Staðbundin nýsköpun í alþjóðlegum heimi Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar 6. mars 2023 11:01 Í Breiðholti hefur nú í 9 ár verið starfrækt nýsköpunarmiðstöð sem gengur undir heitinu Fab Lab Reykjavík en hún var opnuð 4. janúar 2014. Markmiðið hefur frá upphafi verið að stuðla að auknum áhuga á tækni, styðja nemendur og skóla við að þróa þekkingu sína á aðferðum nýsköpunar og auðvelda fólki að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Daglega sækja þangað nemendur og kennarar á öllum aldri, frumkvöðlar og íbúar til að smíða hugmyndir sínar. Fab Lab Reykjavík er leikvöllur hugmyndanna þar sem sköpunarkraftur tengir fólk saman, í smiðjunni má sjá sköpun í allri sinni breidd, allt frá heimasmíðuðum afmælisgjöfum og upp í rafmagnssportbíla. Mikil samvinna er við menntastofnanir á öllum skólastigum og hafa kennarar fengið þjálfun í gegnum Fab-Academy. Staðsetning Fab Lab í stærsta framhaldsskóla landsins, Fjölbraut í Breiðholti, undirstrikar þessi tengsl. Grunnskólar hafa nýtt sér starfsemina mikið og hefur skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar gert nemendum kleift að nýta þekkingu og aðstöðu fyrir kraftmikið nýsköpunarnám þeirra. Sömuleiðis hefur velferðasvið Reykjavíkurborgar gert fjölda aðila kleift að nýta þessi tækifæri. Almenningur hefur einnig nýtt sér þetta vel. Staðsetning Fab Lab smiðjunnar í nærumhverfi kröftugs fjölmenningarsamfélags tengir saman hið staðbundna og alþjóðlega og virkar sem gluggi út í Heim. Nú má sjá árangur þessa breiða stuðnings við hugmyndir á fyrstu stigum þar sem mikilvægar umhverfislausnir eru að klekjast út. Dæmi eru: Sidewind sem nýtir hliðarvind til að framleiða græna orku fyrir gámaskip sem lið í orkuskiptum, sjálfvirk gróðurhús Surova sem framleiða vistvænna grænmeti en áður hefur sést og MbioBox sem eru að þróa efni sem hefur eiginleika frauðplasts en er framleitt úr sveppum, Lupine project, BioReactor frá Atmonia og svo mætti lengi telja. Þessar hugmyndir, auk þeirra mörg hundruð hugmynda sem hafa verið prófaðar af námsmönnum, grúskurum og kennurum, hafa samhljóm með þeim áskorunum sem mannfólkið stendur frammi fyrir. Þær stuðla allar að sjálfbærari framtíð. Ferlið frá því að fólk fær hugmynd heima í eldhúsi og þar til að frumgerð fæðist, getur verið langt og þarfnast stuðnings. Þannig stuðning veitir Fab Lab í Reykjavík með frábæru starfsfólki, tækjum og umhverfi af bestu gerð. Fab Lab er samstarfsverkefni ráðuneyta menntunar og nýsköpunar, Fjölbrautaskólans í Breiðholti og Reykjavíkurborgar. Starfið tengist vel stefnumörkun þessarra aðila um nýsköpun, þróun í námi og áætlunum um sjálfbæra þróun. Sem flaggskip hefur Fab Lab Reykjavík verið mikilvægur aðili inn í alþjóðlegt samhengi slíkra nýsköpunarmiðstöðva og sinnir af miklum krafti alþjóðlegri miðlun þekkingar og þróunar. Finna má Fab Löb víða um landið og mynda þau þétt samstarfsnet hér innanlands. Líkja má þessum miðstöðvum við fæðingarheimili nýsköpunarhugmynda sem munu í sífellt auknum mæli renna frekari stoðum undir samfélag okkar með afurðum sínum sem nýtast öllum heiminum. Fyrir frekari upplýsingar er vísað í nýútkomna ársskýrslu Fab Lab Reykjavík. Höfundur er framkvæmdastjóri Suðurmiðstöðvar Reykjavíkurborgar. Fulltrúi Reykajavíkurborgar í stjórn Fab Lab í Reykjavík https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-03-24-vindmyllur-sem-geta-framleitt-5-30-af-orkuthorf-skipa https://www.vb.is/frettir/hljota-14-milljarda-styrk-fra-esb/ https://www.ruv.is/utvarp/dagskra/ras1/2023-01-13/5217422 https://www.surova.tech/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Nýsköpun Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Í Breiðholti hefur nú í 9 ár verið starfrækt nýsköpunarmiðstöð sem gengur undir heitinu Fab Lab Reykjavík en hún var opnuð 4. janúar 2014. Markmiðið hefur frá upphafi verið að stuðla að auknum áhuga á tækni, styðja nemendur og skóla við að þróa þekkingu sína á aðferðum nýsköpunar og auðvelda fólki að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Daglega sækja þangað nemendur og kennarar á öllum aldri, frumkvöðlar og íbúar til að smíða hugmyndir sínar. Fab Lab Reykjavík er leikvöllur hugmyndanna þar sem sköpunarkraftur tengir fólk saman, í smiðjunni má sjá sköpun í allri sinni breidd, allt frá heimasmíðuðum afmælisgjöfum og upp í rafmagnssportbíla. Mikil samvinna er við menntastofnanir á öllum skólastigum og hafa kennarar fengið þjálfun í gegnum Fab-Academy. Staðsetning Fab Lab í stærsta framhaldsskóla landsins, Fjölbraut í Breiðholti, undirstrikar þessi tengsl. Grunnskólar hafa nýtt sér starfsemina mikið og hefur skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar gert nemendum kleift að nýta þekkingu og aðstöðu fyrir kraftmikið nýsköpunarnám þeirra. Sömuleiðis hefur velferðasvið Reykjavíkurborgar gert fjölda aðila kleift að nýta þessi tækifæri. Almenningur hefur einnig nýtt sér þetta vel. Staðsetning Fab Lab smiðjunnar í nærumhverfi kröftugs fjölmenningarsamfélags tengir saman hið staðbundna og alþjóðlega og virkar sem gluggi út í Heim. Nú má sjá árangur þessa breiða stuðnings við hugmyndir á fyrstu stigum þar sem mikilvægar umhverfislausnir eru að klekjast út. Dæmi eru: Sidewind sem nýtir hliðarvind til að framleiða græna orku fyrir gámaskip sem lið í orkuskiptum, sjálfvirk gróðurhús Surova sem framleiða vistvænna grænmeti en áður hefur sést og MbioBox sem eru að þróa efni sem hefur eiginleika frauðplasts en er framleitt úr sveppum, Lupine project, BioReactor frá Atmonia og svo mætti lengi telja. Þessar hugmyndir, auk þeirra mörg hundruð hugmynda sem hafa verið prófaðar af námsmönnum, grúskurum og kennurum, hafa samhljóm með þeim áskorunum sem mannfólkið stendur frammi fyrir. Þær stuðla allar að sjálfbærari framtíð. Ferlið frá því að fólk fær hugmynd heima í eldhúsi og þar til að frumgerð fæðist, getur verið langt og þarfnast stuðnings. Þannig stuðning veitir Fab Lab í Reykjavík með frábæru starfsfólki, tækjum og umhverfi af bestu gerð. Fab Lab er samstarfsverkefni ráðuneyta menntunar og nýsköpunar, Fjölbrautaskólans í Breiðholti og Reykjavíkurborgar. Starfið tengist vel stefnumörkun þessarra aðila um nýsköpun, þróun í námi og áætlunum um sjálfbæra þróun. Sem flaggskip hefur Fab Lab Reykjavík verið mikilvægur aðili inn í alþjóðlegt samhengi slíkra nýsköpunarmiðstöðva og sinnir af miklum krafti alþjóðlegri miðlun þekkingar og þróunar. Finna má Fab Löb víða um landið og mynda þau þétt samstarfsnet hér innanlands. Líkja má þessum miðstöðvum við fæðingarheimili nýsköpunarhugmynda sem munu í sífellt auknum mæli renna frekari stoðum undir samfélag okkar með afurðum sínum sem nýtast öllum heiminum. Fyrir frekari upplýsingar er vísað í nýútkomna ársskýrslu Fab Lab Reykjavík. Höfundur er framkvæmdastjóri Suðurmiðstöðvar Reykjavíkurborgar. Fulltrúi Reykajavíkurborgar í stjórn Fab Lab í Reykjavík https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-03-24-vindmyllur-sem-geta-framleitt-5-30-af-orkuthorf-skipa https://www.vb.is/frettir/hljota-14-milljarda-styrk-fra-esb/ https://www.ruv.is/utvarp/dagskra/ras1/2023-01-13/5217422 https://www.surova.tech/
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun