VR, jafnréttið og fjölbreytileikinn Elva Hrönn Hjartardóttir skrifar 4. mars 2023 10:31 VR er stærsta stéttarfélagið á Íslandi en í félaginu eru um 40.000 félagar á sex félagssvæðum víða um landið. Miðað við fjöldann má ætla að félagsfólkið sé allskonar, af öllum kynjum, kynhneigð og aldri, fatlað og ófatlað fólk, af fjölbreyttum uppruna og trú. Útlendingum fjölgar á vinnumarkaðnum og þar af leiðandi í VR líka og er hlutfall þeirra af félagsfólki að verða komið upp í 14%. Konur eru rúmlega helmingur félagsfólks og ungt fólk er langstærsti hópurinn innan VR. Með slíkan fjölbreytileika í félaginu ætti jafnréttis- og mannréttindavinkillinn alltaf að vera ein megináhersla þess og útgangspunktur í allri vinnu og orðræðu. Sofnað á vaktinni Síðastliðin ár hefur VR þó ekki staðið sig sem skyldi í þessum málaflokki enda hefur núverandi formaður lítið sem ekkert sýnt þessum málefnum áhuga. Þvert á móti má sjá metnaðarleysi hans í þessum málum endurspeglast nú síðast í kjaraviðræðunum á liðnu ári, en þar fór hann einn fyrir viðræðum ásamt framkvæmdastjóra félagsins. Tveir karlar á besta aldri að semja fyrir hönd VR, stærsta stéttarfélag landsins, þar sem rúmlega helmingur félagsfólks eru konur og meirihluti félagsfólks er ungt fólk. Fyrir utan það hve ólýðræðislegt það er að einungis tveir aðilar fari fyrir samningaviðræðum fyrir 40.000 félaga. Sú ásýnd sem fylgdi VR í kjaraviðræðunum endurspeglaði ekki jafnrétti, fjölbreytileika eða lýðræði á nokkurn hátt. Í allri hagsmunabaráttu er hinsvegar mjög mikilvægt að svo sé. Það olli jafnframt undirritaðri og öðrum jafnréttissinnum innan VR miklum vonbrigðum að heyra að núverandi formaður skuli einn fulltrúa miðstjórnar ASÍ hafa sett sig upp á móti stofnun sérstaks kvennavettvangs innan Alþýðusambandsins. Markmið slíks vettvangs er að stuðla að frekari samstöðu og valdefla konur innan verkalýðshreyfingarinnar, enda hefur karllægni einkennt hreyfinguna allt frá stofnun hennar. Bakslag í baráttunni Það er ekki að ástæðulausu sem stærsta stéttarfélagið á landinu þarf að beita sér fyrir jafnrétti og mannréttindum, rétt eins og öðrum málefnum sem snúa að félagsfólki og samfélaginu í heild. Kynbundið misrétti, ofbeldi og áreiti þrífst enn í ákveðinni vinnustaðamenningu og ennþá verður fólk á vinnumarkaðnum fyrir fordómum á grundvelli kynhneigðar, uppruna og fötlunar, svo dæmi séu nefnd. Lög sem leggja bann við slíku og eiga að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði virðast ekki duga ein og sér til að uppræta þessi samfélagsmein. Til þess þarf samtakamátt og viðhorfsbreytingu, efla fræðslu, eftirlit og eftirfylgni og koma á árangursríkum viðurlögum. VR í öllu sínu veldi getur svo sannarlega lagt sitt af mörkum þar og ætti að leiða slíka vinnu, og hafa í huga í allri sinni vinnu og ásýnd félagsins. Framsækið félag í forystu í jafnréttis- og mannréttindamálum Mikið hefur áunnist í réttindabaráttunni í gegnum tíðina og var VR lengi vel þekkt fyrir að vera framsækið og í fararbroddi þegar stór skref voru tekin í jafnréttismálum. Það hefur þó orðið mikið bakslag í réttindabaráttu kvenna, hinsegin fólks og útlendinga á heimsvísu undanfarið og höfum við fundið fyrir því bakslagi hér á landi líka. Því er enn brýn þörf fyrir sameiginlegt átak í jafnréttis- og mannréttindamálum þvert á samfélagið og stofnanir þess. Stærsta stéttarfélagið á Íslandi á að vera leiðandi í jafnréttis- og mannréttindabaráttunni, styðja við inngildingu jaðarsettra hópa og tryggja að vinnumarkaður sem mismunar fólki á grundvelli kyns, kynferðis, uppruna, aldurs, fötlunar og hvers kyns fordómum heyri sögunni til, en til að svo megi verða þurfa stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins að vinna saman. Stór og mikil ákvarðanataka, líkt og sú sem fer fram í kjaraviðræðum, þarf að gerast í fjölbreyttari hópi. VR þarf að fara fram með góðu fordæmi og endurheimta stöðu sína sem leiðandi afl í allri umræðu og gjörðum sem snúa að jafnrétti og mannréttindum. Það verður ekki gert með mann í brúnni sem vísvitandi berst gegn framgangi mála í jafnréttisbaráttunni og fer nánast einn síns liðs inn í kjaraviðræður fyrir stærsta, og líklega eitt fjölbreyttasta, stéttarfélag landsins. Það er kominn tími á breytingar. Kosningar til formanns og stjórnar VR hefjast miðvikudaginn 8. mars og standa yfir í viku. Þær fara fram á rafrænan hátt á vr.is og það er auðvelt að kjósa. Félagar í VR geta með atkvæði sínu haft mikil áhrif á framgang mála í VR. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
VR er stærsta stéttarfélagið á Íslandi en í félaginu eru um 40.000 félagar á sex félagssvæðum víða um landið. Miðað við fjöldann má ætla að félagsfólkið sé allskonar, af öllum kynjum, kynhneigð og aldri, fatlað og ófatlað fólk, af fjölbreyttum uppruna og trú. Útlendingum fjölgar á vinnumarkaðnum og þar af leiðandi í VR líka og er hlutfall þeirra af félagsfólki að verða komið upp í 14%. Konur eru rúmlega helmingur félagsfólks og ungt fólk er langstærsti hópurinn innan VR. Með slíkan fjölbreytileika í félaginu ætti jafnréttis- og mannréttindavinkillinn alltaf að vera ein megináhersla þess og útgangspunktur í allri vinnu og orðræðu. Sofnað á vaktinni Síðastliðin ár hefur VR þó ekki staðið sig sem skyldi í þessum málaflokki enda hefur núverandi formaður lítið sem ekkert sýnt þessum málefnum áhuga. Þvert á móti má sjá metnaðarleysi hans í þessum málum endurspeglast nú síðast í kjaraviðræðunum á liðnu ári, en þar fór hann einn fyrir viðræðum ásamt framkvæmdastjóra félagsins. Tveir karlar á besta aldri að semja fyrir hönd VR, stærsta stéttarfélag landsins, þar sem rúmlega helmingur félagsfólks eru konur og meirihluti félagsfólks er ungt fólk. Fyrir utan það hve ólýðræðislegt það er að einungis tveir aðilar fari fyrir samningaviðræðum fyrir 40.000 félaga. Sú ásýnd sem fylgdi VR í kjaraviðræðunum endurspeglaði ekki jafnrétti, fjölbreytileika eða lýðræði á nokkurn hátt. Í allri hagsmunabaráttu er hinsvegar mjög mikilvægt að svo sé. Það olli jafnframt undirritaðri og öðrum jafnréttissinnum innan VR miklum vonbrigðum að heyra að núverandi formaður skuli einn fulltrúa miðstjórnar ASÍ hafa sett sig upp á móti stofnun sérstaks kvennavettvangs innan Alþýðusambandsins. Markmið slíks vettvangs er að stuðla að frekari samstöðu og valdefla konur innan verkalýðshreyfingarinnar, enda hefur karllægni einkennt hreyfinguna allt frá stofnun hennar. Bakslag í baráttunni Það er ekki að ástæðulausu sem stærsta stéttarfélagið á landinu þarf að beita sér fyrir jafnrétti og mannréttindum, rétt eins og öðrum málefnum sem snúa að félagsfólki og samfélaginu í heild. Kynbundið misrétti, ofbeldi og áreiti þrífst enn í ákveðinni vinnustaðamenningu og ennþá verður fólk á vinnumarkaðnum fyrir fordómum á grundvelli kynhneigðar, uppruna og fötlunar, svo dæmi séu nefnd. Lög sem leggja bann við slíku og eiga að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði virðast ekki duga ein og sér til að uppræta þessi samfélagsmein. Til þess þarf samtakamátt og viðhorfsbreytingu, efla fræðslu, eftirlit og eftirfylgni og koma á árangursríkum viðurlögum. VR í öllu sínu veldi getur svo sannarlega lagt sitt af mörkum þar og ætti að leiða slíka vinnu, og hafa í huga í allri sinni vinnu og ásýnd félagsins. Framsækið félag í forystu í jafnréttis- og mannréttindamálum Mikið hefur áunnist í réttindabaráttunni í gegnum tíðina og var VR lengi vel þekkt fyrir að vera framsækið og í fararbroddi þegar stór skref voru tekin í jafnréttismálum. Það hefur þó orðið mikið bakslag í réttindabaráttu kvenna, hinsegin fólks og útlendinga á heimsvísu undanfarið og höfum við fundið fyrir því bakslagi hér á landi líka. Því er enn brýn þörf fyrir sameiginlegt átak í jafnréttis- og mannréttindamálum þvert á samfélagið og stofnanir þess. Stærsta stéttarfélagið á Íslandi á að vera leiðandi í jafnréttis- og mannréttindabaráttunni, styðja við inngildingu jaðarsettra hópa og tryggja að vinnumarkaður sem mismunar fólki á grundvelli kyns, kynferðis, uppruna, aldurs, fötlunar og hvers kyns fordómum heyri sögunni til, en til að svo megi verða þurfa stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins að vinna saman. Stór og mikil ákvarðanataka, líkt og sú sem fer fram í kjaraviðræðum, þarf að gerast í fjölbreyttari hópi. VR þarf að fara fram með góðu fordæmi og endurheimta stöðu sína sem leiðandi afl í allri umræðu og gjörðum sem snúa að jafnrétti og mannréttindum. Það verður ekki gert með mann í brúnni sem vísvitandi berst gegn framgangi mála í jafnréttisbaráttunni og fer nánast einn síns liðs inn í kjaraviðræður fyrir stærsta, og líklega eitt fjölbreyttasta, stéttarfélag landsins. Það er kominn tími á breytingar. Kosningar til formanns og stjórnar VR hefjast miðvikudaginn 8. mars og standa yfir í viku. Þær fara fram á rafrænan hátt á vr.is og það er auðvelt að kjósa. Félagar í VR geta með atkvæði sínu haft mikil áhrif á framgang mála í VR. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun