Bónorðið draumi líkast: „Ég veit ekki hvað ég gerði til að eiga hann skilið“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 6. mars 2023 13:19 Helgi Ómarsson og Pétur Björgvin Sveinsson eru trúlofaðir. Instagram Ljósmyndarinn, hlaðvarpsstjórnandinn og lífskúnstnerinn Helgi Ómarsson er trúlofaður ástinni sinni, Pétri Björgvin Sveinssyni. Pétur skellti sér á skeljarnar á föstudaginn og brosið hefur verið fast á andliti Helga síðan. Helgi sagði frá bónorðinu í Brennslunni í morgun. Hann og Pétur hafa verið saman í minna en ár en Helgi segist þó hafa verið farinn að bíða eftir bónorðinu. Á föstudaginn, á þeirri fallegu dagsetningu 03.03.23, ákvað parið að skella sér saman í göngutúr. Helgi hafði verið að vinna mikið og því hljómaði slík gæðastund með Pétri og hundinum Nóel afar vel. Þeir fóru í Paradísardal sem er griðastaður Helga. „Svo var ógeðslega mikið af fólki og Pétur spyr hvort við ættum ekki bara að rölta eitthvert annað. Ég kom með svona þrjá eða fjóra trúlofunarbrandara um að ég væri að múta honum en ekki í eina sekúndu grunaði mig þetta,“ segir Helgi. Helgi hafði gert Pétri það ljóst að fallegar dagsetningar skiptu hann miklu máli. Einhvern tímann hafði hann slegið því upp í gríni að þeir myndu giftast þann 03.03.. „Hann er svo sætur. Hann spyr: „Við ætluðum að giftast í dag er það ekki?“... Svo segir hann: „Ég get kannski ekki gifst þér í dag EN,“ svo fór hann á niður á skeljarnar og bað mig um að giftast sér,“ segir Helgi. View this post on Instagram A post shared by Helgi Omarsson (@helgiomarsson) Gæti farið til sýslumanns og gift sig á morgun „Við erum báðir svona frekar léttir á því, þannig að ég beið alveg eftir einhverju svona „nei djók“, alveg þangað til ég sá boxið. Vitið þið ekki þegar maður hugsar svona sautján hugsanir á einni sekúndu. Ég fékk þannig,“ segir Helgi sem svífur enn á bleiku skýi. Helgi og Pétur eru ekki enn farnir að plana brúðkaupið. Helgi horfir þó mikið til skandinavískra brúðkaupa og dreymir um látlaust sveitabrúðkaup. „Ég gæti farið til sýslumanns á morgun en mig langar að fagna þessu. Það kæmi mér ekkert á óvart ef við myndum gera þetta sumarið 2024.“ Helgi er einn vinsælasti ljósmyndari landsins og stýrir hlaðvarpinu Helgaspjallið. Pétur starfar sem markaðssérfræðingur hjá KoiKoi, ásamt því að vera í meistaranámi. Þeir höfðu verið vinir í fimmtán ár þegar neistinn kviknaði þeirra á milli á síðasta ári. Skrifað í stjörnurnar „Það er eins og alheimurinn hafi haldið á tveimur Barbie körlum og látið þetta gerast. Þetta var bara skrifað í stjörnurnar. Ég er svo hamingjusamur og þakklátur,“ sagði Helgi í samtali við Vísi í haust. Þrátt fyrir að þeir séu nú trúlofaðir segist Helgi líka ætla að biðja Péturs einn daginn. „Ég ætla að fara á hnén einhvers staðar líka, bara svo hann upplifi þetta líka. En í alvöru þetta er besti gaur í heiminum, fjandinn hafi það. Ég veit ekki hvað ég gerði til að eiga hann skilið.“ Pétur tekur í sama steng, því í hjartnæmri Instagram færslu segir hann Helga algjörlega hafa umturnað lífi sínu. Hann sé fallegasta og besta sál sem til er. Hér að neðan má hlusta á Brennsluna frá því í morgun. Frásögn Helga hefst á mínútu 49:30. Ástin og lífið Tímamót Tengdar fréttir Helgi Ómars kominn á fast: „Þetta var bara skrifað í stjörnurnar“ Ljósmyndarinn, hlaðvarpsstjórnandinn og lífskúnstnerinn Helgi Ómarsson er kominn á fast. Sá heppni heitir Pétur Björgvin Sveinsson. Í samtali við Vísi segist Helgi aldrei hafa verið hamingjusamari en nú. 15. nóvember 2022 14:41 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Helgi sagði frá bónorðinu í Brennslunni í morgun. Hann og Pétur hafa verið saman í minna en ár en Helgi segist þó hafa verið farinn að bíða eftir bónorðinu. Á föstudaginn, á þeirri fallegu dagsetningu 03.03.23, ákvað parið að skella sér saman í göngutúr. Helgi hafði verið að vinna mikið og því hljómaði slík gæðastund með Pétri og hundinum Nóel afar vel. Þeir fóru í Paradísardal sem er griðastaður Helga. „Svo var ógeðslega mikið af fólki og Pétur spyr hvort við ættum ekki bara að rölta eitthvert annað. Ég kom með svona þrjá eða fjóra trúlofunarbrandara um að ég væri að múta honum en ekki í eina sekúndu grunaði mig þetta,“ segir Helgi. Helgi hafði gert Pétri það ljóst að fallegar dagsetningar skiptu hann miklu máli. Einhvern tímann hafði hann slegið því upp í gríni að þeir myndu giftast þann 03.03.. „Hann er svo sætur. Hann spyr: „Við ætluðum að giftast í dag er það ekki?“... Svo segir hann: „Ég get kannski ekki gifst þér í dag EN,“ svo fór hann á niður á skeljarnar og bað mig um að giftast sér,“ segir Helgi. View this post on Instagram A post shared by Helgi Omarsson (@helgiomarsson) Gæti farið til sýslumanns og gift sig á morgun „Við erum báðir svona frekar léttir á því, þannig að ég beið alveg eftir einhverju svona „nei djók“, alveg þangað til ég sá boxið. Vitið þið ekki þegar maður hugsar svona sautján hugsanir á einni sekúndu. Ég fékk þannig,“ segir Helgi sem svífur enn á bleiku skýi. Helgi og Pétur eru ekki enn farnir að plana brúðkaupið. Helgi horfir þó mikið til skandinavískra brúðkaupa og dreymir um látlaust sveitabrúðkaup. „Ég gæti farið til sýslumanns á morgun en mig langar að fagna þessu. Það kæmi mér ekkert á óvart ef við myndum gera þetta sumarið 2024.“ Helgi er einn vinsælasti ljósmyndari landsins og stýrir hlaðvarpinu Helgaspjallið. Pétur starfar sem markaðssérfræðingur hjá KoiKoi, ásamt því að vera í meistaranámi. Þeir höfðu verið vinir í fimmtán ár þegar neistinn kviknaði þeirra á milli á síðasta ári. Skrifað í stjörnurnar „Það er eins og alheimurinn hafi haldið á tveimur Barbie körlum og látið þetta gerast. Þetta var bara skrifað í stjörnurnar. Ég er svo hamingjusamur og þakklátur,“ sagði Helgi í samtali við Vísi í haust. Þrátt fyrir að þeir séu nú trúlofaðir segist Helgi líka ætla að biðja Péturs einn daginn. „Ég ætla að fara á hnén einhvers staðar líka, bara svo hann upplifi þetta líka. En í alvöru þetta er besti gaur í heiminum, fjandinn hafi það. Ég veit ekki hvað ég gerði til að eiga hann skilið.“ Pétur tekur í sama steng, því í hjartnæmri Instagram færslu segir hann Helga algjörlega hafa umturnað lífi sínu. Hann sé fallegasta og besta sál sem til er. Hér að neðan má hlusta á Brennsluna frá því í morgun. Frásögn Helga hefst á mínútu 49:30.
Ástin og lífið Tímamót Tengdar fréttir Helgi Ómars kominn á fast: „Þetta var bara skrifað í stjörnurnar“ Ljósmyndarinn, hlaðvarpsstjórnandinn og lífskúnstnerinn Helgi Ómarsson er kominn á fast. Sá heppni heitir Pétur Björgvin Sveinsson. Í samtali við Vísi segist Helgi aldrei hafa verið hamingjusamari en nú. 15. nóvember 2022 14:41 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Helgi Ómars kominn á fast: „Þetta var bara skrifað í stjörnurnar“ Ljósmyndarinn, hlaðvarpsstjórnandinn og lífskúnstnerinn Helgi Ómarsson er kominn á fast. Sá heppni heitir Pétur Björgvin Sveinsson. Í samtali við Vísi segist Helgi aldrei hafa verið hamingjusamari en nú. 15. nóvember 2022 14:41