„Galið og algert óráð“ að loka Borgarskjalasafni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. mars 2023 16:11 Tillaga um að leggja Borgarskjalasafn niður og að færa lögbundin verkefni til Þjóðskjalasafns er ein af þremur sviðsmyndum sem KPMG, endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtæki, vann fyrir borgina. vísir/egill Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, segir að það sé algert óráð og galið að loka Borgarskjalasafni. Það sé ýmislegt sem vanti upp á til að hægt sé að taka jafn afdrifaríka ákvörðun og þessa. Þá gæti hún haft í för með sér óafturkræfar afleiðingar og valdið miklum skaða. Tillaga um að leggja Borgarskjalasafn niður og að færa lögbundin verkefni til Þjóðskjalasafns er ein af þremur sviðsmyndum sem KPMG, endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtæki, vann fyrir borgina. Hinar sviðsmyndirnar lúta annars vegar að því að borgin myndi áfram standa undir kostnaði við nauðsynlegar fjárfestingar og hins vegar að efla samstarf Borgarskjalasafns og Þjóðskjalasafns með samnýtingu á húsnæði og innviðum. Málið var til umfjöllunar á fundi borgarráðs í dag þar sem tillaga áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna var felld. Í henni fólst að borgarráð myndi fela Innri endurskoðun Reykjavíkur að yfirfara forsendur og kostnaðarmat þeirra þriggja sviðsmynda sem KPMG dregur upp í skýrslu sinni. Þá sé honum einnig falið að áhættugreina þessar ólíku sviðsmyndir og meta orðsporsáhættu verkefnisins með tilliti til undangengins verklags og afleiðinga af þeirri ákvörðun sem tekin er í tengslum við framtíð Borgarskjalasafns. Tillaga borgarstjóra um að loka Borgarskjalasafni fékk mótatkvæði í borgarráði og því kemur hún til afgreiðslu borgarstjórnar á þriðjudag. Líf fjallar um málið á Facebook síðu sinni þar sem hún segir framtíð allra héraðsskjalasafna landsins sett í uppnám sem og framtíð safnakosts Borgarskjalasafns og aðgengi að honum. Þá bendir hún á að uppi sé óvissa hvort ríkið geti og yfir höfuð vilji taka við skjölum Borgarskjalasafns. „Það felast ríkir hagsmunir, öryggi og verðmæti í því að reka Borgarskjalasafn og einkum á tímum umfangsmikillar stafrænnar vegferðar sem borgin hefur hafið. Það er því algert óráð og gersamlega galið að loka því. Meirihlutinn hefur haldið illa á þessu máli og það kæmi mér ekki á óvart að hann eigi eftir að missa allt úr höndunum vegna þessarar misráðnu pólitísku afstöðu sinnar til skjala- og menningarmála borgarinnar. Þetta er ekkert nema tómlæti og skeytingarleysi til þeirrar merku lýðræðisstofnunar sem Borgarskjalasafn er,“ ritar Líf. Reykjavík Borgarstjórn Söfn Lokun Borgarskjalasafns Tengdar fréttir Verður opið hjá ykkur á föstudaginn? Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, hefur lagt fram tillögu í borgarráði um að Borgarskjalasafn Reykjavíkur verði lagt niður í núverandi mynd og mun borgarráð afgreiða hana fimmtudaginn 2. mars. 2. mars 2023 07:00 Sagnfræðingar ósáttir við mögulega lokun Borgarskjalasafnsins Sagnfræðingar eru ósáttir við að mögulega verði Borgarskjalasafnið lagt niður í núverandi mynd og segja meinlegt að þetta sé gert án samráðs við borgarskjalavörð eða aðra fagmenn. Ekki megi draga úr getu til varðveislu og miðlunar sögunnar og „ekki síst á tímum upplýsingaóreiðu og falsfrétta“. 18. febrúar 2023 19:32 Segir það lýsa metnaðarleysi að leggja niður Borgarskjalasafnið Borgarskjalavörður segir hugmyndir um að leggja niður Borgarskjalasafnið metnaðarlausar en tillögu þess efnis var frestað í borgarráði í gær. Starfið yrði sett áratugi aftur í tímann. 17. febrúar 2023 22:00 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Sjá meira
Tillaga um að leggja Borgarskjalasafn niður og að færa lögbundin verkefni til Þjóðskjalasafns er ein af þremur sviðsmyndum sem KPMG, endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtæki, vann fyrir borgina. Hinar sviðsmyndirnar lúta annars vegar að því að borgin myndi áfram standa undir kostnaði við nauðsynlegar fjárfestingar og hins vegar að efla samstarf Borgarskjalasafns og Þjóðskjalasafns með samnýtingu á húsnæði og innviðum. Málið var til umfjöllunar á fundi borgarráðs í dag þar sem tillaga áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna var felld. Í henni fólst að borgarráð myndi fela Innri endurskoðun Reykjavíkur að yfirfara forsendur og kostnaðarmat þeirra þriggja sviðsmynda sem KPMG dregur upp í skýrslu sinni. Þá sé honum einnig falið að áhættugreina þessar ólíku sviðsmyndir og meta orðsporsáhættu verkefnisins með tilliti til undangengins verklags og afleiðinga af þeirri ákvörðun sem tekin er í tengslum við framtíð Borgarskjalasafns. Tillaga borgarstjóra um að loka Borgarskjalasafni fékk mótatkvæði í borgarráði og því kemur hún til afgreiðslu borgarstjórnar á þriðjudag. Líf fjallar um málið á Facebook síðu sinni þar sem hún segir framtíð allra héraðsskjalasafna landsins sett í uppnám sem og framtíð safnakosts Borgarskjalasafns og aðgengi að honum. Þá bendir hún á að uppi sé óvissa hvort ríkið geti og yfir höfuð vilji taka við skjölum Borgarskjalasafns. „Það felast ríkir hagsmunir, öryggi og verðmæti í því að reka Borgarskjalasafn og einkum á tímum umfangsmikillar stafrænnar vegferðar sem borgin hefur hafið. Það er því algert óráð og gersamlega galið að loka því. Meirihlutinn hefur haldið illa á þessu máli og það kæmi mér ekki á óvart að hann eigi eftir að missa allt úr höndunum vegna þessarar misráðnu pólitísku afstöðu sinnar til skjala- og menningarmála borgarinnar. Þetta er ekkert nema tómlæti og skeytingarleysi til þeirrar merku lýðræðisstofnunar sem Borgarskjalasafn er,“ ritar Líf.
Reykjavík Borgarstjórn Söfn Lokun Borgarskjalasafns Tengdar fréttir Verður opið hjá ykkur á föstudaginn? Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, hefur lagt fram tillögu í borgarráði um að Borgarskjalasafn Reykjavíkur verði lagt niður í núverandi mynd og mun borgarráð afgreiða hana fimmtudaginn 2. mars. 2. mars 2023 07:00 Sagnfræðingar ósáttir við mögulega lokun Borgarskjalasafnsins Sagnfræðingar eru ósáttir við að mögulega verði Borgarskjalasafnið lagt niður í núverandi mynd og segja meinlegt að þetta sé gert án samráðs við borgarskjalavörð eða aðra fagmenn. Ekki megi draga úr getu til varðveislu og miðlunar sögunnar og „ekki síst á tímum upplýsingaóreiðu og falsfrétta“. 18. febrúar 2023 19:32 Segir það lýsa metnaðarleysi að leggja niður Borgarskjalasafnið Borgarskjalavörður segir hugmyndir um að leggja niður Borgarskjalasafnið metnaðarlausar en tillögu þess efnis var frestað í borgarráði í gær. Starfið yrði sett áratugi aftur í tímann. 17. febrúar 2023 22:00 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Sjá meira
Verður opið hjá ykkur á föstudaginn? Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, hefur lagt fram tillögu í borgarráði um að Borgarskjalasafn Reykjavíkur verði lagt niður í núverandi mynd og mun borgarráð afgreiða hana fimmtudaginn 2. mars. 2. mars 2023 07:00
Sagnfræðingar ósáttir við mögulega lokun Borgarskjalasafnsins Sagnfræðingar eru ósáttir við að mögulega verði Borgarskjalasafnið lagt niður í núverandi mynd og segja meinlegt að þetta sé gert án samráðs við borgarskjalavörð eða aðra fagmenn. Ekki megi draga úr getu til varðveislu og miðlunar sögunnar og „ekki síst á tímum upplýsingaóreiðu og falsfrétta“. 18. febrúar 2023 19:32
Segir það lýsa metnaðarleysi að leggja niður Borgarskjalasafnið Borgarskjalavörður segir hugmyndir um að leggja niður Borgarskjalasafnið metnaðarlausar en tillögu þess efnis var frestað í borgarráði í gær. Starfið yrði sett áratugi aftur í tímann. 17. febrúar 2023 22:00