Gaf sitt samþykki eftir einn eða tvo bjóra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2023 09:00 Guðmundur Eggert Stephensen var glaður með uppskeru helgarinnar. Vísir/Arnar Hugmyndin að endurkomu Guðmundar Eggerts Stephensen kom þegar hann fór út að borða með manni sem ætlaði að gera heimildaþætti um magnaðan feril hans. Lokahlutinn af heimildarþáttunum átti að vera endurkoma Guðmundar á Íslandsmótið í borðtennis sem hann vann tuttugu ár í röð frá 1994 til 2013. Guðmundur tók þeirri áskorun, mætti á Íslandsmótið á ný eftir tíu ára fjarveru, og varð Íslandsmeistari um helgina án þess að tapa hrinu. Svava Kristín Grétarsdóttir hitti Guðmund og forvitnaðist um það hvernig stóð á því að hann mætti á ný á Íslandsmótið. Þar kom meðal annars fram að Guðmundur hafði lítið sem ekkert spilað borðtennis þennan áratug. Klippa: Guðmundur Stephensen: Leyniæfingar í desember og líkaminn fór í janúar Rosa tilfinningar „Þetta var eintóm gleði víst að þetta heppnaðist allt en það voru rosa tilfinningar fyrir mig að vera að koma aftur. Það var mikil athygli og allir voru að búast við því að ég ynni. Ef ég myndi tapa þá væri það algjör katastrófa,“ sagði Guðmundur Eggert Stephensen. „Það er verið að búa til þætti um þessa endurkomu og ferilinn. Það var því mikið í hausnum á mér og ég hugsaði: Ég verð að vinna þetta einhvern veginn. Það er ekki einfalt að koma aftur og ætla bara að vinna. Það var rosalega erfitt enda strákarnir góðir en þeir eiga hrós skilið að tapa fyrir mér,“ sagði Guðmundur hlæjandi. Hann setti smá pressu á mig helvískur „Júlli Hafstein er að gera þrjá til fjóra þætti um ferilinn hjá mér, frá því að ég vann fyrst þegar ég var ellefu ára, þegar ég var í atvinnumennskunni úti og þessi endurkoma átti að fylgja með í einum þætti. Hann setti smá pressu á mig helvískur,“ sagði Guðmundur. Guðmundur og Júlíus þekkjast vel enda eru konur þeirra systur. Vísir/Arnar „Við hittumst á einum veitingastað og hann fór að tala um að gera þætti. Það þyrfti að fylgja með því helst, eða að það væri skemmtilegt til að fá smá umfjöllun og fá borðtennisinn aðeins inn. Að það yrði endurkoma. Ég samþykkti það svona eftir einn, tvo bjóra. Þá var það klárt,“ sagði Guðmundur. „Það eru búnar að vera stanslausar æfingar hjá mér síðan. Þetta var um miðjan desember. Ég fór á nokkrar leyniæfingar í TBR í desember og svo byrjaði ég bara 2. janúar á fullu með Magga Hjartar. Við æfðum hérna á hverjum degi og ég er búinn að vera á stanslausum æfingum í tvo mánuði. Þetta hafðist á endanum,“ sagði Guðmundur. Spilaði ekki borðtennis í tíu ár Guðmundur tók sér tíu ára pásu en hefur hann ekkert verið að æfa á þessum áratug? „Ég hef ekkert verið að spila neitt borðtennis. Ég hef kannski komið hingað tvisvar, þrisvar á létta æfingu. Ég spilaði hérna einu sinni við Ingi Darvis (Rodríguez) fyrir svona sex til sjö árum síðan, Þá ætlaði hann að vera Íslandsmeistari og var sextán ára. Ég fór á eina æfingu með honum en ég hef ekkert komið á æfingu síðan,“ sagði Guðmundur. Líkaminn fór gjörsamlega eftir eina viku „Ég var mjög ryðgaður enda fór líkaminn gjörsamlega eftir eina viku. Ég var frá í þrjár vikur. Ég var eiginlega frá allan janúar. Ég fór í bakinu, rassvöðvinn, og það fór bara allt. Ég náði því ekki fullum undirbúningi þessa tvo mánuði,“ sagði Guðmundur. Það má horfa á allt viðtalið við Guðmund hér að ofan neðan. Borðtennis Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjá meira
Lokahlutinn af heimildarþáttunum átti að vera endurkoma Guðmundar á Íslandsmótið í borðtennis sem hann vann tuttugu ár í röð frá 1994 til 2013. Guðmundur tók þeirri áskorun, mætti á Íslandsmótið á ný eftir tíu ára fjarveru, og varð Íslandsmeistari um helgina án þess að tapa hrinu. Svava Kristín Grétarsdóttir hitti Guðmund og forvitnaðist um það hvernig stóð á því að hann mætti á ný á Íslandsmótið. Þar kom meðal annars fram að Guðmundur hafði lítið sem ekkert spilað borðtennis þennan áratug. Klippa: Guðmundur Stephensen: Leyniæfingar í desember og líkaminn fór í janúar Rosa tilfinningar „Þetta var eintóm gleði víst að þetta heppnaðist allt en það voru rosa tilfinningar fyrir mig að vera að koma aftur. Það var mikil athygli og allir voru að búast við því að ég ynni. Ef ég myndi tapa þá væri það algjör katastrófa,“ sagði Guðmundur Eggert Stephensen. „Það er verið að búa til þætti um þessa endurkomu og ferilinn. Það var því mikið í hausnum á mér og ég hugsaði: Ég verð að vinna þetta einhvern veginn. Það er ekki einfalt að koma aftur og ætla bara að vinna. Það var rosalega erfitt enda strákarnir góðir en þeir eiga hrós skilið að tapa fyrir mér,“ sagði Guðmundur hlæjandi. Hann setti smá pressu á mig helvískur „Júlli Hafstein er að gera þrjá til fjóra þætti um ferilinn hjá mér, frá því að ég vann fyrst þegar ég var ellefu ára, þegar ég var í atvinnumennskunni úti og þessi endurkoma átti að fylgja með í einum þætti. Hann setti smá pressu á mig helvískur,“ sagði Guðmundur. Guðmundur og Júlíus þekkjast vel enda eru konur þeirra systur. Vísir/Arnar „Við hittumst á einum veitingastað og hann fór að tala um að gera þætti. Það þyrfti að fylgja með því helst, eða að það væri skemmtilegt til að fá smá umfjöllun og fá borðtennisinn aðeins inn. Að það yrði endurkoma. Ég samþykkti það svona eftir einn, tvo bjóra. Þá var það klárt,“ sagði Guðmundur. „Það eru búnar að vera stanslausar æfingar hjá mér síðan. Þetta var um miðjan desember. Ég fór á nokkrar leyniæfingar í TBR í desember og svo byrjaði ég bara 2. janúar á fullu með Magga Hjartar. Við æfðum hérna á hverjum degi og ég er búinn að vera á stanslausum æfingum í tvo mánuði. Þetta hafðist á endanum,“ sagði Guðmundur. Spilaði ekki borðtennis í tíu ár Guðmundur tók sér tíu ára pásu en hefur hann ekkert verið að æfa á þessum áratug? „Ég hef ekkert verið að spila neitt borðtennis. Ég hef kannski komið hingað tvisvar, þrisvar á létta æfingu. Ég spilaði hérna einu sinni við Ingi Darvis (Rodríguez) fyrir svona sex til sjö árum síðan, Þá ætlaði hann að vera Íslandsmeistari og var sextán ára. Ég fór á eina æfingu með honum en ég hef ekkert komið á æfingu síðan,“ sagði Guðmundur. Líkaminn fór gjörsamlega eftir eina viku „Ég var mjög ryðgaður enda fór líkaminn gjörsamlega eftir eina viku. Ég var frá í þrjár vikur. Ég var eiginlega frá allan janúar. Ég fór í bakinu, rassvöðvinn, og það fór bara allt. Ég náði því ekki fullum undirbúningi þessa tvo mánuði,“ sagði Guðmundur. Það má horfa á allt viðtalið við Guðmund hér að ofan neðan.
Borðtennis Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn