Segir óvenjulega staðið að málinu og leynd hafa ríkt um tillöguna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. mars 2023 06:31 Svanhildur Bogadóttir er borgarskjalavörður. Stöð 2/Einar Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður segir vægast sagt óvenjulega hafa verið staðið að þeirri tillögu að leggja niður Borgarskjalsafn. Svo mikil leynd hafi ríkt yfir tillögunni að hvorki hún né aðrir starfsmenn safnsins voru látnir vita. Þetta kemur fram í aðsendri grein Svanhildar í Morgunblaðinu í morgun. Tillagan verður rædd á fundi borgarstjórnar klukkan 14 í dag og greidd um hana atkvæði. Svanhildur segir rétt að Borgarskjalasafn hafi lengi búið við þröngan kost og verkefum fjölgað án þess að fjármagn eða mannafli fylgdi. Hins vegar hafi verkefnum þá verið forgangsraðað og áhersla lögð á það brýnasta hverju sinni. Unnið hefur verið að stafrænni miðlun á safnkostinum og nýr vefur opnaður á næstunni. „Varðandi tillögu um niðurlagningu Borgarskjalasafns, þá hefur vægast sagt verið staðið óvenjulega að því máli öllu. Svo mikil leynd var yfir tillögunni sem var lögð fyrir borgarráð að hvorki borgarskjalavörður né starfsmenn Borgarskjalasafns máttu vita af því að til stæði að leggja safnið niður. Tillöguna átti að afgreiða á einum fundi, án þess að starfsmenn, hagsmunaaðilar eða almenningur fréttu af því fyrir en allt væri um garð gengið,“ segir Svanhildur í grein sinni. Hún segir mörgum þykja að verið sé að byrja á öfugum enda; að ákveða fyrst að leggja safnið niður en kanna svo fýsileika þess að ganga til samninga við ríkið um að sameina það Þjóðskjalasafni. „En skiptir þetta máli? Er ekki bara fínt að skjöl borgarinnar blandist við önnur skjöl Þjóðskjalasafns? Já, safnið skiptir borgarbúa máli. Borgarskjalasafn er ekki bara geymsla, heldur er það í senn þjónustu- og menningarstofnun en um leið stjórnsýslustofnun með ábyrgðarmikið eftirlitshlutverk, ekki síst þegar horft er til réttinda íbúa eða rekjanleika og gagnsæis þegar kemur að stjórnvaldsákvörðunum,“ segir Svanhildur. „Borgarskjalasafn er mikilvægur hluti af þeirri þjónustu sem Reykjavíkurborg veitir stofnunum sínum og Reykvíkingum. Skjalavarsla er lögmætt verkefni sveitarfélaga og héraðsskjalasöfnin tryggja farsæla og hagkvæma framkvæmd hennar. Skjalavarsla borgarstofnana og fyrirtækja er samtvinnuð við rekstur Borgarskjalasafns. Þjóðskjalasafn mun ekki hafa bolmagn til að sinna öllum þessum þjónustuþáttum og eftirliti með tæplega 400 borgarstofnunum nema verulegar greiðslur komi frá borginni til ríkisins.“ Hún segir þjónustuna við borgarbúa ekki munu batna við að leggja safnið niður, né eftirlit með skjalavörslu borgarinnar. Þar að auki yrði Reykjavík eina höfuðborgin í Evrópu án borgarskjalasafns. Reykjavík Söfn Stjórnsýsla Borgarstjórn Lokun Borgarskjalasafns Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein Svanhildar í Morgunblaðinu í morgun. Tillagan verður rædd á fundi borgarstjórnar klukkan 14 í dag og greidd um hana atkvæði. Svanhildur segir rétt að Borgarskjalasafn hafi lengi búið við þröngan kost og verkefum fjölgað án þess að fjármagn eða mannafli fylgdi. Hins vegar hafi verkefnum þá verið forgangsraðað og áhersla lögð á það brýnasta hverju sinni. Unnið hefur verið að stafrænni miðlun á safnkostinum og nýr vefur opnaður á næstunni. „Varðandi tillögu um niðurlagningu Borgarskjalasafns, þá hefur vægast sagt verið staðið óvenjulega að því máli öllu. Svo mikil leynd var yfir tillögunni sem var lögð fyrir borgarráð að hvorki borgarskjalavörður né starfsmenn Borgarskjalasafns máttu vita af því að til stæði að leggja safnið niður. Tillöguna átti að afgreiða á einum fundi, án þess að starfsmenn, hagsmunaaðilar eða almenningur fréttu af því fyrir en allt væri um garð gengið,“ segir Svanhildur í grein sinni. Hún segir mörgum þykja að verið sé að byrja á öfugum enda; að ákveða fyrst að leggja safnið niður en kanna svo fýsileika þess að ganga til samninga við ríkið um að sameina það Þjóðskjalasafni. „En skiptir þetta máli? Er ekki bara fínt að skjöl borgarinnar blandist við önnur skjöl Þjóðskjalasafns? Já, safnið skiptir borgarbúa máli. Borgarskjalasafn er ekki bara geymsla, heldur er það í senn þjónustu- og menningarstofnun en um leið stjórnsýslustofnun með ábyrgðarmikið eftirlitshlutverk, ekki síst þegar horft er til réttinda íbúa eða rekjanleika og gagnsæis þegar kemur að stjórnvaldsákvörðunum,“ segir Svanhildur. „Borgarskjalasafn er mikilvægur hluti af þeirri þjónustu sem Reykjavíkurborg veitir stofnunum sínum og Reykvíkingum. Skjalavarsla er lögmætt verkefni sveitarfélaga og héraðsskjalasöfnin tryggja farsæla og hagkvæma framkvæmd hennar. Skjalavarsla borgarstofnana og fyrirtækja er samtvinnuð við rekstur Borgarskjalasafns. Þjóðskjalasafn mun ekki hafa bolmagn til að sinna öllum þessum þjónustuþáttum og eftirliti með tæplega 400 borgarstofnunum nema verulegar greiðslur komi frá borginni til ríkisins.“ Hún segir þjónustuna við borgarbúa ekki munu batna við að leggja safnið niður, né eftirlit með skjalavörslu borgarinnar. Þar að auki yrði Reykjavík eina höfuðborgin í Evrópu án borgarskjalasafns.
Reykjavík Söfn Stjórnsýsla Borgarstjórn Lokun Borgarskjalasafns Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira