ungs fólks virka ekki og förum að ýta undir aðrar leiðir – því fyrr getum við bætt kerfið fyrir okkur öll og bjargað mannslífum. Headspace er hugmyndafræði sem er að ryðja sér til rúms í fleiri löndum um heiminn, þar sem áskoranir þessar eru alþjóðlegar. Við erum að stofna samstarfsvettvang á Norðurlöndunum og verður upphafsfundur Nordic headspace haldinn þann 14. apríl í Reykjavík. Við hvetjum öll áhugasöm um nýjar leiðir í aðkomu að geðheilbrigðismálum ungs fólks til að taka þátt í samtalinu. Hér má sjá heimasíðu ráðstefnunnar: https://www.headspaceconference.is/ Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri Bergsins headspace. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Sigurþóra Bergsdóttir Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Við þurfum jöfn tækifæri fyrir börnin í borginni Sandra Hlíf Ocares Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Á meðan heimsfaraldur stóð yfir fékk þögull faraldur að vaxa hér á landi, sem er versnandi geðheilsa og vanlíðan ungmenna. Má til að mynda sjá í lýðheilsuvísum Landlæknis að meira en 40% fólks á aldrinum 18-34 ára líti á andlega heilsu sína sem slæma (sæmilega eða lélega). Sömu gögn sýna mikinn mun á andlegri heilsu þessa hóps frá því fyrir Covid. Við þekkjum öll vandamálin sem við sem samfélag stöndum frammi fyrir þegar kemur að þessum málum. Aðgengi fólks að sálfræði- og geðheilbrigðisþjónustu er ekki gott og þúsundir bíða á biðlistum. Þá getur fólk einnig verið í þeirri aðstöðu að hafa einfaldlega ekki efni á þjónustu og fá því ekki þá hjálp sem þau þurfa. Eins og tölurnar sýna eykst vandinn með hverju árinu, sérstaklega hjá ungu fólki, og við sjáum að þörfin á aðgerðum er brýn. Nú þarf að láta verkin tala. Unnið er að þingsáætlunartillögu um aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum 2023-2027. Margt gott er í áætluninni en gera þarf mun metnaðarfyllri áætlun er varðar ungt fólk á Íslandi – og þar getum við í Berginu headspace aðstoðað. Hjá Berginu starfar fjölbreyttur hópur ráðgajfa sem eru ýmist félagsráðgjafar eða sálfræðingar og er Bergið hannað sem fyrsta skref fyrir ungt fólk á aldrinum 12-25 ára sem vill leita sér aðstoða, án allra skilyrða. Við grípum þau ungmenni sem til okkar koma í vanlíðan eða vandræðum og veitum þeim stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Einnig getum við og höfum komið auga á þau sem hugsanlega þurfa meiri þjónustu og þannig komið í veg fyrir að vandi þeirra verði óviðráðanlegur síðar. Við hjá Berginu höfum rétt eins og aðrir fundið fyrir því að vandinn er stækkandi og voru til að mynda 27% fleiri viðtöl tekin hjá okkur árið 2022 en árið á undan. Þá skráðu 709 einstaklingar sig í þjónustu á síðasta ári en 590 árið 2021. Með því að hafa hjálpina aðgengilega, án biðlista og ókeypis náum við til stærri hóps ungmenna en hið hefðbundna heilbrigðiskerfi. Við getum brúað bilið milli kerfa og unnið með fyrsta, annars og þriðja stigs þjónustu heilbrigðiskerfisins. Það sjá það öll sem vilja að hefðbundnar leiðir síðustu ára og áratuga til þess að takast á við þann aukna vanda sem við stöndum frammi fyrir þegar það kemur að geðheilbrigði ungs fólks duga ekki til. Með því að lækka þröskuldana hjálpum við fleirum og fækkum einstaklingum sem bíða eftir þjónustu innan heilbrigðiskerfisins. Þá má nefna að árið 2021 var meðalbiðtími barna eftir geðþjónustu heilsugæslu rúmar 16 vikur en 23 vikur hjá fullorðnum.Bergið er ekki með biðlista en meðaltími sem líður frá því að ungmenni óskar eftir þjónustu og er komin með tíma eru 10 dagar. Við getum líka brugðist við innan dags ef ástæða er metin til þess. Það ætti að vera markmið okkar allra að gera skilyrðislausa þjónustu aðgengilega öllum ungmennum landsins og köllum við eftir því að aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum 2023-2027 ræði það markmið sérstaklega. Við í Berginu headspace höfum sýnt fram á árangur af okkar starfsemi og erum tilbúin í viðræður um útfærslur á því hvernig það gæti verið gert, með til dæmis blöndu af nær og fjarþjónustu. Því fyrr sem við horfumst í augu við það að leiðirnar sem við höfum farið hingað til í geðheilbrigði ungs fólks virka ekki og förum að ýta undir aðrar leiðir – því fyrr getum við bætt kerfið fyrir okkur öll og bjargað mannslífum. Headspace er hugmyndafræði sem er að ryðja sér til rúms í fleiri löndum um heiminn, þar sem áskoranir þessar eru alþjóðlegar. Við erum að stofna samstarfsvettvang á Norðurlöndunum og verður upphafsfundur Nordic headspace haldinn þann 14. apríl í Reykjavík. Við hvetjum öll áhugasöm um nýjar leiðir í aðkomu að geðheilbrigðismálum ungs fólks til að taka þátt í samtalinu. Hér má sjá heimasíðu ráðstefnunnar: https://www.headspaceconference.is/ Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri Bergsins headspace.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun