Durant lék sinn fyrsta leik fyrir Phoenix í nótt eftir skiptin frá Brooklyn Nets fyrir þremur vikum. Hann hefur glímt við hnémeiðsli en er loks klár í slaginn á ný. Durant skoraði 23 stig þegar Phoenix sigraði Charlotte Hornets, 91-105, í nótt. Ofurstjarnan segist hafa verið með fiðrildi í maganum fyrir leikinn.
KD showed out in his Suns debut:
— NBA (@NBA) March 2, 2023
23 PTS
6 REB
10/15 FG
Phoenix gets the W in Charlotte, 105-91 pic.twitter.com/rAdSKeEgn3
„Ég hef spilað næstum því þúsund körfuboltaleiki en í dag var ég stressaður,“ sagði Durant eftir leikinn í Charlotte.
„En um leið og leikurinn hófst gerðu samherjar mínir frábærlega í að láta mér líða vel og ég reyndi bara að spila minn leik. Ég saknaði leiksins. Ég er glaður að hnéð sé í lagi og ég geti spilað meira og meira með hverjum leiknum. Ég hlakka til að byggja ofan á þetta.“
Durant spilaði í 27 mínútur í leiknum í nótt. Hann hitti úr tíu af fimmtán skotum sínum utan af velli og auk stiganna 23 tók hann sex fráköst, gaf tvær stoðsendingar og varði tvö skot. Devin Booker var stigahæstur hjá Phoenix með 37 stig.
Phoenix er í 4. sæti Vesturdeildarinnar með 34 sigra og 29 töp.
16 straight for the Bucks. 7 straight for the Knicks.
— NBA (@NBA) March 2, 2023
Peep the updated NBA standings.
https://t.co/qDvqmYBCF2 pic.twitter.com/NcxI1W3Wgb