„Þetta var algjörlega til fyrirmyndar, hugarfar og hvernig menn nálguðust verkefnið“ Siggeir Ævarsson skrifar 5. mars 2023 22:07 Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur tók nokkur góð samtöl við dómarana í kvöld, þó ekki við Bjarka Þór enda dæmdi hann ekki leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Það mátti sjá á Jóhanni Þór Ólafssyni, þjálfara Grindavíkur, að það var þungu fargi af honum létt eftir sigur hans manna á Stjörnunni í kvöld. Grindvíkingar unnu að lokum nokkuð öruggan sigur, lokatölur 99-88, sem þýðir að heimamenn færast aðeins fjær hinni þéttu fallbaráttu í Subway-deild karla. Jóhann viðurkenndi fúslega að sigurinn hefði verið sætur. „Hann var mjög kærkominn. Eins og við töluðum um fyrir leik þá erum við búnir að vera að strögla mikið og okkur var farið að þyrsta í sigur. Þannig að þetta var mjög kærkomið.“ Það fór ekkert á milli mála að Grindvíkinga þyrsti í þennan sigur, og ákefðin í þeirra leik og hugarfarið var til fyrirmyndar allar 40 mínútur leiksins. „Þetta er það sem hefur vantað upp á í síðustu leikjum. Þessi litlu smáatriði sem skipta rosalega miklu máli, sérstaklega fyrir okkar lið. Það var til fyrirmyndar í dag og ég er bara mjög sáttur.“ „Það komu kaflar þarna í fyrri hálfleik og við vissum alltaf að þeir myndu setja einhver skot eftir að við komumst þarna á skrið í þriðja. En eins og þú segir, við vorum bara „kassinn út“ og settum fókusinn á næstu sókn. Þetta var algjörlega til fyrirmyndar, hugarfar og hvernig menn nálguðust verkefnið.“ Gkay Skordilis var drjúgur fyrir Grindvíkinga í kvöld, skoraði 23 stig og virtist varla geta klikkað úr skoti í byrjun leiks. Jóhann tók undir að hann hefði átt skínandi leik í kvöld. „Ég held ég geti bara verið sammála því. Hann var að fá boltann á réttum stöðum, sérstaklega í upphafi leiks og kom okkur af stað í þessu. Það náttúrulega þrengir teiginn og opnar fyrir hina úti og þegar við fáum þetta jafnvægi á leikinn inni og fyrir utan þá er þetta að lúkka mjög vel.“ Með þessum sigri þá má segja að framhaldið sé í höndum Grindvíkinga sjálfra, en þeir eiga mjög mikilvægan leik í næstu umferð gegn Hetti, sem eru einum sigri á eftir Grindavík eftir úrslit kvöldsins. „Algjörlega. Það eru risaleikir framundan hjá okkur þessir fjórir sem eftir eru og munu skera úr um það hvernig þetta endar hjá okkur.“ Það vakti athygli blaðamanns að framan af leik var töluvert meira dæmt á Grindvíkinga en Stjörnumenn, en munurinn var tvöfaldur þegar mest var. Eftir leik varði Jóhann drjúgum tíma á spjalli við Davíð Tómas Tómasson dómara. Var Jóhann eitthvað að reyna að leggja honum línurnar? „Alls ekki. Hann er mikið betri í þessu en ég. Við vorum bara að spjalla um daginn og veginn, þetta var ekkert alvarlegt. Hvort ég var sáttur eða ekki sáttur, stór hluti af okkar leik er að einbeita okkur að því sem við stjórnum.“ „Það eru hlutir sem við getum ekki stjórnað og við getum ekki haft nein áhrif á dómarana. Mér fannst við gera mjög vel í því í kvöld og það hefur vantað upp á í því í síðustu leikjum. Þar ég meðsekur og við allir. Það þýðir ekkert að vera að hengja sig á dómgæsluna. Það er nóg að einbeita sér að annað. Það hefur ekkert upp á sig að reyna að hafa áhrif á þessa þrjá sem blása í flautuna.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Stjarnan Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira
„Hann var mjög kærkominn. Eins og við töluðum um fyrir leik þá erum við búnir að vera að strögla mikið og okkur var farið að þyrsta í sigur. Þannig að þetta var mjög kærkomið.“ Það fór ekkert á milli mála að Grindvíkinga þyrsti í þennan sigur, og ákefðin í þeirra leik og hugarfarið var til fyrirmyndar allar 40 mínútur leiksins. „Þetta er það sem hefur vantað upp á í síðustu leikjum. Þessi litlu smáatriði sem skipta rosalega miklu máli, sérstaklega fyrir okkar lið. Það var til fyrirmyndar í dag og ég er bara mjög sáttur.“ „Það komu kaflar þarna í fyrri hálfleik og við vissum alltaf að þeir myndu setja einhver skot eftir að við komumst þarna á skrið í þriðja. En eins og þú segir, við vorum bara „kassinn út“ og settum fókusinn á næstu sókn. Þetta var algjörlega til fyrirmyndar, hugarfar og hvernig menn nálguðust verkefnið.“ Gkay Skordilis var drjúgur fyrir Grindvíkinga í kvöld, skoraði 23 stig og virtist varla geta klikkað úr skoti í byrjun leiks. Jóhann tók undir að hann hefði átt skínandi leik í kvöld. „Ég held ég geti bara verið sammála því. Hann var að fá boltann á réttum stöðum, sérstaklega í upphafi leiks og kom okkur af stað í þessu. Það náttúrulega þrengir teiginn og opnar fyrir hina úti og þegar við fáum þetta jafnvægi á leikinn inni og fyrir utan þá er þetta að lúkka mjög vel.“ Með þessum sigri þá má segja að framhaldið sé í höndum Grindvíkinga sjálfra, en þeir eiga mjög mikilvægan leik í næstu umferð gegn Hetti, sem eru einum sigri á eftir Grindavík eftir úrslit kvöldsins. „Algjörlega. Það eru risaleikir framundan hjá okkur þessir fjórir sem eftir eru og munu skera úr um það hvernig þetta endar hjá okkur.“ Það vakti athygli blaðamanns að framan af leik var töluvert meira dæmt á Grindvíkinga en Stjörnumenn, en munurinn var tvöfaldur þegar mest var. Eftir leik varði Jóhann drjúgum tíma á spjalli við Davíð Tómas Tómasson dómara. Var Jóhann eitthvað að reyna að leggja honum línurnar? „Alls ekki. Hann er mikið betri í þessu en ég. Við vorum bara að spjalla um daginn og veginn, þetta var ekkert alvarlegt. Hvort ég var sáttur eða ekki sáttur, stór hluti af okkar leik er að einbeita okkur að því sem við stjórnum.“ „Það eru hlutir sem við getum ekki stjórnað og við getum ekki haft nein áhrif á dómarana. Mér fannst við gera mjög vel í því í kvöld og það hefur vantað upp á í því í síðustu leikjum. Þar ég meðsekur og við allir. Það þýðir ekkert að vera að hengja sig á dómgæsluna. Það er nóg að einbeita sér að annað. Það hefur ekkert upp á sig að reyna að hafa áhrif á þessa þrjá sem blása í flautuna.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Stjarnan Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira