Segir óvenjulega staðið að málinu og leynd hafa ríkt um tillöguna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. mars 2023 06:31 Svanhildur Bogadóttir er borgarskjalavörður. Stöð 2/Einar Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður segir vægast sagt óvenjulega hafa verið staðið að þeirri tillögu að leggja niður Borgarskjalsafn. Svo mikil leynd hafi ríkt yfir tillögunni að hvorki hún né aðrir starfsmenn safnsins voru látnir vita. Þetta kemur fram í aðsendri grein Svanhildar í Morgunblaðinu í morgun. Tillagan verður rædd á fundi borgarstjórnar klukkan 14 í dag og greidd um hana atkvæði. Svanhildur segir rétt að Borgarskjalasafn hafi lengi búið við þröngan kost og verkefum fjölgað án þess að fjármagn eða mannafli fylgdi. Hins vegar hafi verkefnum þá verið forgangsraðað og áhersla lögð á það brýnasta hverju sinni. Unnið hefur verið að stafrænni miðlun á safnkostinum og nýr vefur opnaður á næstunni. „Varðandi tillögu um niðurlagningu Borgarskjalasafns, þá hefur vægast sagt verið staðið óvenjulega að því máli öllu. Svo mikil leynd var yfir tillögunni sem var lögð fyrir borgarráð að hvorki borgarskjalavörður né starfsmenn Borgarskjalasafns máttu vita af því að til stæði að leggja safnið niður. Tillöguna átti að afgreiða á einum fundi, án þess að starfsmenn, hagsmunaaðilar eða almenningur fréttu af því fyrir en allt væri um garð gengið,“ segir Svanhildur í grein sinni. Hún segir mörgum þykja að verið sé að byrja á öfugum enda; að ákveða fyrst að leggja safnið niður en kanna svo fýsileika þess að ganga til samninga við ríkið um að sameina það Þjóðskjalasafni. „En skiptir þetta máli? Er ekki bara fínt að skjöl borgarinnar blandist við önnur skjöl Þjóðskjalasafns? Já, safnið skiptir borgarbúa máli. Borgarskjalasafn er ekki bara geymsla, heldur er það í senn þjónustu- og menningarstofnun en um leið stjórnsýslustofnun með ábyrgðarmikið eftirlitshlutverk, ekki síst þegar horft er til réttinda íbúa eða rekjanleika og gagnsæis þegar kemur að stjórnvaldsákvörðunum,“ segir Svanhildur. „Borgarskjalasafn er mikilvægur hluti af þeirri þjónustu sem Reykjavíkurborg veitir stofnunum sínum og Reykvíkingum. Skjalavarsla er lögmætt verkefni sveitarfélaga og héraðsskjalasöfnin tryggja farsæla og hagkvæma framkvæmd hennar. Skjalavarsla borgarstofnana og fyrirtækja er samtvinnuð við rekstur Borgarskjalasafns. Þjóðskjalasafn mun ekki hafa bolmagn til að sinna öllum þessum þjónustuþáttum og eftirliti með tæplega 400 borgarstofnunum nema verulegar greiðslur komi frá borginni til ríkisins.“ Hún segir þjónustuna við borgarbúa ekki munu batna við að leggja safnið niður, né eftirlit með skjalavörslu borgarinnar. Þar að auki yrði Reykjavík eina höfuðborgin í Evrópu án borgarskjalasafns. Reykjavík Söfn Stjórnsýsla Borgarstjórn Lokun Borgarskjalasafns Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein Svanhildar í Morgunblaðinu í morgun. Tillagan verður rædd á fundi borgarstjórnar klukkan 14 í dag og greidd um hana atkvæði. Svanhildur segir rétt að Borgarskjalasafn hafi lengi búið við þröngan kost og verkefum fjölgað án þess að fjármagn eða mannafli fylgdi. Hins vegar hafi verkefnum þá verið forgangsraðað og áhersla lögð á það brýnasta hverju sinni. Unnið hefur verið að stafrænni miðlun á safnkostinum og nýr vefur opnaður á næstunni. „Varðandi tillögu um niðurlagningu Borgarskjalasafns, þá hefur vægast sagt verið staðið óvenjulega að því máli öllu. Svo mikil leynd var yfir tillögunni sem var lögð fyrir borgarráð að hvorki borgarskjalavörður né starfsmenn Borgarskjalasafns máttu vita af því að til stæði að leggja safnið niður. Tillöguna átti að afgreiða á einum fundi, án þess að starfsmenn, hagsmunaaðilar eða almenningur fréttu af því fyrir en allt væri um garð gengið,“ segir Svanhildur í grein sinni. Hún segir mörgum þykja að verið sé að byrja á öfugum enda; að ákveða fyrst að leggja safnið niður en kanna svo fýsileika þess að ganga til samninga við ríkið um að sameina það Þjóðskjalasafni. „En skiptir þetta máli? Er ekki bara fínt að skjöl borgarinnar blandist við önnur skjöl Þjóðskjalasafns? Já, safnið skiptir borgarbúa máli. Borgarskjalasafn er ekki bara geymsla, heldur er það í senn þjónustu- og menningarstofnun en um leið stjórnsýslustofnun með ábyrgðarmikið eftirlitshlutverk, ekki síst þegar horft er til réttinda íbúa eða rekjanleika og gagnsæis þegar kemur að stjórnvaldsákvörðunum,“ segir Svanhildur. „Borgarskjalasafn er mikilvægur hluti af þeirri þjónustu sem Reykjavíkurborg veitir stofnunum sínum og Reykvíkingum. Skjalavarsla er lögmætt verkefni sveitarfélaga og héraðsskjalasöfnin tryggja farsæla og hagkvæma framkvæmd hennar. Skjalavarsla borgarstofnana og fyrirtækja er samtvinnuð við rekstur Borgarskjalasafns. Þjóðskjalasafn mun ekki hafa bolmagn til að sinna öllum þessum þjónustuþáttum og eftirliti með tæplega 400 borgarstofnunum nema verulegar greiðslur komi frá borginni til ríkisins.“ Hún segir þjónustuna við borgarbúa ekki munu batna við að leggja safnið niður, né eftirlit með skjalavörslu borgarinnar. Þar að auki yrði Reykjavík eina höfuðborgin í Evrópu án borgarskjalasafns.
Reykjavík Söfn Stjórnsýsla Borgarstjórn Lokun Borgarskjalasafns Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira