VR, jafnréttið og fjölbreytileikinn Elva Hrönn Hjartardóttir skrifar 4. mars 2023 10:31 VR er stærsta stéttarfélagið á Íslandi en í félaginu eru um 40.000 félagar á sex félagssvæðum víða um landið. Miðað við fjöldann má ætla að félagsfólkið sé allskonar, af öllum kynjum, kynhneigð og aldri, fatlað og ófatlað fólk, af fjölbreyttum uppruna og trú. Útlendingum fjölgar á vinnumarkaðnum og þar af leiðandi í VR líka og er hlutfall þeirra af félagsfólki að verða komið upp í 14%. Konur eru rúmlega helmingur félagsfólks og ungt fólk er langstærsti hópurinn innan VR. Með slíkan fjölbreytileika í félaginu ætti jafnréttis- og mannréttindavinkillinn alltaf að vera ein megináhersla þess og útgangspunktur í allri vinnu og orðræðu. Sofnað á vaktinni Síðastliðin ár hefur VR þó ekki staðið sig sem skyldi í þessum málaflokki enda hefur núverandi formaður lítið sem ekkert sýnt þessum málefnum áhuga. Þvert á móti má sjá metnaðarleysi hans í þessum málum endurspeglast nú síðast í kjaraviðræðunum á liðnu ári, en þar fór hann einn fyrir viðræðum ásamt framkvæmdastjóra félagsins. Tveir karlar á besta aldri að semja fyrir hönd VR, stærsta stéttarfélag landsins, þar sem rúmlega helmingur félagsfólks eru konur og meirihluti félagsfólks er ungt fólk. Fyrir utan það hve ólýðræðislegt það er að einungis tveir aðilar fari fyrir samningaviðræðum fyrir 40.000 félaga. Sú ásýnd sem fylgdi VR í kjaraviðræðunum endurspeglaði ekki jafnrétti, fjölbreytileika eða lýðræði á nokkurn hátt. Í allri hagsmunabaráttu er hinsvegar mjög mikilvægt að svo sé. Það olli jafnframt undirritaðri og öðrum jafnréttissinnum innan VR miklum vonbrigðum að heyra að núverandi formaður skuli einn fulltrúa miðstjórnar ASÍ hafa sett sig upp á móti stofnun sérstaks kvennavettvangs innan Alþýðusambandsins. Markmið slíks vettvangs er að stuðla að frekari samstöðu og valdefla konur innan verkalýðshreyfingarinnar, enda hefur karllægni einkennt hreyfinguna allt frá stofnun hennar. Bakslag í baráttunni Það er ekki að ástæðulausu sem stærsta stéttarfélagið á landinu þarf að beita sér fyrir jafnrétti og mannréttindum, rétt eins og öðrum málefnum sem snúa að félagsfólki og samfélaginu í heild. Kynbundið misrétti, ofbeldi og áreiti þrífst enn í ákveðinni vinnustaðamenningu og ennþá verður fólk á vinnumarkaðnum fyrir fordómum á grundvelli kynhneigðar, uppruna og fötlunar, svo dæmi séu nefnd. Lög sem leggja bann við slíku og eiga að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði virðast ekki duga ein og sér til að uppræta þessi samfélagsmein. Til þess þarf samtakamátt og viðhorfsbreytingu, efla fræðslu, eftirlit og eftirfylgni og koma á árangursríkum viðurlögum. VR í öllu sínu veldi getur svo sannarlega lagt sitt af mörkum þar og ætti að leiða slíka vinnu, og hafa í huga í allri sinni vinnu og ásýnd félagsins. Framsækið félag í forystu í jafnréttis- og mannréttindamálum Mikið hefur áunnist í réttindabaráttunni í gegnum tíðina og var VR lengi vel þekkt fyrir að vera framsækið og í fararbroddi þegar stór skref voru tekin í jafnréttismálum. Það hefur þó orðið mikið bakslag í réttindabaráttu kvenna, hinsegin fólks og útlendinga á heimsvísu undanfarið og höfum við fundið fyrir því bakslagi hér á landi líka. Því er enn brýn þörf fyrir sameiginlegt átak í jafnréttis- og mannréttindamálum þvert á samfélagið og stofnanir þess. Stærsta stéttarfélagið á Íslandi á að vera leiðandi í jafnréttis- og mannréttindabaráttunni, styðja við inngildingu jaðarsettra hópa og tryggja að vinnumarkaður sem mismunar fólki á grundvelli kyns, kynferðis, uppruna, aldurs, fötlunar og hvers kyns fordómum heyri sögunni til, en til að svo megi verða þurfa stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins að vinna saman. Stór og mikil ákvarðanataka, líkt og sú sem fer fram í kjaraviðræðum, þarf að gerast í fjölbreyttari hópi. VR þarf að fara fram með góðu fordæmi og endurheimta stöðu sína sem leiðandi afl í allri umræðu og gjörðum sem snúa að jafnrétti og mannréttindum. Það verður ekki gert með mann í brúnni sem vísvitandi berst gegn framgangi mála í jafnréttisbaráttunni og fer nánast einn síns liðs inn í kjaraviðræður fyrir stærsta, og líklega eitt fjölbreyttasta, stéttarfélag landsins. Það er kominn tími á breytingar. Kosningar til formanns og stjórnar VR hefjast miðvikudaginn 8. mars og standa yfir í viku. Þær fara fram á rafrænan hátt á vr.is og það er auðvelt að kjósa. Félagar í VR geta með atkvæði sínu haft mikil áhrif á framgang mála í VR. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
VR er stærsta stéttarfélagið á Íslandi en í félaginu eru um 40.000 félagar á sex félagssvæðum víða um landið. Miðað við fjöldann má ætla að félagsfólkið sé allskonar, af öllum kynjum, kynhneigð og aldri, fatlað og ófatlað fólk, af fjölbreyttum uppruna og trú. Útlendingum fjölgar á vinnumarkaðnum og þar af leiðandi í VR líka og er hlutfall þeirra af félagsfólki að verða komið upp í 14%. Konur eru rúmlega helmingur félagsfólks og ungt fólk er langstærsti hópurinn innan VR. Með slíkan fjölbreytileika í félaginu ætti jafnréttis- og mannréttindavinkillinn alltaf að vera ein megináhersla þess og útgangspunktur í allri vinnu og orðræðu. Sofnað á vaktinni Síðastliðin ár hefur VR þó ekki staðið sig sem skyldi í þessum málaflokki enda hefur núverandi formaður lítið sem ekkert sýnt þessum málefnum áhuga. Þvert á móti má sjá metnaðarleysi hans í þessum málum endurspeglast nú síðast í kjaraviðræðunum á liðnu ári, en þar fór hann einn fyrir viðræðum ásamt framkvæmdastjóra félagsins. Tveir karlar á besta aldri að semja fyrir hönd VR, stærsta stéttarfélag landsins, þar sem rúmlega helmingur félagsfólks eru konur og meirihluti félagsfólks er ungt fólk. Fyrir utan það hve ólýðræðislegt það er að einungis tveir aðilar fari fyrir samningaviðræðum fyrir 40.000 félaga. Sú ásýnd sem fylgdi VR í kjaraviðræðunum endurspeglaði ekki jafnrétti, fjölbreytileika eða lýðræði á nokkurn hátt. Í allri hagsmunabaráttu er hinsvegar mjög mikilvægt að svo sé. Það olli jafnframt undirritaðri og öðrum jafnréttissinnum innan VR miklum vonbrigðum að heyra að núverandi formaður skuli einn fulltrúa miðstjórnar ASÍ hafa sett sig upp á móti stofnun sérstaks kvennavettvangs innan Alþýðusambandsins. Markmið slíks vettvangs er að stuðla að frekari samstöðu og valdefla konur innan verkalýðshreyfingarinnar, enda hefur karllægni einkennt hreyfinguna allt frá stofnun hennar. Bakslag í baráttunni Það er ekki að ástæðulausu sem stærsta stéttarfélagið á landinu þarf að beita sér fyrir jafnrétti og mannréttindum, rétt eins og öðrum málefnum sem snúa að félagsfólki og samfélaginu í heild. Kynbundið misrétti, ofbeldi og áreiti þrífst enn í ákveðinni vinnustaðamenningu og ennþá verður fólk á vinnumarkaðnum fyrir fordómum á grundvelli kynhneigðar, uppruna og fötlunar, svo dæmi séu nefnd. Lög sem leggja bann við slíku og eiga að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði virðast ekki duga ein og sér til að uppræta þessi samfélagsmein. Til þess þarf samtakamátt og viðhorfsbreytingu, efla fræðslu, eftirlit og eftirfylgni og koma á árangursríkum viðurlögum. VR í öllu sínu veldi getur svo sannarlega lagt sitt af mörkum þar og ætti að leiða slíka vinnu, og hafa í huga í allri sinni vinnu og ásýnd félagsins. Framsækið félag í forystu í jafnréttis- og mannréttindamálum Mikið hefur áunnist í réttindabaráttunni í gegnum tíðina og var VR lengi vel þekkt fyrir að vera framsækið og í fararbroddi þegar stór skref voru tekin í jafnréttismálum. Það hefur þó orðið mikið bakslag í réttindabaráttu kvenna, hinsegin fólks og útlendinga á heimsvísu undanfarið og höfum við fundið fyrir því bakslagi hér á landi líka. Því er enn brýn þörf fyrir sameiginlegt átak í jafnréttis- og mannréttindamálum þvert á samfélagið og stofnanir þess. Stærsta stéttarfélagið á Íslandi á að vera leiðandi í jafnréttis- og mannréttindabaráttunni, styðja við inngildingu jaðarsettra hópa og tryggja að vinnumarkaður sem mismunar fólki á grundvelli kyns, kynferðis, uppruna, aldurs, fötlunar og hvers kyns fordómum heyri sögunni til, en til að svo megi verða þurfa stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins að vinna saman. Stór og mikil ákvarðanataka, líkt og sú sem fer fram í kjaraviðræðum, þarf að gerast í fjölbreyttari hópi. VR þarf að fara fram með góðu fordæmi og endurheimta stöðu sína sem leiðandi afl í allri umræðu og gjörðum sem snúa að jafnrétti og mannréttindum. Það verður ekki gert með mann í brúnni sem vísvitandi berst gegn framgangi mála í jafnréttisbaráttunni og fer nánast einn síns liðs inn í kjaraviðræður fyrir stærsta, og líklega eitt fjölbreyttasta, stéttarfélag landsins. Það er kominn tími á breytingar. Kosningar til formanns og stjórnar VR hefjast miðvikudaginn 8. mars og standa yfir í viku. Þær fara fram á rafrænan hátt á vr.is og það er auðvelt að kjósa. Félagar í VR geta með atkvæði sínu haft mikil áhrif á framgang mála í VR. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun