„Það eru mjög miklar breytingar að eiga sér stað í geðheilbrigðiskerfinu“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 28. febrúar 2023 23:56 Líneik Anna Sævarsdóttir er þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm „Það hefur aukist gríðarlega á síðustu árum, aðgangur að sálfræðiþjónustu, bæði með teymum inni í heilsugæslunni og líka með samningum við sálfræðinga. Þannig að það hefur aukist. En eftirspurnin er hugsanlega meiri en þjónustan sem stendur til boða,“ segir Líneik Anna Sævarsdóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis. Líneik var í viðtali hjá Reykjavík síðdegis fyrr í dag og ræddi þar um stöðuna í geðheilbrigðismálum. Líkt og fram í frétt Vísis í gær eykst notkun þunglyndislyfja enn og er aukningin hlutfallslega mun meiri hér á landi en annars staðar í heiminum. Einn af hverjum fjórum Íslendingum tekur inn lyf við þunglyndi eða kvíða. Nokkuð er liðið frá því samþykkt voru lög á Alþingi um að ríkið skyldi niðurgreiða sálfræðiþjónustu. Aukin notkun þunglyndislyfja var rædd sérstaklega á Alþingi í gær. Berglind Ósk Guðmundsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins óskaði eftir svörum frá heilbrigðisráðherra varðandi þessa miklu notkun á þunglyndislyfjum. Sagði hún að skoða þyrfti rót vandans og grípa til umfangsmikilla aðgerða til að stemma stigu við vanlíðan þjóðarinnar. Sagði hún jafnframt að skýringar um að notkun þunglyndislyfja hafi í aukist í kjölfar geðheilbrigðisátaks veki furðu. Forvarnir og heilsulæsi mikilvægur grunnur Í samtali við Reykjavík síðdegis segir Líneik Anna að mjög miklar breytingar hafi átt sér stað í geðheilbrigðiskerfinu. „Til dæmis í haust var gerður nýr samningur um sálfræðiþjónustu. Það var fyrsti samningurinn sem snýr að niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu fyrir fullorðna. Meðal annars var opnað þar á viðtöl í gegnum fjarfundabúnað. Það var samþykkt ný stefna í geðheilbrigðismálum á þinginu í vor, sem verið er að hrinda í framkvæmd.“ Þá segir Líneik að forvarnir og heilsulæsi séu liður í að undirbyggja góða lýðheilsu. „En við þurfum líka að meta svolítið í framhaldinu hvað það er sem er að skila okkar mestum árangri.“ Munum við sjá það á næstunni að sálfræðiþjónustan verði niðurgreidd, eins og lagt var upp með þegar lögin voru samþykkt á sínum tíma? „Það hefur aukist gríðarlega á síðustu árum, aðgangur að sálfræðiþjónustu, bæði með teymum inni í heilsugæslunni og líka með samningum við sálfræðinga. Þannig að það hefur aukist. En eftirspurnin er hugsanlega meiri en þjónustan sem stendur til boða.“ En þjónustan er dýr og ekki á færi allra að greiða fyrir hana? Aðgengið er misjafnt, ennþá, en það hefur samt aukist. Og það er hafin niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu. Ég átta mig ekki á til hversu stórs hóps hún nær, en hún er sannarlega til staðar, niðurgreiðslan fyrir ákveðna hópa. Er þetta sumsé afmarkað? Að ákveðnir hópar geta fengið niðurgreiðslu en aðrir ekki? „Ég bara veit að það er kominn á samningur, ég þekki ekki nákvæmlega hvernig það er afmarkað. En það er kominn á samningur um niðurgreiðslu fyrir sálfræðiþjónustu. En að einhverju leyti snýr þetta að því að það eru ekki sálfræðingar til staðar alls staðar.“ Geðheilbrigði Alþingi Tengdar fréttir Vill svör um mikla notkun þunglyndislyfja og Covid-tengda vanlíðan Notkun þunglyndislyfja eykst enn og er aukningin hlutfallslega mun meiri hér á landi en annars staðar í heiminum. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að skoða þurfi rót vandans og grípa til umfangsmikilla aðgerða til að stemma stigu við vanlíðan þjóðarinnar. 27. febrúar 2023 12:31 Algengt að þunglyndir greini sig ranglega með kulnun „Við verðum að greina fólk rétt til þess að það geti fengið viðeigandi gagnreynd úrræði," segir Engilbert Sigurðsson prófessor í geðlækningum. 27. febrúar 2023 20:11 Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Líneik var í viðtali hjá Reykjavík síðdegis fyrr í dag og ræddi þar um stöðuna í geðheilbrigðismálum. Líkt og fram í frétt Vísis í gær eykst notkun þunglyndislyfja enn og er aukningin hlutfallslega mun meiri hér á landi en annars staðar í heiminum. Einn af hverjum fjórum Íslendingum tekur inn lyf við þunglyndi eða kvíða. Nokkuð er liðið frá því samþykkt voru lög á Alþingi um að ríkið skyldi niðurgreiða sálfræðiþjónustu. Aukin notkun þunglyndislyfja var rædd sérstaklega á Alþingi í gær. Berglind Ósk Guðmundsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins óskaði eftir svörum frá heilbrigðisráðherra varðandi þessa miklu notkun á þunglyndislyfjum. Sagði hún að skoða þyrfti rót vandans og grípa til umfangsmikilla aðgerða til að stemma stigu við vanlíðan þjóðarinnar. Sagði hún jafnframt að skýringar um að notkun þunglyndislyfja hafi í aukist í kjölfar geðheilbrigðisátaks veki furðu. Forvarnir og heilsulæsi mikilvægur grunnur Í samtali við Reykjavík síðdegis segir Líneik Anna að mjög miklar breytingar hafi átt sér stað í geðheilbrigðiskerfinu. „Til dæmis í haust var gerður nýr samningur um sálfræðiþjónustu. Það var fyrsti samningurinn sem snýr að niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu fyrir fullorðna. Meðal annars var opnað þar á viðtöl í gegnum fjarfundabúnað. Það var samþykkt ný stefna í geðheilbrigðismálum á þinginu í vor, sem verið er að hrinda í framkvæmd.“ Þá segir Líneik að forvarnir og heilsulæsi séu liður í að undirbyggja góða lýðheilsu. „En við þurfum líka að meta svolítið í framhaldinu hvað það er sem er að skila okkar mestum árangri.“ Munum við sjá það á næstunni að sálfræðiþjónustan verði niðurgreidd, eins og lagt var upp með þegar lögin voru samþykkt á sínum tíma? „Það hefur aukist gríðarlega á síðustu árum, aðgangur að sálfræðiþjónustu, bæði með teymum inni í heilsugæslunni og líka með samningum við sálfræðinga. Þannig að það hefur aukist. En eftirspurnin er hugsanlega meiri en þjónustan sem stendur til boða.“ En þjónustan er dýr og ekki á færi allra að greiða fyrir hana? Aðgengið er misjafnt, ennþá, en það hefur samt aukist. Og það er hafin niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu. Ég átta mig ekki á til hversu stórs hóps hún nær, en hún er sannarlega til staðar, niðurgreiðslan fyrir ákveðna hópa. Er þetta sumsé afmarkað? Að ákveðnir hópar geta fengið niðurgreiðslu en aðrir ekki? „Ég bara veit að það er kominn á samningur, ég þekki ekki nákvæmlega hvernig það er afmarkað. En það er kominn á samningur um niðurgreiðslu fyrir sálfræðiþjónustu. En að einhverju leyti snýr þetta að því að það eru ekki sálfræðingar til staðar alls staðar.“
Geðheilbrigði Alþingi Tengdar fréttir Vill svör um mikla notkun þunglyndislyfja og Covid-tengda vanlíðan Notkun þunglyndislyfja eykst enn og er aukningin hlutfallslega mun meiri hér á landi en annars staðar í heiminum. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að skoða þurfi rót vandans og grípa til umfangsmikilla aðgerða til að stemma stigu við vanlíðan þjóðarinnar. 27. febrúar 2023 12:31 Algengt að þunglyndir greini sig ranglega með kulnun „Við verðum að greina fólk rétt til þess að það geti fengið viðeigandi gagnreynd úrræði," segir Engilbert Sigurðsson prófessor í geðlækningum. 27. febrúar 2023 20:11 Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Vill svör um mikla notkun þunglyndislyfja og Covid-tengda vanlíðan Notkun þunglyndislyfja eykst enn og er aukningin hlutfallslega mun meiri hér á landi en annars staðar í heiminum. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að skoða þurfi rót vandans og grípa til umfangsmikilla aðgerða til að stemma stigu við vanlíðan þjóðarinnar. 27. febrúar 2023 12:31
Algengt að þunglyndir greini sig ranglega með kulnun „Við verðum að greina fólk rétt til þess að það geti fengið viðeigandi gagnreynd úrræði," segir Engilbert Sigurðsson prófessor í geðlækningum. 27. febrúar 2023 20:11
Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03