Kåvepenin og streptókokka-heimapróf loksins væntanleg til landsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. febrúar 2023 17:46 Gríðarlega margir hafa reynt að kaupa heimapróf sem greinir streptókokkasýkingu en án árangurs. Getty Heimapróf sem greina streptókokkasýkingu, sem framkvæmdastjóri verslanasviðs Lyfju, segir að spurt sé um „úr öllum áttum“ eru væntanleg til landsins um miðja næstu viku. Þau hafa verið uppseld í margar vikur. Sú bylgja streptókokkasýkinga sem nú herjar á landsmenn hefur verið sérstaklega erfið viðureignar. Sóttvarnalæknir segir að í yfirstandandi bylgju hafi fleiri sýkst alvarlega en önnur ár. Erfiðlega hefur reynst að nálgast viðeigandi sýklalyf vegna fjölda þeirra sem hafa sýkst hér á landi og í Evrópu. Sýklalyfið Kåvepenin, sem notað er til að vinna bug á streptókokkasýkingum, hefur til að mynda verið ófáanlegt í einhvern tíma. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir í samtali við fréttastofu að nú horfi til betri vegar því fyrri hluti sendingar af Kåvepenin sé væntanlegur nú síðdegis og svo restin á morgun. Þá er lyfið Cotrim sem notað er við streptókokkasýkingu í meltingarvegi væntanlegt til landsins í vikunni en heilbrigðisstarfsfólk hefur þurft að skrifa upp á undanþágulyf vegna skorts á Kåvepenin. Þórbergur Egilsson, framkvæmdastjóri verslanasviðs Lyfju, fagnar því að heimaprófin séu væntanleg um miðja næstu viku enda sé eftirspurnin gríðarleg. „Við höfum verið að flytja inn streptókokkapróf – heimapróf – sem seldust upp fyrir nokkrum vikum. Við erum síðan að fá meira, góða sendingu, og við ættum að vera komin með í verslanir okkar hjá Lyfju um eða upp úr miðja næstu viku.“ Prófin eru tiltölulega einföld í notkun að sögn Þórbergs. „Þetta er strokupróf sem þú tekur ofan í kok, mjög einfalt í notkun, og gefur mjög áreiðanlega niðurstöðu. Þú átt þá að geta haft samband við lækni í kjölfarið ef niðurstaða er jákvæð sem á þá að geta brugðist við.“ Þórbergur segir fjölmargar þjóðir hafi verið í vandræðum með að útvega prófin - eftirspurnin sé gríðarleg. „Það er spurt úr öllum áttum.“ Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bylgja streptókokka á uppleið og sýkingin svæsnari en áður Sú bylgja streptókokka sem nú herjar á landsmenn er enn á uppleið og veldur alvarlegri sýkingum en áður. Þetta segir Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir. Það sé mikilvægt að foreldrar barna með sýkinguna hlusti á innsæið og grípi inn í ef þeir fái á tilfinninguna að sýking barna þeirra sé að þróast til verri vegar. 28. febrúar 2023 15:45 Streptókokkafaraldur geisar: „Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist það mjög hratt“ Streptókokkasýking getur orðið alvarleg hratt þegar bakterían kemst á flug. Barnasmitsjúkdómalæknir segir sýkinguna ekki verri í sjálfu sér fyrir börn en fullorðna þó að mest hafi verið fjallað um alvarleg veikindi barna í faraldri sem nú geisar. 20. febrúar 2023 09:40 Fjögurra ára fór í öndunarvél vegna streptókokka: Móðirin reið út í kerfið Móðir fjögurra ára stúlku sem var hætt komin og þurfti á gjörgæsluinnlögn að halda vegna alvarlegrar streptókokkasýkingar, segist reið og sár við heilbrigðiskerfið. Hún er viss um að hægt hefði verið að grípa inn í mun fyrr og koma í veg fyrir lífshættulegt ástand dóttur sinnar. 16. febrúar 2023 19:18 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Sú bylgja streptókokkasýkinga sem nú herjar á landsmenn hefur verið sérstaklega erfið viðureignar. Sóttvarnalæknir segir að í yfirstandandi bylgju hafi fleiri sýkst alvarlega en önnur ár. Erfiðlega hefur reynst að nálgast viðeigandi sýklalyf vegna fjölda þeirra sem hafa sýkst hér á landi og í Evrópu. Sýklalyfið Kåvepenin, sem notað er til að vinna bug á streptókokkasýkingum, hefur til að mynda verið ófáanlegt í einhvern tíma. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir í samtali við fréttastofu að nú horfi til betri vegar því fyrri hluti sendingar af Kåvepenin sé væntanlegur nú síðdegis og svo restin á morgun. Þá er lyfið Cotrim sem notað er við streptókokkasýkingu í meltingarvegi væntanlegt til landsins í vikunni en heilbrigðisstarfsfólk hefur þurft að skrifa upp á undanþágulyf vegna skorts á Kåvepenin. Þórbergur Egilsson, framkvæmdastjóri verslanasviðs Lyfju, fagnar því að heimaprófin séu væntanleg um miðja næstu viku enda sé eftirspurnin gríðarleg. „Við höfum verið að flytja inn streptókokkapróf – heimapróf – sem seldust upp fyrir nokkrum vikum. Við erum síðan að fá meira, góða sendingu, og við ættum að vera komin með í verslanir okkar hjá Lyfju um eða upp úr miðja næstu viku.“ Prófin eru tiltölulega einföld í notkun að sögn Þórbergs. „Þetta er strokupróf sem þú tekur ofan í kok, mjög einfalt í notkun, og gefur mjög áreiðanlega niðurstöðu. Þú átt þá að geta haft samband við lækni í kjölfarið ef niðurstaða er jákvæð sem á þá að geta brugðist við.“ Þórbergur segir fjölmargar þjóðir hafi verið í vandræðum með að útvega prófin - eftirspurnin sé gríðarleg. „Það er spurt úr öllum áttum.“
Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bylgja streptókokka á uppleið og sýkingin svæsnari en áður Sú bylgja streptókokka sem nú herjar á landsmenn er enn á uppleið og veldur alvarlegri sýkingum en áður. Þetta segir Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir. Það sé mikilvægt að foreldrar barna með sýkinguna hlusti á innsæið og grípi inn í ef þeir fái á tilfinninguna að sýking barna þeirra sé að þróast til verri vegar. 28. febrúar 2023 15:45 Streptókokkafaraldur geisar: „Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist það mjög hratt“ Streptókokkasýking getur orðið alvarleg hratt þegar bakterían kemst á flug. Barnasmitsjúkdómalæknir segir sýkinguna ekki verri í sjálfu sér fyrir börn en fullorðna þó að mest hafi verið fjallað um alvarleg veikindi barna í faraldri sem nú geisar. 20. febrúar 2023 09:40 Fjögurra ára fór í öndunarvél vegna streptókokka: Móðirin reið út í kerfið Móðir fjögurra ára stúlku sem var hætt komin og þurfti á gjörgæsluinnlögn að halda vegna alvarlegrar streptókokkasýkingar, segist reið og sár við heilbrigðiskerfið. Hún er viss um að hægt hefði verið að grípa inn í mun fyrr og koma í veg fyrir lífshættulegt ástand dóttur sinnar. 16. febrúar 2023 19:18 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Bylgja streptókokka á uppleið og sýkingin svæsnari en áður Sú bylgja streptókokka sem nú herjar á landsmenn er enn á uppleið og veldur alvarlegri sýkingum en áður. Þetta segir Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir. Það sé mikilvægt að foreldrar barna með sýkinguna hlusti á innsæið og grípi inn í ef þeir fái á tilfinninguna að sýking barna þeirra sé að þróast til verri vegar. 28. febrúar 2023 15:45
Streptókokkafaraldur geisar: „Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist það mjög hratt“ Streptókokkasýking getur orðið alvarleg hratt þegar bakterían kemst á flug. Barnasmitsjúkdómalæknir segir sýkinguna ekki verri í sjálfu sér fyrir börn en fullorðna þó að mest hafi verið fjallað um alvarleg veikindi barna í faraldri sem nú geisar. 20. febrúar 2023 09:40
Fjögurra ára fór í öndunarvél vegna streptókokka: Móðirin reið út í kerfið Móðir fjögurra ára stúlku sem var hætt komin og þurfti á gjörgæsluinnlögn að halda vegna alvarlegrar streptókokkasýkingar, segist reið og sár við heilbrigðiskerfið. Hún er viss um að hægt hefði verið að grípa inn í mun fyrr og koma í veg fyrir lífshættulegt ástand dóttur sinnar. 16. febrúar 2023 19:18