Kåvepenin og streptókokka-heimapróf loksins væntanleg til landsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. febrúar 2023 17:46 Gríðarlega margir hafa reynt að kaupa heimapróf sem greinir streptókokkasýkingu en án árangurs. Getty Heimapróf sem greina streptókokkasýkingu, sem framkvæmdastjóri verslanasviðs Lyfju, segir að spurt sé um „úr öllum áttum“ eru væntanleg til landsins um miðja næstu viku. Þau hafa verið uppseld í margar vikur. Sú bylgja streptókokkasýkinga sem nú herjar á landsmenn hefur verið sérstaklega erfið viðureignar. Sóttvarnalæknir segir að í yfirstandandi bylgju hafi fleiri sýkst alvarlega en önnur ár. Erfiðlega hefur reynst að nálgast viðeigandi sýklalyf vegna fjölda þeirra sem hafa sýkst hér á landi og í Evrópu. Sýklalyfið Kåvepenin, sem notað er til að vinna bug á streptókokkasýkingum, hefur til að mynda verið ófáanlegt í einhvern tíma. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir í samtali við fréttastofu að nú horfi til betri vegar því fyrri hluti sendingar af Kåvepenin sé væntanlegur nú síðdegis og svo restin á morgun. Þá er lyfið Cotrim sem notað er við streptókokkasýkingu í meltingarvegi væntanlegt til landsins í vikunni en heilbrigðisstarfsfólk hefur þurft að skrifa upp á undanþágulyf vegna skorts á Kåvepenin. Þórbergur Egilsson, framkvæmdastjóri verslanasviðs Lyfju, fagnar því að heimaprófin séu væntanleg um miðja næstu viku enda sé eftirspurnin gríðarleg. „Við höfum verið að flytja inn streptókokkapróf – heimapróf – sem seldust upp fyrir nokkrum vikum. Við erum síðan að fá meira, góða sendingu, og við ættum að vera komin með í verslanir okkar hjá Lyfju um eða upp úr miðja næstu viku.“ Prófin eru tiltölulega einföld í notkun að sögn Þórbergs. „Þetta er strokupróf sem þú tekur ofan í kok, mjög einfalt í notkun, og gefur mjög áreiðanlega niðurstöðu. Þú átt þá að geta haft samband við lækni í kjölfarið ef niðurstaða er jákvæð sem á þá að geta brugðist við.“ Þórbergur segir fjölmargar þjóðir hafi verið í vandræðum með að útvega prófin - eftirspurnin sé gríðarleg. „Það er spurt úr öllum áttum.“ Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bylgja streptókokka á uppleið og sýkingin svæsnari en áður Sú bylgja streptókokka sem nú herjar á landsmenn er enn á uppleið og veldur alvarlegri sýkingum en áður. Þetta segir Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir. Það sé mikilvægt að foreldrar barna með sýkinguna hlusti á innsæið og grípi inn í ef þeir fái á tilfinninguna að sýking barna þeirra sé að þróast til verri vegar. 28. febrúar 2023 15:45 Streptókokkafaraldur geisar: „Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist það mjög hratt“ Streptókokkasýking getur orðið alvarleg hratt þegar bakterían kemst á flug. Barnasmitsjúkdómalæknir segir sýkinguna ekki verri í sjálfu sér fyrir börn en fullorðna þó að mest hafi verið fjallað um alvarleg veikindi barna í faraldri sem nú geisar. 20. febrúar 2023 09:40 Fjögurra ára fór í öndunarvél vegna streptókokka: Móðirin reið út í kerfið Móðir fjögurra ára stúlku sem var hætt komin og þurfti á gjörgæsluinnlögn að halda vegna alvarlegrar streptókokkasýkingar, segist reið og sár við heilbrigðiskerfið. Hún er viss um að hægt hefði verið að grípa inn í mun fyrr og koma í veg fyrir lífshættulegt ástand dóttur sinnar. 16. febrúar 2023 19:18 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
Sú bylgja streptókokkasýkinga sem nú herjar á landsmenn hefur verið sérstaklega erfið viðureignar. Sóttvarnalæknir segir að í yfirstandandi bylgju hafi fleiri sýkst alvarlega en önnur ár. Erfiðlega hefur reynst að nálgast viðeigandi sýklalyf vegna fjölda þeirra sem hafa sýkst hér á landi og í Evrópu. Sýklalyfið Kåvepenin, sem notað er til að vinna bug á streptókokkasýkingum, hefur til að mynda verið ófáanlegt í einhvern tíma. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir í samtali við fréttastofu að nú horfi til betri vegar því fyrri hluti sendingar af Kåvepenin sé væntanlegur nú síðdegis og svo restin á morgun. Þá er lyfið Cotrim sem notað er við streptókokkasýkingu í meltingarvegi væntanlegt til landsins í vikunni en heilbrigðisstarfsfólk hefur þurft að skrifa upp á undanþágulyf vegna skorts á Kåvepenin. Þórbergur Egilsson, framkvæmdastjóri verslanasviðs Lyfju, fagnar því að heimaprófin séu væntanleg um miðja næstu viku enda sé eftirspurnin gríðarleg. „Við höfum verið að flytja inn streptókokkapróf – heimapróf – sem seldust upp fyrir nokkrum vikum. Við erum síðan að fá meira, góða sendingu, og við ættum að vera komin með í verslanir okkar hjá Lyfju um eða upp úr miðja næstu viku.“ Prófin eru tiltölulega einföld í notkun að sögn Þórbergs. „Þetta er strokupróf sem þú tekur ofan í kok, mjög einfalt í notkun, og gefur mjög áreiðanlega niðurstöðu. Þú átt þá að geta haft samband við lækni í kjölfarið ef niðurstaða er jákvæð sem á þá að geta brugðist við.“ Þórbergur segir fjölmargar þjóðir hafi verið í vandræðum með að útvega prófin - eftirspurnin sé gríðarleg. „Það er spurt úr öllum áttum.“
Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bylgja streptókokka á uppleið og sýkingin svæsnari en áður Sú bylgja streptókokka sem nú herjar á landsmenn er enn á uppleið og veldur alvarlegri sýkingum en áður. Þetta segir Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir. Það sé mikilvægt að foreldrar barna með sýkinguna hlusti á innsæið og grípi inn í ef þeir fái á tilfinninguna að sýking barna þeirra sé að þróast til verri vegar. 28. febrúar 2023 15:45 Streptókokkafaraldur geisar: „Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist það mjög hratt“ Streptókokkasýking getur orðið alvarleg hratt þegar bakterían kemst á flug. Barnasmitsjúkdómalæknir segir sýkinguna ekki verri í sjálfu sér fyrir börn en fullorðna þó að mest hafi verið fjallað um alvarleg veikindi barna í faraldri sem nú geisar. 20. febrúar 2023 09:40 Fjögurra ára fór í öndunarvél vegna streptókokka: Móðirin reið út í kerfið Móðir fjögurra ára stúlku sem var hætt komin og þurfti á gjörgæsluinnlögn að halda vegna alvarlegrar streptókokkasýkingar, segist reið og sár við heilbrigðiskerfið. Hún er viss um að hægt hefði verið að grípa inn í mun fyrr og koma í veg fyrir lífshættulegt ástand dóttur sinnar. 16. febrúar 2023 19:18 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
Bylgja streptókokka á uppleið og sýkingin svæsnari en áður Sú bylgja streptókokka sem nú herjar á landsmenn er enn á uppleið og veldur alvarlegri sýkingum en áður. Þetta segir Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir. Það sé mikilvægt að foreldrar barna með sýkinguna hlusti á innsæið og grípi inn í ef þeir fái á tilfinninguna að sýking barna þeirra sé að þróast til verri vegar. 28. febrúar 2023 15:45
Streptókokkafaraldur geisar: „Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist það mjög hratt“ Streptókokkasýking getur orðið alvarleg hratt þegar bakterían kemst á flug. Barnasmitsjúkdómalæknir segir sýkinguna ekki verri í sjálfu sér fyrir börn en fullorðna þó að mest hafi verið fjallað um alvarleg veikindi barna í faraldri sem nú geisar. 20. febrúar 2023 09:40
Fjögurra ára fór í öndunarvél vegna streptókokka: Móðirin reið út í kerfið Móðir fjögurra ára stúlku sem var hætt komin og þurfti á gjörgæsluinnlögn að halda vegna alvarlegrar streptókokkasýkingar, segist reið og sár við heilbrigðiskerfið. Hún er viss um að hægt hefði verið að grípa inn í mun fyrr og koma í veg fyrir lífshættulegt ástand dóttur sinnar. 16. febrúar 2023 19:18