Segir borgarstjóra í „hefndarleiðangri“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. mars 2023 12:46 Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggst gegn fyrirhugaðri lokun Borgarskjalasafns og segir vinnu að baki tillögunni óvandaða. Hann túlkar ákvörðunina sem hefndaraðgerð borgarstjóra gegn safninu. Borgarstjóri segir að vandað verði til verka í hvívetna; milljarðar muni sparast með breyttum rekstri. Tillaga Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að leggja niður starfsemi Borgarskjalasafns í núverandi mynd og flytja stærstan hluta verkefna þess til Þjóðskjalasafns Íslands - var samþykkt á borgarráðsfundi í gær. Borgarstjóri vísar til ítarlegrar skýrslu sem unnin var um reksturinn, þar sem reiknað er út að sex milljarðar gætu sparast með kostinum sem valinn var. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir vinnubrögð að baki tillögunni hins vegar algjörlega óverjandi og vísar til þess að fyrst hafi leynd átt að hvíla yfir tillögunni. Þá séu gögn sem borgarstjóri lagði fram óvönduð. „Skýrslan er þannig gerð að sá kostur sem borgarstjóri leggur til, það er látið líta út fyrir að þar sé um gríðarlegan sparnað að ræða en ekki í hinum tilvikunum, þeir eru reiknaðir upp, hinir kostirnir. Og það er auðvitað ekki hægt að taka þátt í svona leiðangri þegar vinnan er jafn flaustursleg og óvönduð og raun ber vitni,“ segir Kjartan. Vilja skoða málið betur Sjálfstæðismenn í borginni hafa verið einir helstu talsmenn niðurskurðarhnífsins síðustu misseri. Inntur eftir því hvort að sparnaðaraðgerðir sem þessar ættu ekki einmitt að leggjast vel í hann segir Kjartan svo ekki vera í þessu tilfelli. En hvað viljið þið þá að verði gert? „Okkur finnst sjálfsagt að skoða málið, fara yfir þessa kosti, gefa hagsmunaaðilum í málinu kost á að fara yfir það og skila vönduðum umsögnum, ekki umsögnum sem eru gerðar á nokkrum dögum.“ Þá vísar Kjartan til þess þegar Borgarskjalasafn gerði athugasemdir við gagnavörslu borgarinnar í Braggamálinu svokallaða. „Það verður ekki hjá því komist að rifja upp þessi samskipti nú þegar borgarstjóri fer í þennan leiðangur gegn safninu. Og mér finnst líklegast að þarna sé um hefndarleiðangur að ræða.“ Ekki náðist í borgarstjóra fyrir hádegisfréttir en hann sagði í vikunni að vandað hefði verið til verka í hverju skrefi - og verði áfram. Tillagan verður endanlega afgreidd í borgarstjórn í næstu viku. Reykjavík Söfn Lokun Borgarskjalasafns Borgarstjórn Tengdar fréttir „Galið og algert óráð“ að loka Borgarskjalasafni Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, segir að það sé algert óráð og galið að loka Borgarskjalasafni. Það sé ýmislegt sem vanti upp á til að hægt sé að taka jafn afdrifaríka ákvörðun og þessa. Þá gæti hún haft í för með sér óafturkræfar afleiðingar og valdið miklum skaða. 2. mars 2023 16:11 Verður opið hjá ykkur á föstudaginn? Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, hefur lagt fram tillögu í borgarráði um að Borgarskjalasafn Reykjavíkur verði lagt niður í núverandi mynd og mun borgarráð afgreiða hana fimmtudaginn 2. mars. 2. mars 2023 07:00 Sagnfræðingar ósáttir við mögulega lokun Borgarskjalasafnsins Sagnfræðingar eru ósáttir við að mögulega verði Borgarskjalasafnið lagt niður í núverandi mynd og segja meinlegt að þetta sé gert án samráðs við borgarskjalavörð eða aðra fagmenn. Ekki megi draga úr getu til varðveislu og miðlunar sögunnar og „ekki síst á tímum upplýsingaóreiðu og falsfrétta“. 18. febrúar 2023 19:32 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Tillaga Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að leggja niður starfsemi Borgarskjalasafns í núverandi mynd og flytja stærstan hluta verkefna þess til Þjóðskjalasafns Íslands - var samþykkt á borgarráðsfundi í gær. Borgarstjóri vísar til ítarlegrar skýrslu sem unnin var um reksturinn, þar sem reiknað er út að sex milljarðar gætu sparast með kostinum sem valinn var. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir vinnubrögð að baki tillögunni hins vegar algjörlega óverjandi og vísar til þess að fyrst hafi leynd átt að hvíla yfir tillögunni. Þá séu gögn sem borgarstjóri lagði fram óvönduð. „Skýrslan er þannig gerð að sá kostur sem borgarstjóri leggur til, það er látið líta út fyrir að þar sé um gríðarlegan sparnað að ræða en ekki í hinum tilvikunum, þeir eru reiknaðir upp, hinir kostirnir. Og það er auðvitað ekki hægt að taka þátt í svona leiðangri þegar vinnan er jafn flaustursleg og óvönduð og raun ber vitni,“ segir Kjartan. Vilja skoða málið betur Sjálfstæðismenn í borginni hafa verið einir helstu talsmenn niðurskurðarhnífsins síðustu misseri. Inntur eftir því hvort að sparnaðaraðgerðir sem þessar ættu ekki einmitt að leggjast vel í hann segir Kjartan svo ekki vera í þessu tilfelli. En hvað viljið þið þá að verði gert? „Okkur finnst sjálfsagt að skoða málið, fara yfir þessa kosti, gefa hagsmunaaðilum í málinu kost á að fara yfir það og skila vönduðum umsögnum, ekki umsögnum sem eru gerðar á nokkrum dögum.“ Þá vísar Kjartan til þess þegar Borgarskjalasafn gerði athugasemdir við gagnavörslu borgarinnar í Braggamálinu svokallaða. „Það verður ekki hjá því komist að rifja upp þessi samskipti nú þegar borgarstjóri fer í þennan leiðangur gegn safninu. Og mér finnst líklegast að þarna sé um hefndarleiðangur að ræða.“ Ekki náðist í borgarstjóra fyrir hádegisfréttir en hann sagði í vikunni að vandað hefði verið til verka í hverju skrefi - og verði áfram. Tillagan verður endanlega afgreidd í borgarstjórn í næstu viku.
Reykjavík Söfn Lokun Borgarskjalasafns Borgarstjórn Tengdar fréttir „Galið og algert óráð“ að loka Borgarskjalasafni Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, segir að það sé algert óráð og galið að loka Borgarskjalasafni. Það sé ýmislegt sem vanti upp á til að hægt sé að taka jafn afdrifaríka ákvörðun og þessa. Þá gæti hún haft í för með sér óafturkræfar afleiðingar og valdið miklum skaða. 2. mars 2023 16:11 Verður opið hjá ykkur á föstudaginn? Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, hefur lagt fram tillögu í borgarráði um að Borgarskjalasafn Reykjavíkur verði lagt niður í núverandi mynd og mun borgarráð afgreiða hana fimmtudaginn 2. mars. 2. mars 2023 07:00 Sagnfræðingar ósáttir við mögulega lokun Borgarskjalasafnsins Sagnfræðingar eru ósáttir við að mögulega verði Borgarskjalasafnið lagt niður í núverandi mynd og segja meinlegt að þetta sé gert án samráðs við borgarskjalavörð eða aðra fagmenn. Ekki megi draga úr getu til varðveislu og miðlunar sögunnar og „ekki síst á tímum upplýsingaóreiðu og falsfrétta“. 18. febrúar 2023 19:32 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
„Galið og algert óráð“ að loka Borgarskjalasafni Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, segir að það sé algert óráð og galið að loka Borgarskjalasafni. Það sé ýmislegt sem vanti upp á til að hægt sé að taka jafn afdrifaríka ákvörðun og þessa. Þá gæti hún haft í för með sér óafturkræfar afleiðingar og valdið miklum skaða. 2. mars 2023 16:11
Verður opið hjá ykkur á föstudaginn? Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, hefur lagt fram tillögu í borgarráði um að Borgarskjalasafn Reykjavíkur verði lagt niður í núverandi mynd og mun borgarráð afgreiða hana fimmtudaginn 2. mars. 2. mars 2023 07:00
Sagnfræðingar ósáttir við mögulega lokun Borgarskjalasafnsins Sagnfræðingar eru ósáttir við að mögulega verði Borgarskjalasafnið lagt niður í núverandi mynd og segja meinlegt að þetta sé gert án samráðs við borgarskjalavörð eða aðra fagmenn. Ekki megi draga úr getu til varðveislu og miðlunar sögunnar og „ekki síst á tímum upplýsingaóreiðu og falsfrétta“. 18. febrúar 2023 19:32