Háskólann vantar milljarð, núna! Rebekka Karlsdóttir skrifar 7. mars 2023 08:00 Þrátt fyrir ítrekuð áköll stúdenta og starfsfólks til yfirvalda um að bregðast við versnandi fjárhagsvanda opinberra háskóla, er ljóst að stjórnvöld hafa trekk í trekk látið háskólastigið sitja á hakanum og þar með brugðist skyldu sinni hvað varðar eina af grunnstoðum íslensks samfélags. Háskóla Íslands, helstu og stærstu menntastofnun landsins, vantar nú milljarð til þess að ná endum saman fyrir komandi ár, auk þess sem enn frekari niðurskurður hefur verið boðaður í fjármálaáætlun stjórnvalda fyrir næsta ár. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur farið af stað með herferð til þess að vekja athygli á undirfjármögnun Háskóla Íslands og áhrifum hennar á skólastarfið, stúdenta og samfélagið allt. Með herferðinni er ætlunin að þrýsta á stjórnvöld að standa við gefin loforð um fjármögnun opinberrar háskólamenntunar í stað þess að leita enn frekar í vasa stúdenta með hækkun skrásetningargjaldsins. Fjársvelti háskóla er pólitísk ákvörðun Sterkir opinberir háskólar skipta sköpum fyrir velmegun samfélagsins; hátt menntunarstig bætir lífskjör, eflir verðmætasköpun og eykur velsæld. Ónóg fjárveiting og áframhaldandi aðgerðarleysi er pólitísk ákvörðun sem stangast á við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að stórauka fjárframlög til háskólastigsins - ef milljarð vantar til þess að tryggja grunnþjónustu háskólans skortir einnig fjárhagslegt svigrúm hvað varðar framþróun og samkeppnishæfni háskólastigsins í alþjóðlegu samhengi. Það er staðreynd að starfsemi íslenskra háskóla hefur beðið hnekki á síðustu árum vegna skorts á fjármagni og þess sífellda niðurskurðar sem fylgt hefur í kjölfarið. Öll svið háskólans munu þurfa að skera niður í kennslu vegna stöðunnar nú og það er ekki í fyrsta skipti sem ráðast þarf í slíkar aðgerðir vegna skorts á fjármagni. Þetta þýðir meðal annars að færri áfangar verða í boði og gæði náms skerðast. Þá hefur skortur á fullnægjandi fjármögnun til að sinna rannsóknum og kennslu haft þau áhrif að skólinn hefur fallið á alþjóðlegum matslistum. Stúdentar splæsa Til þess að brúa bilið sem nú blasir við í fjárhagsáætlun hafa háskólayfirvöld óskað eftir því að skrásetningargjald Háskóla Íslands verði hækkað í 95.000 kr. Það er augljóst að það kostar ekki hundrað þúsund krónur að skrá nemendur í skólann heldur er skrásetningargjaldið ein birtingarmynd undirfjármögun opinberrar háskólamenntunar hér á landi. Það er verið að seilast í vasa stúdenta vegna þess að stjórnvöld sinna ekki skyldum sínum. Það er eðlilegt að gjöld taki mið af verðlagsbreytingum milli ára, en hér lykilatriðið að hluti skrásetningargjaldsins fer í að dekka kostnað sem er alls ótengdur eiginlegri skrásetningu stúdenta. Stúdentaráð dregur í efa að allir þeir kostnaðarliðir sem háskólinn rökstyður gjaldið með standist lög um opinbera háskóla og því haldi ekki vatni að rökstyðja hækkun gjaldsins með vísitöluhækkunum á núverandi kostnaðarliðum. Stúdentar gjalda misbresti stjórnvalda Hækkun þessi yrði verulega íþyngjandi fyrir stúdenta en þó ekki nema dropi í hafið hvað varðar þann gríðarlega fjárskort sem háskólinn stendur frammi fyrir. Stúdentaráð leggst alfarið gegn hvers konar hækkunum á skrásetningargjaldi Háskóla Íslands og krefst þess að stjórnvöld sinni skyldum sínum hvað varðar fjármögnun opinberrar háskólamenntunar. Íslenskir stúdentar borga nú þegar margfalt hærri skrásetningargjöld en þekkist á Norðurlöndum, og enn frekari hækkun mun litlu áorka öðru en takmörkuðu aðgengi að háskólanámi og skerðingu á jafnrétti til náms. Það þarf að ráðast tafarlaust á rót vandans, sem er fjármögnun opinberrar háskólamenntunar hér á landi, eða réttara sagt skortur á henni. Öflugir opinberir háskólar eru lykilstofnanir í nútímasamfélagi og undirstaða hagsældar og velferðar. Stjórnvöldum ber skylda til að standa við gefin loforð og bregðast við fjárskorti háskólanna til að tryggja framþróun íslensks lýðræðissamfélags. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og greinin er hluti af herferð Stúdentaráðs sem hófst í dag - sjá nánar á www.student.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir ítrekuð áköll stúdenta og starfsfólks til yfirvalda um að bregðast við versnandi fjárhagsvanda opinberra háskóla, er ljóst að stjórnvöld hafa trekk í trekk látið háskólastigið sitja á hakanum og þar með brugðist skyldu sinni hvað varðar eina af grunnstoðum íslensks samfélags. Háskóla Íslands, helstu og stærstu menntastofnun landsins, vantar nú milljarð til þess að ná endum saman fyrir komandi ár, auk þess sem enn frekari niðurskurður hefur verið boðaður í fjármálaáætlun stjórnvalda fyrir næsta ár. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur farið af stað með herferð til þess að vekja athygli á undirfjármögnun Háskóla Íslands og áhrifum hennar á skólastarfið, stúdenta og samfélagið allt. Með herferðinni er ætlunin að þrýsta á stjórnvöld að standa við gefin loforð um fjármögnun opinberrar háskólamenntunar í stað þess að leita enn frekar í vasa stúdenta með hækkun skrásetningargjaldsins. Fjársvelti háskóla er pólitísk ákvörðun Sterkir opinberir háskólar skipta sköpum fyrir velmegun samfélagsins; hátt menntunarstig bætir lífskjör, eflir verðmætasköpun og eykur velsæld. Ónóg fjárveiting og áframhaldandi aðgerðarleysi er pólitísk ákvörðun sem stangast á við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að stórauka fjárframlög til háskólastigsins - ef milljarð vantar til þess að tryggja grunnþjónustu háskólans skortir einnig fjárhagslegt svigrúm hvað varðar framþróun og samkeppnishæfni háskólastigsins í alþjóðlegu samhengi. Það er staðreynd að starfsemi íslenskra háskóla hefur beðið hnekki á síðustu árum vegna skorts á fjármagni og þess sífellda niðurskurðar sem fylgt hefur í kjölfarið. Öll svið háskólans munu þurfa að skera niður í kennslu vegna stöðunnar nú og það er ekki í fyrsta skipti sem ráðast þarf í slíkar aðgerðir vegna skorts á fjármagni. Þetta þýðir meðal annars að færri áfangar verða í boði og gæði náms skerðast. Þá hefur skortur á fullnægjandi fjármögnun til að sinna rannsóknum og kennslu haft þau áhrif að skólinn hefur fallið á alþjóðlegum matslistum. Stúdentar splæsa Til þess að brúa bilið sem nú blasir við í fjárhagsáætlun hafa háskólayfirvöld óskað eftir því að skrásetningargjald Háskóla Íslands verði hækkað í 95.000 kr. Það er augljóst að það kostar ekki hundrað þúsund krónur að skrá nemendur í skólann heldur er skrásetningargjaldið ein birtingarmynd undirfjármögun opinberrar háskólamenntunar hér á landi. Það er verið að seilast í vasa stúdenta vegna þess að stjórnvöld sinna ekki skyldum sínum. Það er eðlilegt að gjöld taki mið af verðlagsbreytingum milli ára, en hér lykilatriðið að hluti skrásetningargjaldsins fer í að dekka kostnað sem er alls ótengdur eiginlegri skrásetningu stúdenta. Stúdentaráð dregur í efa að allir þeir kostnaðarliðir sem háskólinn rökstyður gjaldið með standist lög um opinbera háskóla og því haldi ekki vatni að rökstyðja hækkun gjaldsins með vísitöluhækkunum á núverandi kostnaðarliðum. Stúdentar gjalda misbresti stjórnvalda Hækkun þessi yrði verulega íþyngjandi fyrir stúdenta en þó ekki nema dropi í hafið hvað varðar þann gríðarlega fjárskort sem háskólinn stendur frammi fyrir. Stúdentaráð leggst alfarið gegn hvers konar hækkunum á skrásetningargjaldi Háskóla Íslands og krefst þess að stjórnvöld sinni skyldum sínum hvað varðar fjármögnun opinberrar háskólamenntunar. Íslenskir stúdentar borga nú þegar margfalt hærri skrásetningargjöld en þekkist á Norðurlöndum, og enn frekari hækkun mun litlu áorka öðru en takmörkuðu aðgengi að háskólanámi og skerðingu á jafnrétti til náms. Það þarf að ráðast tafarlaust á rót vandans, sem er fjármögnun opinberrar háskólamenntunar hér á landi, eða réttara sagt skortur á henni. Öflugir opinberir háskólar eru lykilstofnanir í nútímasamfélagi og undirstaða hagsældar og velferðar. Stjórnvöldum ber skylda til að standa við gefin loforð og bregðast við fjárskorti háskólanna til að tryggja framþróun íslensks lýðræðissamfélags. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og greinin er hluti af herferð Stúdentaráðs sem hófst í dag - sjá nánar á www.student.is
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun