„Það eru mjög miklar breytingar að eiga sér stað í geðheilbrigðiskerfinu“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 28. febrúar 2023 23:56 Líneik Anna Sævarsdóttir er þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm „Það hefur aukist gríðarlega á síðustu árum, aðgangur að sálfræðiþjónustu, bæði með teymum inni í heilsugæslunni og líka með samningum við sálfræðinga. Þannig að það hefur aukist. En eftirspurnin er hugsanlega meiri en þjónustan sem stendur til boða,“ segir Líneik Anna Sævarsdóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis. Líneik var í viðtali hjá Reykjavík síðdegis fyrr í dag og ræddi þar um stöðuna í geðheilbrigðismálum. Líkt og fram í frétt Vísis í gær eykst notkun þunglyndislyfja enn og er aukningin hlutfallslega mun meiri hér á landi en annars staðar í heiminum. Einn af hverjum fjórum Íslendingum tekur inn lyf við þunglyndi eða kvíða. Nokkuð er liðið frá því samþykkt voru lög á Alþingi um að ríkið skyldi niðurgreiða sálfræðiþjónustu. Aukin notkun þunglyndislyfja var rædd sérstaklega á Alþingi í gær. Berglind Ósk Guðmundsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins óskaði eftir svörum frá heilbrigðisráðherra varðandi þessa miklu notkun á þunglyndislyfjum. Sagði hún að skoða þyrfti rót vandans og grípa til umfangsmikilla aðgerða til að stemma stigu við vanlíðan þjóðarinnar. Sagði hún jafnframt að skýringar um að notkun þunglyndislyfja hafi í aukist í kjölfar geðheilbrigðisátaks veki furðu. Forvarnir og heilsulæsi mikilvægur grunnur Í samtali við Reykjavík síðdegis segir Líneik Anna að mjög miklar breytingar hafi átt sér stað í geðheilbrigðiskerfinu. „Til dæmis í haust var gerður nýr samningur um sálfræðiþjónustu. Það var fyrsti samningurinn sem snýr að niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu fyrir fullorðna. Meðal annars var opnað þar á viðtöl í gegnum fjarfundabúnað. Það var samþykkt ný stefna í geðheilbrigðismálum á þinginu í vor, sem verið er að hrinda í framkvæmd.“ Þá segir Líneik að forvarnir og heilsulæsi séu liður í að undirbyggja góða lýðheilsu. „En við þurfum líka að meta svolítið í framhaldinu hvað það er sem er að skila okkar mestum árangri.“ Munum við sjá það á næstunni að sálfræðiþjónustan verði niðurgreidd, eins og lagt var upp með þegar lögin voru samþykkt á sínum tíma? „Það hefur aukist gríðarlega á síðustu árum, aðgangur að sálfræðiþjónustu, bæði með teymum inni í heilsugæslunni og líka með samningum við sálfræðinga. Þannig að það hefur aukist. En eftirspurnin er hugsanlega meiri en þjónustan sem stendur til boða.“ En þjónustan er dýr og ekki á færi allra að greiða fyrir hana? Aðgengið er misjafnt, ennþá, en það hefur samt aukist. Og það er hafin niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu. Ég átta mig ekki á til hversu stórs hóps hún nær, en hún er sannarlega til staðar, niðurgreiðslan fyrir ákveðna hópa. Er þetta sumsé afmarkað? Að ákveðnir hópar geta fengið niðurgreiðslu en aðrir ekki? „Ég bara veit að það er kominn á samningur, ég þekki ekki nákvæmlega hvernig það er afmarkað. En það er kominn á samningur um niðurgreiðslu fyrir sálfræðiþjónustu. En að einhverju leyti snýr þetta að því að það eru ekki sálfræðingar til staðar alls staðar.“ Geðheilbrigði Alþingi Tengdar fréttir Vill svör um mikla notkun þunglyndislyfja og Covid-tengda vanlíðan Notkun þunglyndislyfja eykst enn og er aukningin hlutfallslega mun meiri hér á landi en annars staðar í heiminum. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að skoða þurfi rót vandans og grípa til umfangsmikilla aðgerða til að stemma stigu við vanlíðan þjóðarinnar. 27. febrúar 2023 12:31 Algengt að þunglyndir greini sig ranglega með kulnun „Við verðum að greina fólk rétt til þess að það geti fengið viðeigandi gagnreynd úrræði," segir Engilbert Sigurðsson prófessor í geðlækningum. 27. febrúar 2023 20:11 Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Fleiri fréttir Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Sjá meira
Líneik var í viðtali hjá Reykjavík síðdegis fyrr í dag og ræddi þar um stöðuna í geðheilbrigðismálum. Líkt og fram í frétt Vísis í gær eykst notkun þunglyndislyfja enn og er aukningin hlutfallslega mun meiri hér á landi en annars staðar í heiminum. Einn af hverjum fjórum Íslendingum tekur inn lyf við þunglyndi eða kvíða. Nokkuð er liðið frá því samþykkt voru lög á Alþingi um að ríkið skyldi niðurgreiða sálfræðiþjónustu. Aukin notkun þunglyndislyfja var rædd sérstaklega á Alþingi í gær. Berglind Ósk Guðmundsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins óskaði eftir svörum frá heilbrigðisráðherra varðandi þessa miklu notkun á þunglyndislyfjum. Sagði hún að skoða þyrfti rót vandans og grípa til umfangsmikilla aðgerða til að stemma stigu við vanlíðan þjóðarinnar. Sagði hún jafnframt að skýringar um að notkun þunglyndislyfja hafi í aukist í kjölfar geðheilbrigðisátaks veki furðu. Forvarnir og heilsulæsi mikilvægur grunnur Í samtali við Reykjavík síðdegis segir Líneik Anna að mjög miklar breytingar hafi átt sér stað í geðheilbrigðiskerfinu. „Til dæmis í haust var gerður nýr samningur um sálfræðiþjónustu. Það var fyrsti samningurinn sem snýr að niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu fyrir fullorðna. Meðal annars var opnað þar á viðtöl í gegnum fjarfundabúnað. Það var samþykkt ný stefna í geðheilbrigðismálum á þinginu í vor, sem verið er að hrinda í framkvæmd.“ Þá segir Líneik að forvarnir og heilsulæsi séu liður í að undirbyggja góða lýðheilsu. „En við þurfum líka að meta svolítið í framhaldinu hvað það er sem er að skila okkar mestum árangri.“ Munum við sjá það á næstunni að sálfræðiþjónustan verði niðurgreidd, eins og lagt var upp með þegar lögin voru samþykkt á sínum tíma? „Það hefur aukist gríðarlega á síðustu árum, aðgangur að sálfræðiþjónustu, bæði með teymum inni í heilsugæslunni og líka með samningum við sálfræðinga. Þannig að það hefur aukist. En eftirspurnin er hugsanlega meiri en þjónustan sem stendur til boða.“ En þjónustan er dýr og ekki á færi allra að greiða fyrir hana? Aðgengið er misjafnt, ennþá, en það hefur samt aukist. Og það er hafin niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu. Ég átta mig ekki á til hversu stórs hóps hún nær, en hún er sannarlega til staðar, niðurgreiðslan fyrir ákveðna hópa. Er þetta sumsé afmarkað? Að ákveðnir hópar geta fengið niðurgreiðslu en aðrir ekki? „Ég bara veit að það er kominn á samningur, ég þekki ekki nákvæmlega hvernig það er afmarkað. En það er kominn á samningur um niðurgreiðslu fyrir sálfræðiþjónustu. En að einhverju leyti snýr þetta að því að það eru ekki sálfræðingar til staðar alls staðar.“
Geðheilbrigði Alþingi Tengdar fréttir Vill svör um mikla notkun þunglyndislyfja og Covid-tengda vanlíðan Notkun þunglyndislyfja eykst enn og er aukningin hlutfallslega mun meiri hér á landi en annars staðar í heiminum. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að skoða þurfi rót vandans og grípa til umfangsmikilla aðgerða til að stemma stigu við vanlíðan þjóðarinnar. 27. febrúar 2023 12:31 Algengt að þunglyndir greini sig ranglega með kulnun „Við verðum að greina fólk rétt til þess að það geti fengið viðeigandi gagnreynd úrræði," segir Engilbert Sigurðsson prófessor í geðlækningum. 27. febrúar 2023 20:11 Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Fleiri fréttir Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Sjá meira
Vill svör um mikla notkun þunglyndislyfja og Covid-tengda vanlíðan Notkun þunglyndislyfja eykst enn og er aukningin hlutfallslega mun meiri hér á landi en annars staðar í heiminum. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að skoða þurfi rót vandans og grípa til umfangsmikilla aðgerða til að stemma stigu við vanlíðan þjóðarinnar. 27. febrúar 2023 12:31
Algengt að þunglyndir greini sig ranglega með kulnun „Við verðum að greina fólk rétt til þess að það geti fengið viðeigandi gagnreynd úrræði," segir Engilbert Sigurðsson prófessor í geðlækningum. 27. febrúar 2023 20:11
Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03