Maus, Bríet og Laddi mæta á Bræðsluna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. mars 2023 11:12 Bríet treður upp og mun væntanlega flytja alla sína helstu slagara. vísiR/Daníel Þór Tilkynnt hefur verið um listamenn sem troða upp á Bræðslunni á Borgarfirði eystra laugardaginn 29. júlí í sumar. Maus, Bríet og Laddi eru á meðal þeirra sem koma fram. Bræðslan fer fram í 18. skipti í sumar, í gamalli síldarbræðslu sem Borgfirðingar breyta í tónleikahöll eitt kvöld ár hvert. Í ár kom fram Maus, Bríet, Laddi, Karlotta, Una Torfa, Jói Pé og Króli auk Jóns Arngríms og Valla Skúla. Miðasala hefst föstudaginn 10. mars en sem fyrr eru um 900 miðar í boði. „Ungt tónlistarfólk fær tækifæri á Bræðslunni ár hvert og í þetta skiptið er það ung og efnileg söngkona, Karlotta sem mun opna hátíðina. Úr yngri deildinni koma líka snillingarnir Jói P. & Króli og hin frábæra Bríet mun snúa aftur í Bræðsluna þar sem hún átti eftirminnilega frammistöðu fyrir fáeinum árum,“ segir í tilkynningu. „Önnur frábær söngkona sem hefur heldur betur slegið í gegn á undanförnum mánuðum er Una Torfa og hún mun stíga á Bræðslusviðið í sumar eftir að hafa tekið þátt í föstudagsforleik Bræðslunnar í fyrra. Hin goðsagnakennda rokksveit Maus mun síðan snúa aftur eftir langt hlé en sveitin mun halda upp á 30 ára afmæli sitt í Bræðslunni.“ Þá sé ekki allt talið. „Fulltrúar heimamanna sem munu sjá um að Bræðslugestir fái að heyra borgfirsk ættjarðarlög eru þeir Jón Arngrímsson og Valgeir Skúlason sem hafa samið og flutt tónlist fyrir Austfirðinga um áratugaskeið. Og síðastan, en alls ekki sístann kynnum við Ladda sem mun flytja öll sín bestu lög ásamt hljómsveit á Bræðslunni í sumar. Sannarlega fjölbreytt dagskrá.“ Í tilkynningu segir að Borgarfjörður eystra hafi eflst gríðarlega sem áfangastaður fyrir ferðafólk á síðustu árum og gestir Bræðslunnar hvattir til að kanna hvað sé í boði á vefnum borgarfjordureystri.is. „Þar má fræðast um framboð gistingar, veitingastaða og afþreyingar, en göngusvæðið í kringum Borgarfjörð er einstakt og upplagt að tengja ferðalag þangað við heimsókn í Bræðsluna. Önnur dagskrá í firðinum í sumar og þá sérstaklega í aðdraganda Bræðslu verður svo kynnt sérstaklega þegar nær dregur, en miðasala á þá viðburði fer fram síðar.“ Bræðslan Múlaþing Tónlist Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira
Bræðslan fer fram í 18. skipti í sumar, í gamalli síldarbræðslu sem Borgfirðingar breyta í tónleikahöll eitt kvöld ár hvert. Í ár kom fram Maus, Bríet, Laddi, Karlotta, Una Torfa, Jói Pé og Króli auk Jóns Arngríms og Valla Skúla. Miðasala hefst föstudaginn 10. mars en sem fyrr eru um 900 miðar í boði. „Ungt tónlistarfólk fær tækifæri á Bræðslunni ár hvert og í þetta skiptið er það ung og efnileg söngkona, Karlotta sem mun opna hátíðina. Úr yngri deildinni koma líka snillingarnir Jói P. & Króli og hin frábæra Bríet mun snúa aftur í Bræðsluna þar sem hún átti eftirminnilega frammistöðu fyrir fáeinum árum,“ segir í tilkynningu. „Önnur frábær söngkona sem hefur heldur betur slegið í gegn á undanförnum mánuðum er Una Torfa og hún mun stíga á Bræðslusviðið í sumar eftir að hafa tekið þátt í föstudagsforleik Bræðslunnar í fyrra. Hin goðsagnakennda rokksveit Maus mun síðan snúa aftur eftir langt hlé en sveitin mun halda upp á 30 ára afmæli sitt í Bræðslunni.“ Þá sé ekki allt talið. „Fulltrúar heimamanna sem munu sjá um að Bræðslugestir fái að heyra borgfirsk ættjarðarlög eru þeir Jón Arngrímsson og Valgeir Skúlason sem hafa samið og flutt tónlist fyrir Austfirðinga um áratugaskeið. Og síðastan, en alls ekki sístann kynnum við Ladda sem mun flytja öll sín bestu lög ásamt hljómsveit á Bræðslunni í sumar. Sannarlega fjölbreytt dagskrá.“ Í tilkynningu segir að Borgarfjörður eystra hafi eflst gríðarlega sem áfangastaður fyrir ferðafólk á síðustu árum og gestir Bræðslunnar hvattir til að kanna hvað sé í boði á vefnum borgarfjordureystri.is. „Þar má fræðast um framboð gistingar, veitingastaða og afþreyingar, en göngusvæðið í kringum Borgarfjörð er einstakt og upplagt að tengja ferðalag þangað við heimsókn í Bræðsluna. Önnur dagskrá í firðinum í sumar og þá sérstaklega í aðdraganda Bræðslu verður svo kynnt sérstaklega þegar nær dregur, en miðasala á þá viðburði fer fram síðar.“
Bræðslan Múlaþing Tónlist Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira