Evrópusambandsdraugurinn sem fer ekki neitt Natan Kolbeinsson skrifar 7. mars 2023 09:00 Þann 4.mars skrifaði Ingibjörg Isaksen þingkona framsóknar grein hér á Vísi þar sem hún reynir að kveða niður Evrópusambandsdrauginn, eins og hún kallar hann, sem núna hefur skotið aftur upp kollinum á Íslandi. Grein hennar fer um víðan völl allt frá gengissveiflum evrunnar yfir í pælingar um sjálfstæði þjóðar, með stuttu stoppi í vangaveltum um að aðild að ESB og upptaka evru gæti mögulega verið skaðleg fyrir efnahagslífið á Íslandi. Fyrsti punktur Ingibjargar fjallar um þá miklu kosti sem aðild okkar að EES hefur. Það er rétt að EES hefur reynst okkur á Íslandi vel og skipt miklu máli í því að tryggja vöxt Íslands. Samt finnum við fyrir því aftur og aftur að aðild okkar að EES takmarkar áhrif okkar löggjöf sem við innleiðum beint frá ESB. Núna síðast sáum við þetta í bréfi forsætisráðherra til forseta framkvæmdastjórnar ESB þar sem orðið hættuástand er notað til að lýsa mögulegum áhrifum nýrra losunarheimilda sem ESB er að innleiða og við tökum upp í gegnum EES. Þar er skýrt dæmi um það hvernig EES tryggir okkur ekki sæti við borðið þar sem ákvarðanirnar eru teknar. Aðild okkar að ESB myndi einmitt tryggja okkur sæti við borðið þegar lög eru mótuð sem hafa bein áhrif á okkur. Greinarhöfundur segir „Staðreyndin er sú að með inngöngu í Evrópusambandið yrði Ísland að undirgangast löggjöf ESB sem gætu takmarkað sjálfstæði Íslands í ákveðnum málaflokkum.“ Gamla fullyrðingin um sjálfstæðið er undarleg þegar staðreyndin er sú að með aðild að ESB hefðum við meiri lýðræðisleg áhrif á löggjöfina sem við innleiðum en við gerum nú. Með öðrum orðum fengjum við tækifæri til að koma sjónarmiðum okkar á framfæri á vettvangi þar sem á okkur væri hlustað. Í greininni kemur orðið „gæti“fyrir á tveimur stöðum. Þar kemur höfundur með vangaveltur um mögulegar afleiðingar aðildar okkar að ESB. Margt mun gerast við aðild okkar að ESB en vandinn við þetta orð gæti er að við einfaldlega vitum ekki enn hver áhrifin væru nákvæmlega. Við vitum það ekki því síðast þegar vofa Evrópusambandsins sveif yfir Íslandi náði Framsókn með hjálp vina að kveða hana niður án þess að spyrja þing né þjóð. Ef Framsókn hefði leyft aðildarviðræðum að fara sinn eðlilega farveg þá værum við í dag kominn með svör við hvað gæti eða gæti ekki gerst með inngöngu okkar í ESB. Vissulega er það engin töfralausn að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Raunar hef ég aldrei heyrt Evrópusinna halda því fram. En því myndu fylgja ýmsir kostir. Það munu áfram vera gengissveiflur því evran sveiflast eins og allir aðrir gjaldmiðlar en það myndu ekki vera gengissveiflur gagnvart þeim löndum sem við eigum í mestum viðskiptum við, þar myndi ríkja stöðugleiki, og við myndum losna við öfgarnar sem fylgja sveiflum krónunnar. Upptaka evru myndi einnig leggja þá kröfu á íslensk stjórnvöld að sýna meiri ábyrgð í ríkisrekstrinum en þau hafa gert undanfarinn áratug. Það sást um leið og við hófum aðildarviðræður síðast að þá jókst um leið trúverðugleiki íslenskrar efnahagsstjórnar, lánakjör bötnuðu og vextir fóru niður. Ef Framsóknarmenn vilja kveða niður Evrópusambandsdrauginn sem þau óttast svo ættu þau að leyfa okkur að kjósa um það hvort hefja eigi aðildarviðræður að nýju. Evrópusinnar óttast ekki umræðuna enda vitum við að bestu ákvarðanir eru teknar þegar fólk er upplýst en nota ekki orð eins og gæti þegar rætt er um framtíðina. Höfundur er formaður Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Viðreisn Natan Kolbeinsson Utanríkismál Tengdar fréttir Evrópusambandsdraugurinn Nú þegar gefur á bátinn í hagkerfum heimsins og verðbólga hefur farið vaxandi hefur gamall draugur verið dregin út úr skápnum. Aftur er komin í gang sama orðræða og í kjölfarið á hruninu þar sem innganga í Evrópusambandið átti að leysa öll okkar vandamál og er þá litið á evruna sem galdratæki sem bjargað geti öllum okkar vandræðum í eitt skipti fyrir öll. 4. mars 2023 08:31 Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Sjá meira
Þann 4.mars skrifaði Ingibjörg Isaksen þingkona framsóknar grein hér á Vísi þar sem hún reynir að kveða niður Evrópusambandsdrauginn, eins og hún kallar hann, sem núna hefur skotið aftur upp kollinum á Íslandi. Grein hennar fer um víðan völl allt frá gengissveiflum evrunnar yfir í pælingar um sjálfstæði þjóðar, með stuttu stoppi í vangaveltum um að aðild að ESB og upptaka evru gæti mögulega verið skaðleg fyrir efnahagslífið á Íslandi. Fyrsti punktur Ingibjargar fjallar um þá miklu kosti sem aðild okkar að EES hefur. Það er rétt að EES hefur reynst okkur á Íslandi vel og skipt miklu máli í því að tryggja vöxt Íslands. Samt finnum við fyrir því aftur og aftur að aðild okkar að EES takmarkar áhrif okkar löggjöf sem við innleiðum beint frá ESB. Núna síðast sáum við þetta í bréfi forsætisráðherra til forseta framkvæmdastjórnar ESB þar sem orðið hættuástand er notað til að lýsa mögulegum áhrifum nýrra losunarheimilda sem ESB er að innleiða og við tökum upp í gegnum EES. Þar er skýrt dæmi um það hvernig EES tryggir okkur ekki sæti við borðið þar sem ákvarðanirnar eru teknar. Aðild okkar að ESB myndi einmitt tryggja okkur sæti við borðið þegar lög eru mótuð sem hafa bein áhrif á okkur. Greinarhöfundur segir „Staðreyndin er sú að með inngöngu í Evrópusambandið yrði Ísland að undirgangast löggjöf ESB sem gætu takmarkað sjálfstæði Íslands í ákveðnum málaflokkum.“ Gamla fullyrðingin um sjálfstæðið er undarleg þegar staðreyndin er sú að með aðild að ESB hefðum við meiri lýðræðisleg áhrif á löggjöfina sem við innleiðum en við gerum nú. Með öðrum orðum fengjum við tækifæri til að koma sjónarmiðum okkar á framfæri á vettvangi þar sem á okkur væri hlustað. Í greininni kemur orðið „gæti“fyrir á tveimur stöðum. Þar kemur höfundur með vangaveltur um mögulegar afleiðingar aðildar okkar að ESB. Margt mun gerast við aðild okkar að ESB en vandinn við þetta orð gæti er að við einfaldlega vitum ekki enn hver áhrifin væru nákvæmlega. Við vitum það ekki því síðast þegar vofa Evrópusambandsins sveif yfir Íslandi náði Framsókn með hjálp vina að kveða hana niður án þess að spyrja þing né þjóð. Ef Framsókn hefði leyft aðildarviðræðum að fara sinn eðlilega farveg þá værum við í dag kominn með svör við hvað gæti eða gæti ekki gerst með inngöngu okkar í ESB. Vissulega er það engin töfralausn að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Raunar hef ég aldrei heyrt Evrópusinna halda því fram. En því myndu fylgja ýmsir kostir. Það munu áfram vera gengissveiflur því evran sveiflast eins og allir aðrir gjaldmiðlar en það myndu ekki vera gengissveiflur gagnvart þeim löndum sem við eigum í mestum viðskiptum við, þar myndi ríkja stöðugleiki, og við myndum losna við öfgarnar sem fylgja sveiflum krónunnar. Upptaka evru myndi einnig leggja þá kröfu á íslensk stjórnvöld að sýna meiri ábyrgð í ríkisrekstrinum en þau hafa gert undanfarinn áratug. Það sást um leið og við hófum aðildarviðræður síðast að þá jókst um leið trúverðugleiki íslenskrar efnahagsstjórnar, lánakjör bötnuðu og vextir fóru niður. Ef Framsóknarmenn vilja kveða niður Evrópusambandsdrauginn sem þau óttast svo ættu þau að leyfa okkur að kjósa um það hvort hefja eigi aðildarviðræður að nýju. Evrópusinnar óttast ekki umræðuna enda vitum við að bestu ákvarðanir eru teknar þegar fólk er upplýst en nota ekki orð eins og gæti þegar rætt er um framtíðina. Höfundur er formaður Viðreisnar í Reykjavík.
Evrópusambandsdraugurinn Nú þegar gefur á bátinn í hagkerfum heimsins og verðbólga hefur farið vaxandi hefur gamall draugur verið dregin út úr skápnum. Aftur er komin í gang sama orðræða og í kjölfarið á hruninu þar sem innganga í Evrópusambandið átti að leysa öll okkar vandamál og er þá litið á evruna sem galdratæki sem bjargað geti öllum okkar vandræðum í eitt skipti fyrir öll. 4. mars 2023 08:31
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun