„Verðum að sýna fólki að Úkraína lifir“ Sindri Sverrisson skrifar 6. mars 2023 15:30 Yaroslava Mahuchikh og Kateryna Tabashnyk höfðu ástæðu til að gleðjast eftir gull og brons á EM í gær. Getty/Hakan Akgun Hástökkvarinn Yaroslava Mahuchikh færði Úkraínu einu gullverðlaun þjóðarinnar á Evrópumótinu innanhúss í frjálsum íþróttum, í Istanbúl um helgina. Hún tjáði sig um stríðið heima fyrir og mögulega þátttöku Rússa á Ólympíuleikum í viðtali eftir keppni. Hin 21 árs gamla Mahuchikh, sem varð heimsmeistari innanhúss í fyrra, tryggði sér Evrópumeistaratitilinn í gær með 1,98 metra stökki. Hún varð einnig Evrópumeistari utanhúss í fyrra og innanhúss 2021. Úkraína fékk einnig brons í hástökkinu því Kateryna Tabashnyk varð í 3. sæti með 1,94 metra stökki, en hin hollenska Britt Weerman fékk silfur á hollensku meti með 1,96 metra stökki. Ukrainian athletes won two medals at once at the 2023 European Indoor Athletics Championships in Istanbul.Yaroslava Makhuchikh won in the high jump. Kateryna Tabashnyk was the bronze medallist. : @EuroAthletics pic.twitter.com/zjwfyM3KG4— KyivPost (@KyivPost) March 6, 2023 „Það var ánægjulegt fyrir mig að verja titilinn og auðvitað er ég ánægð með að gera það fyrir mína þjóð. Við verðum að sýna fólki að Úkraína lifir,“ sagði Mahuchikh í viðtali við pólsku fréttaveituna PAP eftir keppni. Hún var spurð hvort hún gæti ímyndað sér að keppa gegn Rússum og Hvít-Rússum á Ólympíuleikunum í París 2024, en svaraði að ólympíusamband Úkraínu hefði þegar gefið út að þá myndu Úkraínumenn sniðganga leikana. Hún sagði að gera ætti allt til að koma í veg fyrir að Rússar og Hvít-Rússar yrðu með á leikunum og bætti við að „margt rússneskt íþróttfólk styður stríðið“. Title defended! Yaroslava Mahuchikh reigns again in the high jump in #Istanbul2023! pic.twitter.com/heRktxbock— European Athletics (@EuroAthletics) March 5, 2023 Mahuchikh náði að fara í heimabæ sinn Dnipro í tvær vikur í vetur og sagði það hafa hjálpað andlegri heilsu sinni enda væri „heima alltaf heima“. Hún þyrfti hins vegar að dvelja annars staðar til að geta náð fram sínu besta í æfingum og keppni, en væri í stöðugu sambandi við systur sína, föður og aðra fjölskyldumeðlimi í Dnipro. Hún óskar þess að stríðinu ljúki. „Ég vil flytja aftur heim í landið mitt. Ég vil stunda æfingar í landinu mínu og njóta lífsins,“ sagði Mahuchikh og kvaðst afar þakklát þeim þjóðum sem hjálpað hefðu Úkraínu í stríðinu sem nú hefur staðið yfir í meira en eitt ár. Frjálsar íþróttir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Annar sannfærandi sigur hjá Íslandi á u-18 EuroBasket Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Zubimendi skrifar undir hjá Arsenal EM í dag: Allt eða ekkert Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Sjá meira
Hin 21 árs gamla Mahuchikh, sem varð heimsmeistari innanhúss í fyrra, tryggði sér Evrópumeistaratitilinn í gær með 1,98 metra stökki. Hún varð einnig Evrópumeistari utanhúss í fyrra og innanhúss 2021. Úkraína fékk einnig brons í hástökkinu því Kateryna Tabashnyk varð í 3. sæti með 1,94 metra stökki, en hin hollenska Britt Weerman fékk silfur á hollensku meti með 1,96 metra stökki. Ukrainian athletes won two medals at once at the 2023 European Indoor Athletics Championships in Istanbul.Yaroslava Makhuchikh won in the high jump. Kateryna Tabashnyk was the bronze medallist. : @EuroAthletics pic.twitter.com/zjwfyM3KG4— KyivPost (@KyivPost) March 6, 2023 „Það var ánægjulegt fyrir mig að verja titilinn og auðvitað er ég ánægð með að gera það fyrir mína þjóð. Við verðum að sýna fólki að Úkraína lifir,“ sagði Mahuchikh í viðtali við pólsku fréttaveituna PAP eftir keppni. Hún var spurð hvort hún gæti ímyndað sér að keppa gegn Rússum og Hvít-Rússum á Ólympíuleikunum í París 2024, en svaraði að ólympíusamband Úkraínu hefði þegar gefið út að þá myndu Úkraínumenn sniðganga leikana. Hún sagði að gera ætti allt til að koma í veg fyrir að Rússar og Hvít-Rússar yrðu með á leikunum og bætti við að „margt rússneskt íþróttfólk styður stríðið“. Title defended! Yaroslava Mahuchikh reigns again in the high jump in #Istanbul2023! pic.twitter.com/heRktxbock— European Athletics (@EuroAthletics) March 5, 2023 Mahuchikh náði að fara í heimabæ sinn Dnipro í tvær vikur í vetur og sagði það hafa hjálpað andlegri heilsu sinni enda væri „heima alltaf heima“. Hún þyrfti hins vegar að dvelja annars staðar til að geta náð fram sínu besta í æfingum og keppni, en væri í stöðugu sambandi við systur sína, föður og aðra fjölskyldumeðlimi í Dnipro. Hún óskar þess að stríðinu ljúki. „Ég vil flytja aftur heim í landið mitt. Ég vil stunda æfingar í landinu mínu og njóta lífsins,“ sagði Mahuchikh og kvaðst afar þakklát þeim þjóðum sem hjálpað hefðu Úkraínu í stríðinu sem nú hefur staðið yfir í meira en eitt ár.
Frjálsar íþróttir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Annar sannfærandi sigur hjá Íslandi á u-18 EuroBasket Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Zubimendi skrifar undir hjá Arsenal EM í dag: Allt eða ekkert Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Sjá meira