Átta á gjörgæslu vegna streptókka þegar mest hefur verið Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. febrúar 2023 19:13 Erna Milunka Kojic yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans segir mikinn fjölda streptókokkasmita hafa haft áhrif á starfsemi spítalans. Vísir/Arnar Í janúar veiktust fleiri alvarlega af streptókokkum en allt árið áður. Smitsjúkdómalæknir segir að þegar mest hafi verið hafi átta sjúklingar legið á gjörgæslu vegna streptókokka. Frá því í október hafa fjölmargir greinst með streptókokkasýkingu hér á landi. Meirihluti þeirra sjúklinga sem fær streptókokka fær hálsbólgu en bakteríurnar geta þó verið hættulegar og meðal annars valdið blóðeitrun og sýkingum í vöðva. Fyrir kórónuveirufaraldurinn veiktust árlega á 15 til 20 Íslendingar alvarlega af völdum streptókokkasýkinga. Þeir eru þegar orðnir fleiri það sem af er þessu ári. „Þær voru átján talsins allt árið 2022 en í janúar voru þær nítján talsins. Þannig það er alveg augljóslega aukning á þessum alvarlegu sýkingum,“ segir Erna Milunka Kojic yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Hún segir dæmi um að allt að átta sjúklingar hafi legið á gjörgæslu þegar mest var í janúar. Þá segir hún þrjá hafa látist af völdum alvarlegrar streptókokkasýkingar frá því í október en um eldra fólk hafi verið að ræða. Tölurnar fyrir kórónuveirufaraldurinn sýna að jafnaði látast þrír til fimm á ári úr streptókokkum á Íslandi. „Dánartíðnin er ekkert endilega mikið meiri í ár heldur en hún hefur verið kannski undanfarin ár. Það þarf að skoða það betur. Faraldurinn er ekkert búinn heldur. Ég held að það sé mikilvægara umræðuefni hversu mikil byrði er af þessum sýkingum akkúrat í ár.“ Þannig liggi sjúklingar oft lengi inni á spítalanum vegna sýkinganna. Erna segir merki um að mögulega sé að draga úr fjölda þeirra sem sýkist alvarlega af bakteríunni. „Okkar tilfinning er sú að þetta náði þarna einhverju hámarki í janúar og okkur finnst, ég hef ekki tölurnar, mér finnst eins og allavega tíðnin af þessum sýkingum sé eitthvað í rénun en tíminn mun leiða það í ljós.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Streptókokkafaraldur geisar: „Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist það mjög hratt“ Streptókokkasýking getur orðið alvarleg hratt þegar bakterían kemst á flug. Barnasmitsjúkdómalæknir segir sýkinguna ekki verri í sjálfu sér fyrir börn en fullorðna þó að mest hafi verið fjallað um alvarleg veikindi barna í faraldri sem nú geisar. 20. febrúar 2023 09:40 Fjögurra ára fór í öndunarvél vegna streptókokka: Móðirin reið út í kerfið Móðir fjögurra ára stúlku sem var hætt komin og þurfti á gjörgæsluinnlögn að halda vegna alvarlegrar streptókokkasýkingar, segist reið og sár við heilbrigðiskerfið. Hún er viss um að hægt hefði verið að grípa inn í mun fyrr og koma í veg fyrir lífshættulegt ástand dóttur sinnar. 16. febrúar 2023 19:18 Fjórar pestir að grassera og mikið um innlagnir vegna streptókokka Fyrir helgi lágu þrettán inni á Landspítala með Covid-19, þar af einn á gjörgæsludeild. Kórónuveiran, RS-veiran, inflúensa og streptókokkar eru þeir smitsjúkdómar sem helst eru að grassera í samfélaginu í dag og óvenju margir hafa verið lagðir inn sökum síðastnefnda. 6. febrúar 2023 06:59 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
Frá því í október hafa fjölmargir greinst með streptókokkasýkingu hér á landi. Meirihluti þeirra sjúklinga sem fær streptókokka fær hálsbólgu en bakteríurnar geta þó verið hættulegar og meðal annars valdið blóðeitrun og sýkingum í vöðva. Fyrir kórónuveirufaraldurinn veiktust árlega á 15 til 20 Íslendingar alvarlega af völdum streptókokkasýkinga. Þeir eru þegar orðnir fleiri það sem af er þessu ári. „Þær voru átján talsins allt árið 2022 en í janúar voru þær nítján talsins. Þannig það er alveg augljóslega aukning á þessum alvarlegu sýkingum,“ segir Erna Milunka Kojic yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Hún segir dæmi um að allt að átta sjúklingar hafi legið á gjörgæslu þegar mest var í janúar. Þá segir hún þrjá hafa látist af völdum alvarlegrar streptókokkasýkingar frá því í október en um eldra fólk hafi verið að ræða. Tölurnar fyrir kórónuveirufaraldurinn sýna að jafnaði látast þrír til fimm á ári úr streptókokkum á Íslandi. „Dánartíðnin er ekkert endilega mikið meiri í ár heldur en hún hefur verið kannski undanfarin ár. Það þarf að skoða það betur. Faraldurinn er ekkert búinn heldur. Ég held að það sé mikilvægara umræðuefni hversu mikil byrði er af þessum sýkingum akkúrat í ár.“ Þannig liggi sjúklingar oft lengi inni á spítalanum vegna sýkinganna. Erna segir merki um að mögulega sé að draga úr fjölda þeirra sem sýkist alvarlega af bakteríunni. „Okkar tilfinning er sú að þetta náði þarna einhverju hámarki í janúar og okkur finnst, ég hef ekki tölurnar, mér finnst eins og allavega tíðnin af þessum sýkingum sé eitthvað í rénun en tíminn mun leiða það í ljós.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Streptókokkafaraldur geisar: „Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist það mjög hratt“ Streptókokkasýking getur orðið alvarleg hratt þegar bakterían kemst á flug. Barnasmitsjúkdómalæknir segir sýkinguna ekki verri í sjálfu sér fyrir börn en fullorðna þó að mest hafi verið fjallað um alvarleg veikindi barna í faraldri sem nú geisar. 20. febrúar 2023 09:40 Fjögurra ára fór í öndunarvél vegna streptókokka: Móðirin reið út í kerfið Móðir fjögurra ára stúlku sem var hætt komin og þurfti á gjörgæsluinnlögn að halda vegna alvarlegrar streptókokkasýkingar, segist reið og sár við heilbrigðiskerfið. Hún er viss um að hægt hefði verið að grípa inn í mun fyrr og koma í veg fyrir lífshættulegt ástand dóttur sinnar. 16. febrúar 2023 19:18 Fjórar pestir að grassera og mikið um innlagnir vegna streptókokka Fyrir helgi lágu þrettán inni á Landspítala með Covid-19, þar af einn á gjörgæsludeild. Kórónuveiran, RS-veiran, inflúensa og streptókokkar eru þeir smitsjúkdómar sem helst eru að grassera í samfélaginu í dag og óvenju margir hafa verið lagðir inn sökum síðastnefnda. 6. febrúar 2023 06:59 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
Streptókokkafaraldur geisar: „Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist það mjög hratt“ Streptókokkasýking getur orðið alvarleg hratt þegar bakterían kemst á flug. Barnasmitsjúkdómalæknir segir sýkinguna ekki verri í sjálfu sér fyrir börn en fullorðna þó að mest hafi verið fjallað um alvarleg veikindi barna í faraldri sem nú geisar. 20. febrúar 2023 09:40
Fjögurra ára fór í öndunarvél vegna streptókokka: Móðirin reið út í kerfið Móðir fjögurra ára stúlku sem var hætt komin og þurfti á gjörgæsluinnlögn að halda vegna alvarlegrar streptókokkasýkingar, segist reið og sár við heilbrigðiskerfið. Hún er viss um að hægt hefði verið að grípa inn í mun fyrr og koma í veg fyrir lífshættulegt ástand dóttur sinnar. 16. febrúar 2023 19:18
Fjórar pestir að grassera og mikið um innlagnir vegna streptókokka Fyrir helgi lágu þrettán inni á Landspítala með Covid-19, þar af einn á gjörgæsludeild. Kórónuveiran, RS-veiran, inflúensa og streptókokkar eru þeir smitsjúkdómar sem helst eru að grassera í samfélaginu í dag og óvenju margir hafa verið lagðir inn sökum síðastnefnda. 6. febrúar 2023 06:59