Stoðsendingar Atla og Sveindísar Jane dugðu skammt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. mars 2023 14:00 Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Þýskalandsmeistara Wolfsburg. Andrea Staccioli/Getty Images Bæði Atli Barkarson og Sveindís Jane Jónsdóttir lögðu upp mörk fyrir lið sín í dag. Bæði lögðu upp fyrsta mark leiksins og bæði máttu þola 2-1 tap. Um var að ræða fyrsta tap Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Atli var í byrjunarliði Sønderjyske sem sótti Hvidovre heim í dönsku B-deildinni. Bæði lið eru í efri hluta töflunnar og því mátti búast við hörkuleik. Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það gestirnir sem brutu ísinn á 58. mínútu. Vinstri bakvörðurinn Atli gaf þá fyrir og Søren Andreasen stangaði boltann í netið. Hans fyrsta mark fyrir félagið. Heimamenn jöfnuðu hins vegar metin átta mínútum síðar og þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma komust heimamenn yfir, lokatölur 2-1 Hvidovre í vil. Atli spilaði allan leikinn í liði gestanna og þá kom Orri Steinn Óskarsson inn af bekknum þegar tíu mínútur lifðu leiks. Sønderjyske er með 31 stig að loknum 20 leikjum á meðan Hvidovre er með 40 stig í 2. sæti deildarinnar. Leiknar eru 22 umferðir áður en sex efstu liðin fara í úrslitakeppni um hvaða tvö lið komast upp í dönsku úrvalsdeildina og neðstu sex berjast um að halda sæti sínu í deildinni. Tungt nederlag til Hvidovre, der sikrer sig sejren med en scoring i overtiden. pic.twitter.com/LMAve6RZPN— Sønderjyske Fodbold (@SEfodbold) March 4, 2023 Í Þýskalandi tók Wolfsburg á móti Hoffenheim. Sveindís Jane var í byrjunarliði heimaliðsins sem hóf leikinn af kraft. Strax á fyrstu mínútu leiksins flikkaði Sveindís Jane boltanum á Jule Brand sem brunaði að marki og kom Wolfsburg yfir. Það stefndi í að Wolfsburg yrði 1-0 yfir í hálfleik en Felicitas Rauch varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net undir lok fyrri hálfleiks og staðan 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Nicole Billa skoraði svo sigurmark leiksins fyrir gestina þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Fór það svo að gestirnir unnu óvæntan sigur, lokatölur 1-2. Sveindís Jane var tekin af velli á 77. mínútu. Kopf hoch, Mädels! #WOBTSG #VfLWolfsburg pic.twitter.com/0A6sXAUaBL— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) March 4, 2023 Um var að ræða einkar óvænt úrslit en fyrir leik dagsins var Wolfsburg með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Nú er liðið með 36 stig, fimm meira en Íslendingalið Bayern München sem á leik til góða. Fótbolti Þýski boltinn Danski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira
Atli var í byrjunarliði Sønderjyske sem sótti Hvidovre heim í dönsku B-deildinni. Bæði lið eru í efri hluta töflunnar og því mátti búast við hörkuleik. Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það gestirnir sem brutu ísinn á 58. mínútu. Vinstri bakvörðurinn Atli gaf þá fyrir og Søren Andreasen stangaði boltann í netið. Hans fyrsta mark fyrir félagið. Heimamenn jöfnuðu hins vegar metin átta mínútum síðar og þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma komust heimamenn yfir, lokatölur 2-1 Hvidovre í vil. Atli spilaði allan leikinn í liði gestanna og þá kom Orri Steinn Óskarsson inn af bekknum þegar tíu mínútur lifðu leiks. Sønderjyske er með 31 stig að loknum 20 leikjum á meðan Hvidovre er með 40 stig í 2. sæti deildarinnar. Leiknar eru 22 umferðir áður en sex efstu liðin fara í úrslitakeppni um hvaða tvö lið komast upp í dönsku úrvalsdeildina og neðstu sex berjast um að halda sæti sínu í deildinni. Tungt nederlag til Hvidovre, der sikrer sig sejren med en scoring i overtiden. pic.twitter.com/LMAve6RZPN— Sønderjyske Fodbold (@SEfodbold) March 4, 2023 Í Þýskalandi tók Wolfsburg á móti Hoffenheim. Sveindís Jane var í byrjunarliði heimaliðsins sem hóf leikinn af kraft. Strax á fyrstu mínútu leiksins flikkaði Sveindís Jane boltanum á Jule Brand sem brunaði að marki og kom Wolfsburg yfir. Það stefndi í að Wolfsburg yrði 1-0 yfir í hálfleik en Felicitas Rauch varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net undir lok fyrri hálfleiks og staðan 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Nicole Billa skoraði svo sigurmark leiksins fyrir gestina þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Fór það svo að gestirnir unnu óvæntan sigur, lokatölur 1-2. Sveindís Jane var tekin af velli á 77. mínútu. Kopf hoch, Mädels! #WOBTSG #VfLWolfsburg pic.twitter.com/0A6sXAUaBL— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) March 4, 2023 Um var að ræða einkar óvænt úrslit en fyrir leik dagsins var Wolfsburg með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Nú er liðið með 36 stig, fimm meira en Íslendingalið Bayern München sem á leik til góða.
Fótbolti Þýski boltinn Danski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira