Strategían að flytja í miðju Covid heppnaðist Árni Sæberg skrifar 5. mars 2023 18:55 Fjölskyldan unir sér vel í New Haven. Stöð 2 „Maður getur auðvitað bara hannað lífið, eins og maður vill hafa það,“ segir Einar Sævarsson frumkvöðull og einn af stofnendum midi.is sem flutti ásamt eiginkonu sinni Ólöfu Viktorsdóttur svæfingarlækni og sonum til New Haven í Bandaríkjunum í miðjum heimsfaraldri. „Alltaf þegar maður fer í gegnum svona umskipti, þá eru ný tækifæri til að setja nýja rútínu og við sögðum: Eitt af því sem við ætlum að gera í Bandaríkjunum er að við ætlum að gera eitthvað skemmtilegt hverja einustu helgi saman sem fjölskylda.“ Ólöf segir að heima á Íslandi hafi þau hins vegar verið að gera margt - án barnanna. Við flutningana hafi þau því gert með sér hálfgerðan lífssamning um að hafa það gaman - með krökkunum. „Þetta er pínu svona eins og Kaninn segir, þetta work hard, play hard módel“ segir Einar. Í nýjasta þætti af „Hvar er best að búa?“ heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir Einar, Ólöfu og þrjá af sonum þeirra til háskólaborgarinnar New Haven í Bandaríkjunum. Þau fluttu þangað í miðjum heimsfaraldri - af því Einar vildi fara með sprotafyrirtækið sitt Activity Stream nær bandaríska afþreyingarmarkaðnum og leikhúsunum á Broadway. Strategían heppnaðist, en þó ekki eins og hann hafði reiknað með eins og fram kemur í þættinum sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld eftir fréttir. Stiklu úr þættinum má sjá í spilaranum hér að neðan: Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á fiðluleik, taílenskri bardagalist, lækningum, veitingastaðarekstri, heimasíðugerð, forritun, frumkvöðlastarfsemi og almennri athafnasemi og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl, fjallakofa og þorpi á La Palma, Menorca og Jótlandi og í Ísrael, New Haven, Edinborg, Tékklandi og Taílandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson, klippingu önnuðust Sigurður Kristinn Ómarsson og Hjördís Ósk Kristjánsdóttir hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Íslendingar erlendis Bandaríkin Hvar er best að búa? Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
„Alltaf þegar maður fer í gegnum svona umskipti, þá eru ný tækifæri til að setja nýja rútínu og við sögðum: Eitt af því sem við ætlum að gera í Bandaríkjunum er að við ætlum að gera eitthvað skemmtilegt hverja einustu helgi saman sem fjölskylda.“ Ólöf segir að heima á Íslandi hafi þau hins vegar verið að gera margt - án barnanna. Við flutningana hafi þau því gert með sér hálfgerðan lífssamning um að hafa það gaman - með krökkunum. „Þetta er pínu svona eins og Kaninn segir, þetta work hard, play hard módel“ segir Einar. Í nýjasta þætti af „Hvar er best að búa?“ heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir Einar, Ólöfu og þrjá af sonum þeirra til háskólaborgarinnar New Haven í Bandaríkjunum. Þau fluttu þangað í miðjum heimsfaraldri - af því Einar vildi fara með sprotafyrirtækið sitt Activity Stream nær bandaríska afþreyingarmarkaðnum og leikhúsunum á Broadway. Strategían heppnaðist, en þó ekki eins og hann hafði reiknað með eins og fram kemur í þættinum sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld eftir fréttir. Stiklu úr þættinum má sjá í spilaranum hér að neðan: Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á fiðluleik, taílenskri bardagalist, lækningum, veitingastaðarekstri, heimasíðugerð, forritun, frumkvöðlastarfsemi og almennri athafnasemi og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl, fjallakofa og þorpi á La Palma, Menorca og Jótlandi og í Ísrael, New Haven, Edinborg, Tékklandi og Taílandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson, klippingu önnuðust Sigurður Kristinn Ómarsson og Hjördís Ósk Kristjánsdóttir hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2.
Íslendingar erlendis Bandaríkin Hvar er best að búa? Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira