Trump gefur út lag ásamt kór innrásarmanna Árni Sæberg skrifar 4. mars 2023 08:00 Donald Trump hefur gefið út lag. Jabin Botsford/Getty Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur gefið út smáskífu ásamt kór manna sem hafa verið fangelsaðir fyrir að taka þátt í innrásinni í bandaríska þingið þann 6. janúar árið 2021. Lagið ber titilinn Justice for all, eða Réttlæti fyrir alla, og er sagt ætlað til fjáröflunar fyrir fjölskyldur fólks sem hefur verið fangelsað fyrir þátttöku í innrásinni. Nokkur fjöldi fólks hefur hlotið dóma fyrir að ráðast inn í þinghúsið og stjórnmálamenn lengst til hægri í bandarískum stjórnvöldum hafa sagt það óréttlátt. Í laginu les Trump hollustueið Bandaríkjanna (e. Pledge of allegiance) á meðan kórinn J6 prison choir syngur bandaríska þjóðsönginn. Lagið er aðgengilegt á öllum helstu tónlistarveitum og það má heyra í spilaranum hér að neðan, ef ske kynni að lesendur vilji heyra það. Í frétt The Guardian um málið segir að útgáfa lagsins sé nýjasta útspil Trumps og fleiri á hægri væng stjórnmálanna í viðleitni þeirra til þess að beita innrásinni sem pólitísku tæki og að mála þá sem fangelsaðir hafa verið vegna hennar upp sem píslarvotta sem séu hundeltir af stjórnvöldum. „Ég mér hefur aldrei verið jafnmisboðið af tilvist lags og þessa sem er sungið af forseta sem reyndi að fremja valdarán og kór uppreisnarmanna sem reyndu að aðstoða hann,“ hefur The Guardian eftir Robert Maguire, rannsakanda hjá félagasamtökunum Citizens for Responsibility and Ethics in Washington, sem berjast fyrir aukinni ábyrgð og siðferði í bandarískum stjórnmálum. Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Tónlist Donald Trump Tengdar fréttir Geta stefnt Trump vegna árásarinnar á þinghúsið Lögreglumönnum og þingmönnum er heimilt að stefna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið, að mati bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Trump heldur því fram að hann njóti friðhelgi fyrir slíkum kröfum. 3. mars 2023 08:50 Trump sagður hafa kveikt uppreisnarbálið Ábyrgðin á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í fyrra er á herðum eins manns: Trumps sjálfs. Þetta er niðurstaða þingnefndar sem rannsakaði árásina. Hún mælir með því að Trump verði bannað að gegna opinberu embætti aftur. 23. desember 2022 09:10 Segir MAGA-Repúblikana ógna Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Donald Trump, forvera sinn og stuðningsmenn hans, í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Biden sagði að svo lengi sem Trump stjórnaði Repúblikanaflokknum ógnaði flokkurinn lýðræði í Bandaríkjunum. 2. september 2022 10:53 Trump vildi leiða vopnaða stuðningsmenn að þinghúsinu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, vildi leiða stuðningsmenn sína að þinghúsinu þrátt fyrir að honum hefði verið sagt að sumir þeirra væru vopnaðir. Starfsmaður í Hvíta húsinu segir að Trump hafi viljað að málmleitarhlið yrðu fjarlægð til að hægja ekki á stuðningsmönnunum. 29. júní 2022 09:11 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Lagið ber titilinn Justice for all, eða Réttlæti fyrir alla, og er sagt ætlað til fjáröflunar fyrir fjölskyldur fólks sem hefur verið fangelsað fyrir þátttöku í innrásinni. Nokkur fjöldi fólks hefur hlotið dóma fyrir að ráðast inn í þinghúsið og stjórnmálamenn lengst til hægri í bandarískum stjórnvöldum hafa sagt það óréttlátt. Í laginu les Trump hollustueið Bandaríkjanna (e. Pledge of allegiance) á meðan kórinn J6 prison choir syngur bandaríska þjóðsönginn. Lagið er aðgengilegt á öllum helstu tónlistarveitum og það má heyra í spilaranum hér að neðan, ef ske kynni að lesendur vilji heyra það. Í frétt The Guardian um málið segir að útgáfa lagsins sé nýjasta útspil Trumps og fleiri á hægri væng stjórnmálanna í viðleitni þeirra til þess að beita innrásinni sem pólitísku tæki og að mála þá sem fangelsaðir hafa verið vegna hennar upp sem píslarvotta sem séu hundeltir af stjórnvöldum. „Ég mér hefur aldrei verið jafnmisboðið af tilvist lags og þessa sem er sungið af forseta sem reyndi að fremja valdarán og kór uppreisnarmanna sem reyndu að aðstoða hann,“ hefur The Guardian eftir Robert Maguire, rannsakanda hjá félagasamtökunum Citizens for Responsibility and Ethics in Washington, sem berjast fyrir aukinni ábyrgð og siðferði í bandarískum stjórnmálum.
Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Tónlist Donald Trump Tengdar fréttir Geta stefnt Trump vegna árásarinnar á þinghúsið Lögreglumönnum og þingmönnum er heimilt að stefna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið, að mati bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Trump heldur því fram að hann njóti friðhelgi fyrir slíkum kröfum. 3. mars 2023 08:50 Trump sagður hafa kveikt uppreisnarbálið Ábyrgðin á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í fyrra er á herðum eins manns: Trumps sjálfs. Þetta er niðurstaða þingnefndar sem rannsakaði árásina. Hún mælir með því að Trump verði bannað að gegna opinberu embætti aftur. 23. desember 2022 09:10 Segir MAGA-Repúblikana ógna Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Donald Trump, forvera sinn og stuðningsmenn hans, í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Biden sagði að svo lengi sem Trump stjórnaði Repúblikanaflokknum ógnaði flokkurinn lýðræði í Bandaríkjunum. 2. september 2022 10:53 Trump vildi leiða vopnaða stuðningsmenn að þinghúsinu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, vildi leiða stuðningsmenn sína að þinghúsinu þrátt fyrir að honum hefði verið sagt að sumir þeirra væru vopnaðir. Starfsmaður í Hvíta húsinu segir að Trump hafi viljað að málmleitarhlið yrðu fjarlægð til að hægja ekki á stuðningsmönnunum. 29. júní 2022 09:11 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Geta stefnt Trump vegna árásarinnar á þinghúsið Lögreglumönnum og þingmönnum er heimilt að stefna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið, að mati bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Trump heldur því fram að hann njóti friðhelgi fyrir slíkum kröfum. 3. mars 2023 08:50
Trump sagður hafa kveikt uppreisnarbálið Ábyrgðin á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í fyrra er á herðum eins manns: Trumps sjálfs. Þetta er niðurstaða þingnefndar sem rannsakaði árásina. Hún mælir með því að Trump verði bannað að gegna opinberu embætti aftur. 23. desember 2022 09:10
Segir MAGA-Repúblikana ógna Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Donald Trump, forvera sinn og stuðningsmenn hans, í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Biden sagði að svo lengi sem Trump stjórnaði Repúblikanaflokknum ógnaði flokkurinn lýðræði í Bandaríkjunum. 2. september 2022 10:53
Trump vildi leiða vopnaða stuðningsmenn að þinghúsinu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, vildi leiða stuðningsmenn sína að þinghúsinu þrátt fyrir að honum hefði verið sagt að sumir þeirra væru vopnaðir. Starfsmaður í Hvíta húsinu segir að Trump hafi viljað að málmleitarhlið yrðu fjarlægð til að hægja ekki á stuðningsmönnunum. 29. júní 2022 09:11