VR, jafnréttið og fjölbreytileikinn Elva Hrönn Hjartardóttir skrifar 4. mars 2023 10:31 VR er stærsta stéttarfélagið á Íslandi en í félaginu eru um 40.000 félagar á sex félagssvæðum víða um landið. Miðað við fjöldann má ætla að félagsfólkið sé allskonar, af öllum kynjum, kynhneigð og aldri, fatlað og ófatlað fólk, af fjölbreyttum uppruna og trú. Útlendingum fjölgar á vinnumarkaðnum og þar af leiðandi í VR líka og er hlutfall þeirra af félagsfólki að verða komið upp í 14%. Konur eru rúmlega helmingur félagsfólks og ungt fólk er langstærsti hópurinn innan VR. Með slíkan fjölbreytileika í félaginu ætti jafnréttis- og mannréttindavinkillinn alltaf að vera ein megináhersla þess og útgangspunktur í allri vinnu og orðræðu. Sofnað á vaktinni Síðastliðin ár hefur VR þó ekki staðið sig sem skyldi í þessum málaflokki enda hefur núverandi formaður lítið sem ekkert sýnt þessum málefnum áhuga. Þvert á móti má sjá metnaðarleysi hans í þessum málum endurspeglast nú síðast í kjaraviðræðunum á liðnu ári, en þar fór hann einn fyrir viðræðum ásamt framkvæmdastjóra félagsins. Tveir karlar á besta aldri að semja fyrir hönd VR, stærsta stéttarfélag landsins, þar sem rúmlega helmingur félagsfólks eru konur og meirihluti félagsfólks er ungt fólk. Fyrir utan það hve ólýðræðislegt það er að einungis tveir aðilar fari fyrir samningaviðræðum fyrir 40.000 félaga. Sú ásýnd sem fylgdi VR í kjaraviðræðunum endurspeglaði ekki jafnrétti, fjölbreytileika eða lýðræði á nokkurn hátt. Í allri hagsmunabaráttu er hinsvegar mjög mikilvægt að svo sé. Það olli jafnframt undirritaðri og öðrum jafnréttissinnum innan VR miklum vonbrigðum að heyra að núverandi formaður skuli einn fulltrúa miðstjórnar ASÍ hafa sett sig upp á móti stofnun sérstaks kvennavettvangs innan Alþýðusambandsins. Markmið slíks vettvangs er að stuðla að frekari samstöðu og valdefla konur innan verkalýðshreyfingarinnar, enda hefur karllægni einkennt hreyfinguna allt frá stofnun hennar. Bakslag í baráttunni Það er ekki að ástæðulausu sem stærsta stéttarfélagið á landinu þarf að beita sér fyrir jafnrétti og mannréttindum, rétt eins og öðrum málefnum sem snúa að félagsfólki og samfélaginu í heild. Kynbundið misrétti, ofbeldi og áreiti þrífst enn í ákveðinni vinnustaðamenningu og ennþá verður fólk á vinnumarkaðnum fyrir fordómum á grundvelli kynhneigðar, uppruna og fötlunar, svo dæmi séu nefnd. Lög sem leggja bann við slíku og eiga að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði virðast ekki duga ein og sér til að uppræta þessi samfélagsmein. Til þess þarf samtakamátt og viðhorfsbreytingu, efla fræðslu, eftirlit og eftirfylgni og koma á árangursríkum viðurlögum. VR í öllu sínu veldi getur svo sannarlega lagt sitt af mörkum þar og ætti að leiða slíka vinnu, og hafa í huga í allri sinni vinnu og ásýnd félagsins. Framsækið félag í forystu í jafnréttis- og mannréttindamálum Mikið hefur áunnist í réttindabaráttunni í gegnum tíðina og var VR lengi vel þekkt fyrir að vera framsækið og í fararbroddi þegar stór skref voru tekin í jafnréttismálum. Það hefur þó orðið mikið bakslag í réttindabaráttu kvenna, hinsegin fólks og útlendinga á heimsvísu undanfarið og höfum við fundið fyrir því bakslagi hér á landi líka. Því er enn brýn þörf fyrir sameiginlegt átak í jafnréttis- og mannréttindamálum þvert á samfélagið og stofnanir þess. Stærsta stéttarfélagið á Íslandi á að vera leiðandi í jafnréttis- og mannréttindabaráttunni, styðja við inngildingu jaðarsettra hópa og tryggja að vinnumarkaður sem mismunar fólki á grundvelli kyns, kynferðis, uppruna, aldurs, fötlunar og hvers kyns fordómum heyri sögunni til, en til að svo megi verða þurfa stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins að vinna saman. Stór og mikil ákvarðanataka, líkt og sú sem fer fram í kjaraviðræðum, þarf að gerast í fjölbreyttari hópi. VR þarf að fara fram með góðu fordæmi og endurheimta stöðu sína sem leiðandi afl í allri umræðu og gjörðum sem snúa að jafnrétti og mannréttindum. Það verður ekki gert með mann í brúnni sem vísvitandi berst gegn framgangi mála í jafnréttisbaráttunni og fer nánast einn síns liðs inn í kjaraviðræður fyrir stærsta, og líklega eitt fjölbreyttasta, stéttarfélag landsins. Það er kominn tími á breytingar. Kosningar til formanns og stjórnar VR hefjast miðvikudaginn 8. mars og standa yfir í viku. Þær fara fram á rafrænan hátt á vr.is og það er auðvelt að kjósa. Félagar í VR geta með atkvæði sínu haft mikil áhrif á framgang mála í VR. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
VR er stærsta stéttarfélagið á Íslandi en í félaginu eru um 40.000 félagar á sex félagssvæðum víða um landið. Miðað við fjöldann má ætla að félagsfólkið sé allskonar, af öllum kynjum, kynhneigð og aldri, fatlað og ófatlað fólk, af fjölbreyttum uppruna og trú. Útlendingum fjölgar á vinnumarkaðnum og þar af leiðandi í VR líka og er hlutfall þeirra af félagsfólki að verða komið upp í 14%. Konur eru rúmlega helmingur félagsfólks og ungt fólk er langstærsti hópurinn innan VR. Með slíkan fjölbreytileika í félaginu ætti jafnréttis- og mannréttindavinkillinn alltaf að vera ein megináhersla þess og útgangspunktur í allri vinnu og orðræðu. Sofnað á vaktinni Síðastliðin ár hefur VR þó ekki staðið sig sem skyldi í þessum málaflokki enda hefur núverandi formaður lítið sem ekkert sýnt þessum málefnum áhuga. Þvert á móti má sjá metnaðarleysi hans í þessum málum endurspeglast nú síðast í kjaraviðræðunum á liðnu ári, en þar fór hann einn fyrir viðræðum ásamt framkvæmdastjóra félagsins. Tveir karlar á besta aldri að semja fyrir hönd VR, stærsta stéttarfélag landsins, þar sem rúmlega helmingur félagsfólks eru konur og meirihluti félagsfólks er ungt fólk. Fyrir utan það hve ólýðræðislegt það er að einungis tveir aðilar fari fyrir samningaviðræðum fyrir 40.000 félaga. Sú ásýnd sem fylgdi VR í kjaraviðræðunum endurspeglaði ekki jafnrétti, fjölbreytileika eða lýðræði á nokkurn hátt. Í allri hagsmunabaráttu er hinsvegar mjög mikilvægt að svo sé. Það olli jafnframt undirritaðri og öðrum jafnréttissinnum innan VR miklum vonbrigðum að heyra að núverandi formaður skuli einn fulltrúa miðstjórnar ASÍ hafa sett sig upp á móti stofnun sérstaks kvennavettvangs innan Alþýðusambandsins. Markmið slíks vettvangs er að stuðla að frekari samstöðu og valdefla konur innan verkalýðshreyfingarinnar, enda hefur karllægni einkennt hreyfinguna allt frá stofnun hennar. Bakslag í baráttunni Það er ekki að ástæðulausu sem stærsta stéttarfélagið á landinu þarf að beita sér fyrir jafnrétti og mannréttindum, rétt eins og öðrum málefnum sem snúa að félagsfólki og samfélaginu í heild. Kynbundið misrétti, ofbeldi og áreiti þrífst enn í ákveðinni vinnustaðamenningu og ennþá verður fólk á vinnumarkaðnum fyrir fordómum á grundvelli kynhneigðar, uppruna og fötlunar, svo dæmi séu nefnd. Lög sem leggja bann við slíku og eiga að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði virðast ekki duga ein og sér til að uppræta þessi samfélagsmein. Til þess þarf samtakamátt og viðhorfsbreytingu, efla fræðslu, eftirlit og eftirfylgni og koma á árangursríkum viðurlögum. VR í öllu sínu veldi getur svo sannarlega lagt sitt af mörkum þar og ætti að leiða slíka vinnu, og hafa í huga í allri sinni vinnu og ásýnd félagsins. Framsækið félag í forystu í jafnréttis- og mannréttindamálum Mikið hefur áunnist í réttindabaráttunni í gegnum tíðina og var VR lengi vel þekkt fyrir að vera framsækið og í fararbroddi þegar stór skref voru tekin í jafnréttismálum. Það hefur þó orðið mikið bakslag í réttindabaráttu kvenna, hinsegin fólks og útlendinga á heimsvísu undanfarið og höfum við fundið fyrir því bakslagi hér á landi líka. Því er enn brýn þörf fyrir sameiginlegt átak í jafnréttis- og mannréttindamálum þvert á samfélagið og stofnanir þess. Stærsta stéttarfélagið á Íslandi á að vera leiðandi í jafnréttis- og mannréttindabaráttunni, styðja við inngildingu jaðarsettra hópa og tryggja að vinnumarkaður sem mismunar fólki á grundvelli kyns, kynferðis, uppruna, aldurs, fötlunar og hvers kyns fordómum heyri sögunni til, en til að svo megi verða þurfa stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins að vinna saman. Stór og mikil ákvarðanataka, líkt og sú sem fer fram í kjaraviðræðum, þarf að gerast í fjölbreyttari hópi. VR þarf að fara fram með góðu fordæmi og endurheimta stöðu sína sem leiðandi afl í allri umræðu og gjörðum sem snúa að jafnrétti og mannréttindum. Það verður ekki gert með mann í brúnni sem vísvitandi berst gegn framgangi mála í jafnréttisbaráttunni og fer nánast einn síns liðs inn í kjaraviðræður fyrir stærsta, og líklega eitt fjölbreyttasta, stéttarfélag landsins. Það er kominn tími á breytingar. Kosningar til formanns og stjórnar VR hefjast miðvikudaginn 8. mars og standa yfir í viku. Þær fara fram á rafrænan hátt á vr.is og það er auðvelt að kjósa. Félagar í VR geta með atkvæði sínu haft mikil áhrif á framgang mála í VR. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR.
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar