Bankasölumálinu er ekki lokið Oddný G. Harðardóttir skrifar 5. mars 2023 17:01 Það var haustið 2012 sem ég sem fjármálaráðherra mælti fyrir lögunum um sölu á eignarhlutum ríkisins í bönkunum. Ég lagði á það áherslu við stjórnarþingmenn í þáverandi efnahags- og viðskiptanefnd að lögin yrðu afgreidd úr nefndinni til samþykktar í þingsal. Og það gekk eftir. Sjálfstæðismenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en Framsókn sat hjá. Mér fannst mikilvægt að frumvarpið yrði að lögum á meðan við í Samfylkingunni og VG værum í meirihluta. Enda hefði það verið áhættusamt að fara í kosningar með allt opið um hvað fjármálaráðherra næstu ríkisstjórnar væri heimilt að selja og engar skorður settar við það að einkavæða bankakerfið að nýju. Í lögunum nr. 155/2012 um sölu á eignarhlutunum er hvergi talað um armslengd eða heimild gefin fjármálaráðherra til að framselja vald við söluna. Lögin eru um hvað fjármálaráðherra má gera og eftir hvaða meginreglum skuli fara eftir. Hvað má gera og hvernig Lögin um söluna eru um hvað ráðherra er heimilt að selja og hvernig hann eigi að gera það ef hann nýtir þá heimild. Fyrsta grein frumvarpsins er um hvað ráðherra er heimilt að selja, þ.e. hlut ríkisins í Arion banka (þá áttum við 13%), hlutinn í Íslandsbanka (þá áttum við 5%) og allt umfram 70% í Landsbankanum (þá áttum við 81%). Með lögunum var tryggt að ríkið héldi eftir ráðandi hlut í Landsbankanum. Eignarhlutir breyttust eftir stöðugleikaframlögin svokölluðu þegar ríkið eignaðist alla þrjá stóru bankana nánast 100%. En lögin eru þau sömu og eftir þeim átti að fara við sölu á eignarhlutunum. Önnur grein laganna fjallar um ákvörðun um sölumeðferð. Þegar ráðherra hefur fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um sölu eignarhlutar ríkisins í fjármálafyrirtæki skal hann semja greinargerð um ráðgerða sölumeðferð og leggja fyrir fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Ráðherra skal jafnframt leita umsagnar Seðlabanka Íslands um jafnræði bjóðenda, líkleg áhrif sölu á gjaldeyrismarkað, gjaldeyrisforða og laust fé í umferð. Í greinargerð ráðherrans skulu m.a. koma fram upplýsingar um helstu markmið með sölu eignarhlutarins, hvaða söluaðferð verði beitt og hvernig sölumeðferð veri háttað að öðru leyti. Nefndunum skal veittur hæfilegur frestur til þess að gera athugasemdir við efni greinargerðarinnar. Þegar þingnefndir og Seðlabankinn hafa gert athugasemdir skal ráðherra taka ákvörðun um hvort sölumeðferð eignarhlutarins verði hafin í samræmi við efni greinargerðarinnar. Ráðherra getur í ákvörðun sinni gert breytingar á einstökum þáttum í fyrirhugaðri sölumeðferð, m.a. að teknu tilliti til athugasemda fjárlaganefndar eða efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis við greinargerðina. Hér er alveg skýrt að það er fjármálaráðherrann sem ákveður markmiðin, söluaðferð og sölumeðferð. Engin „armslengd“ í þessum efnum líkt og sumir, þar á meðal ráðherrann sjálfur hefur haldið fram. Þriðja grein laganna fjallar um meginreglur við sölumeðferð. Þar segir að þegar ákvörðun er tekin um undirbúning og framkvæmd sölumeðferðar eignarhluta skuli áhersla lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Tekið er fram í lagatextanum að með hagkvæmni sé átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði þau sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skal við sölu kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði. Allt þetta á samkvæmt lögunum að vera útlistað í greinargerð fjármálaráðherrans sem Bankasýslan á að fara eftir í sinni vinnu við söluferlið. Fjórða greinin fjallar um hvað Bankasýslan á að gera. Þar segir að Bankasýsla ríkisins skuli annast sölumeðferð eignarhluta fyrir hönd ríkisins í samræmi við ákvörðun ráðherra. Bankasýsla ríkisins undirbýr sölu, leitar tilboða í eignarhlut, metur tilboð, hefur umsjón með samningaviðræðum við utanaðkomandi ráðgjafa og væntanlega kaupendur og annast samningagerð. Svo segir: „Þegar tilboð í eignarhlut liggja fyrir skal Bankasýsla ríkisins skila ráðherra rökstuddu mati á þeim. Ráðherra tekur ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu eignarhlutarins.“ Hér er ekki heldur nein „armslengd“ á ferðinni og alveg ljóst hver það er sem tekur ákvörðun. Það er fjármálaráðherra sem á samkvæmt fimmtu grein frumvarpsins að gefa Alþingi skýrslu um söluna þegar hún er afstaðin og gera grein fyrir helstu niðurstöðum. Spurningar umboðsmanns Alþingis Þegar ráðherrar og stjórnarþingmenn hafa verið spurðir um hæfi fjármálaráðherrans eða hvort hann hafi farið að lögum við söluna á eignarhlutum í Íslandsbanka er svörin oftast um einhverja ímyndaða „armslengd“ sem hafi komið í veg fyrir að fjármálaráðherrann vissi hvaða ákvarðanir hann væri að taka. Eða að lögin um söluna hafi ekki verið nógu skýr. Og svo virtist á dögunum að málið væri afgreitt með umfjöllun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og áliti meirihluta þeirrar nefndar. Þar til bréfið kom frá Umboðsmanni Alþingis til fjármálaráðherrans. Umboðsmaður Alþingis spyr um hvernig ráðherrann hafi gætt að hæfi sínu þegar ákvörðun var tekin um samþykkt tilboðanna í hlutinn sem selja átti í Íslandsbanka og lagalega og stjórnskipulega ábyrgð á því að söluferlið færi fram í samræmi við lög. Umboðsmaður bendir jafnframt á að hinum sérstöku hæfisreglum stjórnsýslulaga sé ekki aðeins ætlað að koma í veg fyrir að ómálefnaleg sjónarmið hafi áhrif á efni stjórnvaldsákvarðana heldur sé þeim einnig ætlað að stuðla að því að almenningur og hlutaðeigandi geti treyst því að stjórnvöld leysi úr málum á hlutlægan hátt. Spurningar umboðsmanns Alþingis eru málefnalegar og það er afar mikilvægt að almenningur fái að vita hvernig í raun var í pottinn búið í þessum efnum og ekki síður að ráðherra axli ábyrgð á gjörðum sínum og viti hvaða skyldum hann hafi að gegna. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin Seðlabankinn Alþingi Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Það var haustið 2012 sem ég sem fjármálaráðherra mælti fyrir lögunum um sölu á eignarhlutum ríkisins í bönkunum. Ég lagði á það áherslu við stjórnarþingmenn í þáverandi efnahags- og viðskiptanefnd að lögin yrðu afgreidd úr nefndinni til samþykktar í þingsal. Og það gekk eftir. Sjálfstæðismenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en Framsókn sat hjá. Mér fannst mikilvægt að frumvarpið yrði að lögum á meðan við í Samfylkingunni og VG værum í meirihluta. Enda hefði það verið áhættusamt að fara í kosningar með allt opið um hvað fjármálaráðherra næstu ríkisstjórnar væri heimilt að selja og engar skorður settar við það að einkavæða bankakerfið að nýju. Í lögunum nr. 155/2012 um sölu á eignarhlutunum er hvergi talað um armslengd eða heimild gefin fjármálaráðherra til að framselja vald við söluna. Lögin eru um hvað fjármálaráðherra má gera og eftir hvaða meginreglum skuli fara eftir. Hvað má gera og hvernig Lögin um söluna eru um hvað ráðherra er heimilt að selja og hvernig hann eigi að gera það ef hann nýtir þá heimild. Fyrsta grein frumvarpsins er um hvað ráðherra er heimilt að selja, þ.e. hlut ríkisins í Arion banka (þá áttum við 13%), hlutinn í Íslandsbanka (þá áttum við 5%) og allt umfram 70% í Landsbankanum (þá áttum við 81%). Með lögunum var tryggt að ríkið héldi eftir ráðandi hlut í Landsbankanum. Eignarhlutir breyttust eftir stöðugleikaframlögin svokölluðu þegar ríkið eignaðist alla þrjá stóru bankana nánast 100%. En lögin eru þau sömu og eftir þeim átti að fara við sölu á eignarhlutunum. Önnur grein laganna fjallar um ákvörðun um sölumeðferð. Þegar ráðherra hefur fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um sölu eignarhlutar ríkisins í fjármálafyrirtæki skal hann semja greinargerð um ráðgerða sölumeðferð og leggja fyrir fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Ráðherra skal jafnframt leita umsagnar Seðlabanka Íslands um jafnræði bjóðenda, líkleg áhrif sölu á gjaldeyrismarkað, gjaldeyrisforða og laust fé í umferð. Í greinargerð ráðherrans skulu m.a. koma fram upplýsingar um helstu markmið með sölu eignarhlutarins, hvaða söluaðferð verði beitt og hvernig sölumeðferð veri háttað að öðru leyti. Nefndunum skal veittur hæfilegur frestur til þess að gera athugasemdir við efni greinargerðarinnar. Þegar þingnefndir og Seðlabankinn hafa gert athugasemdir skal ráðherra taka ákvörðun um hvort sölumeðferð eignarhlutarins verði hafin í samræmi við efni greinargerðarinnar. Ráðherra getur í ákvörðun sinni gert breytingar á einstökum þáttum í fyrirhugaðri sölumeðferð, m.a. að teknu tilliti til athugasemda fjárlaganefndar eða efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis við greinargerðina. Hér er alveg skýrt að það er fjármálaráðherrann sem ákveður markmiðin, söluaðferð og sölumeðferð. Engin „armslengd“ í þessum efnum líkt og sumir, þar á meðal ráðherrann sjálfur hefur haldið fram. Þriðja grein laganna fjallar um meginreglur við sölumeðferð. Þar segir að þegar ákvörðun er tekin um undirbúning og framkvæmd sölumeðferðar eignarhluta skuli áhersla lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Tekið er fram í lagatextanum að með hagkvæmni sé átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði þau sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skal við sölu kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði. Allt þetta á samkvæmt lögunum að vera útlistað í greinargerð fjármálaráðherrans sem Bankasýslan á að fara eftir í sinni vinnu við söluferlið. Fjórða greinin fjallar um hvað Bankasýslan á að gera. Þar segir að Bankasýsla ríkisins skuli annast sölumeðferð eignarhluta fyrir hönd ríkisins í samræmi við ákvörðun ráðherra. Bankasýsla ríkisins undirbýr sölu, leitar tilboða í eignarhlut, metur tilboð, hefur umsjón með samningaviðræðum við utanaðkomandi ráðgjafa og væntanlega kaupendur og annast samningagerð. Svo segir: „Þegar tilboð í eignarhlut liggja fyrir skal Bankasýsla ríkisins skila ráðherra rökstuddu mati á þeim. Ráðherra tekur ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu eignarhlutarins.“ Hér er ekki heldur nein „armslengd“ á ferðinni og alveg ljóst hver það er sem tekur ákvörðun. Það er fjármálaráðherra sem á samkvæmt fimmtu grein frumvarpsins að gefa Alþingi skýrslu um söluna þegar hún er afstaðin og gera grein fyrir helstu niðurstöðum. Spurningar umboðsmanns Alþingis Þegar ráðherrar og stjórnarþingmenn hafa verið spurðir um hæfi fjármálaráðherrans eða hvort hann hafi farið að lögum við söluna á eignarhlutum í Íslandsbanka er svörin oftast um einhverja ímyndaða „armslengd“ sem hafi komið í veg fyrir að fjármálaráðherrann vissi hvaða ákvarðanir hann væri að taka. Eða að lögin um söluna hafi ekki verið nógu skýr. Og svo virtist á dögunum að málið væri afgreitt með umfjöllun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og áliti meirihluta þeirrar nefndar. Þar til bréfið kom frá Umboðsmanni Alþingis til fjármálaráðherrans. Umboðsmaður Alþingis spyr um hvernig ráðherrann hafi gætt að hæfi sínu þegar ákvörðun var tekin um samþykkt tilboðanna í hlutinn sem selja átti í Íslandsbanka og lagalega og stjórnskipulega ábyrgð á því að söluferlið færi fram í samræmi við lög. Umboðsmaður bendir jafnframt á að hinum sérstöku hæfisreglum stjórnsýslulaga sé ekki aðeins ætlað að koma í veg fyrir að ómálefnaleg sjónarmið hafi áhrif á efni stjórnvaldsákvarðana heldur sé þeim einnig ætlað að stuðla að því að almenningur og hlutaðeigandi geti treyst því að stjórnvöld leysi úr málum á hlutlægan hátt. Spurningar umboðsmanns Alþingis eru málefnalegar og það er afar mikilvægt að almenningur fái að vita hvernig í raun var í pottinn búið í þessum efnum og ekki síður að ráðherra axli ábyrgð á gjörðum sínum og viti hvaða skyldum hann hafi að gegna. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun