Reynir að komast í Eurovision og útilokar ekki að spila í Bestu-deildinni í sumar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. mars 2023 10:00 Viðtalið var tekið á sparkvelli við Laugarnesskóla. Skömmu eftir að það fréttist að þátttakandi í Söngvakeppninni væri þar flykktust krakkarnir í kringum Braga Bergsson, spiluðu fótbolta við og fengu myndir af sér með honum. vísir/egill Bragi Bergsson sem keppir í úrslitum Söngvakeppninnar í kvöld hefur leikið fótbolta alla sína tíð. Hann útilokar ekki að spila í Bestu deild karla í sumar. Það ræðst í kvöld hver verður fulltrúi Íslands í Eurovision, Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, í Liverpool á Englandi í maí. Meðal laganna fimm í úrslitum Söngvakeppninnar er „Stundum snýst heimurinn gegn þér“ sem Bragi flytur. Bragi er uppalinn í Svíþjóð og hefur getið sér gott orð í tónlist þar. Hann endaði meðal annars í 3. sæti sænska Idolsins 2018. En núna er hann kominn heim og freistar þess að komast í Eurovision fyrir hönd Íslands, eitthvað sem hefur lengi blundað í honum. „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Maður hefur alltaf hugsað að það væri gaman að gera þetta en það hefur aldrei verið rétti tíminn. En núna ákvað ég að gera eitthvað gaman og er mættur til Íslands.“ En er Bragi vongóður um að vinna Söngvakeppnina og komast í Eurovision? „Ég er aldrei voðalega bjartsýnn. Ég efast alltaf eitthvað. En núna ætla ég að reyna að þora að vona að ég geti kannski unnið,“ sagði Bragi sem syngur á ensku úrslitakvöldinu. Lagið hans nefnist þá „Sometimes the World's Against You“. Sem fyrr sagði hefur Bragi alltaf verið í fótbolta. Hann hefur meðal annars spilað þrjú tímabil í efstu deild hér á Íslandi. Hann lék með ÍBV 2013 og 2014 og Fylki 2016, alls 36 deildarleiki og skoraði þrjú mörk. Þá skoraði hann fyrir ÍBV gegn HB Þórshöfn í Evrópudeildinni 2013. Klippa: Viðtal við Braga Bergsson „Ég byrjaði að spila úti í Svíþjóð með liði sem heitir Västra Frölunda en þegar ég var lítill kom ég alltaf til Íslands á sumrin og spilaði með KA og smá með ÍA,“ sagði Bragi. „Svo var ég hjá Gautaborg en fékk reyndar aldrei að spila meistaraflokksleik með þeim í sænsku úrvalsdeildinni. Svo spilaði ég tvö sumur með ÍBV. Við spiluðum í Evrópukeppni, Hermann Hreiðarsson var að þjálfa og David James í markinu. Ég spilaði með GAIS í B-deildinni í Svíþjóð, síðan Fylki og svo hef ég mest verið í C-deildinni úti, með Utsikten. Við komumst upp í sænsku B-deildina í hitteðfyrra en þá var ég farinn að syngja mikið og ætlaði að einbeita mér meira að söngnum.“ Bragi lék ellefu leiki fyrir yngri landslið Íslands á sínum tíma.vísir/egill Meðan Bragi hefur verið hér á landi vegna Söngvakeppninnar hefur hann æft með Fylki. Og hann útilokar ekki að spila með liðinu í sumar. „Það er aldrei að vita hvað gerist. Ég ætla aldrei að segja aldrei. Það gæti gerst. Ég veit það ekki. Núna er einbeitingin á Söngvakeppnina og svo sjáum við hvað gerist,“ sagði Bragi. Hann segir að fótboltinn hjálpi þegar kemur að tónlistinni. „Klárlega. Að undirbúa sig fyrir verkefni. Ég sé laugardagskvöldið fyrir mig eins og leik. Ég þarf að borða vel, sofa vel. Svo snýst þetta bæði um að standa sig undir pressu. Fótboltinn hefur alveg hjálpað mér,“ sagði Bragi að lokum. Fótbolti Eurovision Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Fótbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira
Það ræðst í kvöld hver verður fulltrúi Íslands í Eurovision, Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, í Liverpool á Englandi í maí. Meðal laganna fimm í úrslitum Söngvakeppninnar er „Stundum snýst heimurinn gegn þér“ sem Bragi flytur. Bragi er uppalinn í Svíþjóð og hefur getið sér gott orð í tónlist þar. Hann endaði meðal annars í 3. sæti sænska Idolsins 2018. En núna er hann kominn heim og freistar þess að komast í Eurovision fyrir hönd Íslands, eitthvað sem hefur lengi blundað í honum. „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Maður hefur alltaf hugsað að það væri gaman að gera þetta en það hefur aldrei verið rétti tíminn. En núna ákvað ég að gera eitthvað gaman og er mættur til Íslands.“ En er Bragi vongóður um að vinna Söngvakeppnina og komast í Eurovision? „Ég er aldrei voðalega bjartsýnn. Ég efast alltaf eitthvað. En núna ætla ég að reyna að þora að vona að ég geti kannski unnið,“ sagði Bragi sem syngur á ensku úrslitakvöldinu. Lagið hans nefnist þá „Sometimes the World's Against You“. Sem fyrr sagði hefur Bragi alltaf verið í fótbolta. Hann hefur meðal annars spilað þrjú tímabil í efstu deild hér á Íslandi. Hann lék með ÍBV 2013 og 2014 og Fylki 2016, alls 36 deildarleiki og skoraði þrjú mörk. Þá skoraði hann fyrir ÍBV gegn HB Þórshöfn í Evrópudeildinni 2013. Klippa: Viðtal við Braga Bergsson „Ég byrjaði að spila úti í Svíþjóð með liði sem heitir Västra Frölunda en þegar ég var lítill kom ég alltaf til Íslands á sumrin og spilaði með KA og smá með ÍA,“ sagði Bragi. „Svo var ég hjá Gautaborg en fékk reyndar aldrei að spila meistaraflokksleik með þeim í sænsku úrvalsdeildinni. Svo spilaði ég tvö sumur með ÍBV. Við spiluðum í Evrópukeppni, Hermann Hreiðarsson var að þjálfa og David James í markinu. Ég spilaði með GAIS í B-deildinni í Svíþjóð, síðan Fylki og svo hef ég mest verið í C-deildinni úti, með Utsikten. Við komumst upp í sænsku B-deildina í hitteðfyrra en þá var ég farinn að syngja mikið og ætlaði að einbeita mér meira að söngnum.“ Bragi lék ellefu leiki fyrir yngri landslið Íslands á sínum tíma.vísir/egill Meðan Bragi hefur verið hér á landi vegna Söngvakeppninnar hefur hann æft með Fylki. Og hann útilokar ekki að spila með liðinu í sumar. „Það er aldrei að vita hvað gerist. Ég ætla aldrei að segja aldrei. Það gæti gerst. Ég veit það ekki. Núna er einbeitingin á Söngvakeppnina og svo sjáum við hvað gerist,“ sagði Bragi. Hann segir að fótboltinn hjálpi þegar kemur að tónlistinni. „Klárlega. Að undirbúa sig fyrir verkefni. Ég sé laugardagskvöldið fyrir mig eins og leik. Ég þarf að borða vel, sofa vel. Svo snýst þetta bæði um að standa sig undir pressu. Fótboltinn hefur alveg hjálpað mér,“ sagði Bragi að lokum.
Fótbolti Eurovision Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Fótbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti