Björn stýrir besta sjúkrahúsi Evrópu Bjarki Sigurðsson skrifar 2. mars 2023 15:05 Björn Zoëga segir samkeppnina vera ansi harða. Karolinska Karolinska-sjúkrahúsið er sjötta besta sjúkrahús heims samkvæmt nýjum lista Newsweek. Sjúkrahús í Norður-Ameríku raða sér í efstu fimm sætin og er því Karolinska það besta í Evrópu. Björn Zoëga, formaður stjórnar Landspítalans, er forstjóri Karolinska. Björn tók við sem forstjóri sjúkrahússins í janúar árið 2019. Þá komst Karolinska ekki á lista yfir hundrað bestu sjúkrahús heims hjá Newsweek en eftir að Björn hafði verið þar í eitt ár stökk sjúkrahúsið upp í 10. sæti. Síðan þá hefur spítalinn fært sig nær og nær toppsætinu, árið 2021 sat hann í sjöunda sæti og árið 2022 í áttunda sæti. Á nýjum lista er spítalinn í sjötta sæti yfir alla spítala heims. Einu spítalarnir sem eru ofar en Karolinska eru Mayo Clinic í Minnesota, Cleveland Clinic í Ohio, Massachusetts General Hospital í Massachusetts, Johns Hopkins Hospital í Maryland og Toronto General í Kanada. Þar sem þeir eru allir í Norður-Ameríku er Karolinska sá besti í Evrópu. Listi Newsweek fyrir árið 2023. Hörð samkeppni Í samtali við fréttastofu segir Björn það vera ótrúlegt að vera svo ofarlega. Samkeppnin sé gríðarlega hörð enda stórar og fjársterkar stofnanir sem verið er að berjast við. „Þetta er alveg ótrúlegt. Mikil staðfesting á að starfsfólkið hérna er í fremstu röð og sjúkrahúsið sé í fremstu röð. Við ætlum okkur að vera það áfram. Þetta er ekki eins manns verk, þetta er verk sem við vinnum saman og mér hefur tekist til að fá fólk til að marsera saman að sama markmiði,“ segir Björn. Markmið sjúkrahússins er auðvitað ekki einungis að vera efst á listum heldur vill starfsfólk geta hugsað vel um sjúklinga, hugsað um fleiri sjúklinga og standast fjárhagsáætlun. Síðustu þrjú ár hefur það tekist. „Það finnst held ég flestum að við séum komin á nýja tíma. Og eigum möguleika á að gera enn betur, það hlýtur alltaf að vera markmiðið. Það er mikið að gerast í heiminum og margt sem þarf að glíma við,“ segir Björn. Grunnatriði sem Landspítalinn þarf að laga Björn er stjórnarformaður Landspítalans en segir það vera full snemmt að fara að ræða um viðveru hans á listanum. Þótt það væri vissulega ánægjulegt eru nokkur grunnatriði sem þarf að laga áður en farið er út í alþjóðlega samkeppni. „Það er alveg hægt að hugsa sér að gera það ef vel til tekst núna á næstu árum að byggja upp spítalann og laga það sem aflaga hefur farið, hvort sem það sé út af Covid eða af öðrum ástæðum,“ segir Björn. Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Sjá meira
Björn tók við sem forstjóri sjúkrahússins í janúar árið 2019. Þá komst Karolinska ekki á lista yfir hundrað bestu sjúkrahús heims hjá Newsweek en eftir að Björn hafði verið þar í eitt ár stökk sjúkrahúsið upp í 10. sæti. Síðan þá hefur spítalinn fært sig nær og nær toppsætinu, árið 2021 sat hann í sjöunda sæti og árið 2022 í áttunda sæti. Á nýjum lista er spítalinn í sjötta sæti yfir alla spítala heims. Einu spítalarnir sem eru ofar en Karolinska eru Mayo Clinic í Minnesota, Cleveland Clinic í Ohio, Massachusetts General Hospital í Massachusetts, Johns Hopkins Hospital í Maryland og Toronto General í Kanada. Þar sem þeir eru allir í Norður-Ameríku er Karolinska sá besti í Evrópu. Listi Newsweek fyrir árið 2023. Hörð samkeppni Í samtali við fréttastofu segir Björn það vera ótrúlegt að vera svo ofarlega. Samkeppnin sé gríðarlega hörð enda stórar og fjársterkar stofnanir sem verið er að berjast við. „Þetta er alveg ótrúlegt. Mikil staðfesting á að starfsfólkið hérna er í fremstu röð og sjúkrahúsið sé í fremstu röð. Við ætlum okkur að vera það áfram. Þetta er ekki eins manns verk, þetta er verk sem við vinnum saman og mér hefur tekist til að fá fólk til að marsera saman að sama markmiði,“ segir Björn. Markmið sjúkrahússins er auðvitað ekki einungis að vera efst á listum heldur vill starfsfólk geta hugsað vel um sjúklinga, hugsað um fleiri sjúklinga og standast fjárhagsáætlun. Síðustu þrjú ár hefur það tekist. „Það finnst held ég flestum að við séum komin á nýja tíma. Og eigum möguleika á að gera enn betur, það hlýtur alltaf að vera markmiðið. Það er mikið að gerast í heiminum og margt sem þarf að glíma við,“ segir Björn. Grunnatriði sem Landspítalinn þarf að laga Björn er stjórnarformaður Landspítalans en segir það vera full snemmt að fara að ræða um viðveru hans á listanum. Þótt það væri vissulega ánægjulegt eru nokkur grunnatriði sem þarf að laga áður en farið er út í alþjóðlega samkeppni. „Það er alveg hægt að hugsa sér að gera það ef vel til tekst núna á næstu árum að byggja upp spítalann og laga það sem aflaga hefur farið, hvort sem það sé út af Covid eða af öðrum ástæðum,“ segir Björn.
Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Sjá meira