Ástráður ávítar Stefán Ólafsson fyrir trúnaðarbrot Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2023 14:29 Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari segir Stefán Ólafsson samninganefndarmann Eflingar hafa brotið lög og trúnað með yfirlýsingum sínum um gang viðræðna. Vísir Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari gagnrýnir Stefán Ólafsson samninganefndarmann Eflingar harðlega fyrir trúnaðarbrot í tengslum við kjaraviðræður félagsins við Samtök atvinnulífsins. Hann segir opinber ummæli Stefáns geta sett viðræðurnar „út af teinunum." Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum hjá Eflingu og fulltrúi í samninganefnd félagins skrifaði um samningafund gærkvöldsins hjá ríkissáttasemjara á Facebook síðu sinni í dag. Þar segir Stefán að fundurinn í gærkvöldi hafi farið „í bið eftir því hvort samninganefnd atvinnurekenda (SA) myndi leyfa settum sáttasemjara að leggja fram svo kallaða miðlunartillögu í deilu Eflingar og SA. Biðin var árangurslaus,“ segir Stefán á Facebook og bætir við: „Við dagslok var það mér umhugsunarefni, hversu lengi fólk sem hefur milljónir í laun á mánuði getur rætt um eitt þúsund króna launahækkun til verkafólks - og það án árangurs!“ Gæti hafa skaðað viðræður á viðkvæmu stigi Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari er mjög ósáttur við þessar yfirlýsingar Stefáns og segir hann beinlínis brjóta lög með því að upplýsa hvað fram fari á samningafundum. Þá fari hann heldur ekki rétt með. „Ég hafði beðið aðilana sérstaklega um að vera ekki að tjá sig opinberlega eða veita viðtöl vegna þeirrar viðkvæmu stöðu sem uppi er í deilunni. Í öðru lagi er það svo að samkvæmt lögunum um stéttarfélög og vinnudeilur er beinlínis óheimilt að greina opinberlega frá eða bera vitni um það sem kann að hafa komið fram á samningafundum, nema með heimild gagnaðilans með samþykki beggja samningaðila," sagði Ástráður í viðtali við fréttir á Bylgjunni klukkan tvö. Heyra má viðtalið við Ástráð í fréttum Bylgjunnar klukkan 14:00 í heild sinni hér fyrir neðan: „Svo er það í þriðja lagi, sem er kannski verst, að þessi frásögn Stefáns Ólafssonar er einfaldlega ekki rétt," segir Ástráður. Þannig að það munar ekki einhverjum þúsundkalli þarna á? „Það er bara þannig að samhengi hlutanna er miklu flóknara heldur en að hægt sé að taka út einhvern einn þátt og segja það munar akkúrat þessu. Það eru margir þættir sem þurfa að spila saman. En ég ætla ekki að gera það sama og Stefán að fara að bera hér einhver vitni um það sem gerist á samningafundum. Þetta bara má ekki gerast og þetta er vís vegur til að hleypa þessari deilu endanlega út af teinunum ef menn ætla að fara þessa leið," segir settur ríkissáttasemjari. Heldur þú að þetta hafi náð að skaða viðræðurnar nú þegar? „Ég óttast það." Heldur þú að þú náir einhverjum fundi með aðilum í dag? „Ég veit það ekki." Þannig að þú leggur áherslu á að deiluaðilar séu ekki að tjá sig um þau tilboð sem eru á borðinu? „Já og þeir eiga auðvitað bara að fara að lögum. Þeir eiga ekki að greina opinberlega frá því sem gerist á samningafundum," sagði Ástráður Haraldsson í viðtali við fréttastofu. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir fimm klukkustunda fund hafa strandað á þúsundkalli Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum hjá Eflingu, er hugsi eftir að viðræður Eflingar og Samtaka atvinnulífsins um lausn í kjaradeilu sigldi í strand. Á honum er að skilja að samningaviðræður hafi strandað á eitt þúsund króna launahækkun til félagsmanna Eflingar. 28. febrúar 2023 12:36 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum hjá Eflingu og fulltrúi í samninganefnd félagins skrifaði um samningafund gærkvöldsins hjá ríkissáttasemjara á Facebook síðu sinni í dag. Þar segir Stefán að fundurinn í gærkvöldi hafi farið „í bið eftir því hvort samninganefnd atvinnurekenda (SA) myndi leyfa settum sáttasemjara að leggja fram svo kallaða miðlunartillögu í deilu Eflingar og SA. Biðin var árangurslaus,“ segir Stefán á Facebook og bætir við: „Við dagslok var það mér umhugsunarefni, hversu lengi fólk sem hefur milljónir í laun á mánuði getur rætt um eitt þúsund króna launahækkun til verkafólks - og það án árangurs!“ Gæti hafa skaðað viðræður á viðkvæmu stigi Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari er mjög ósáttur við þessar yfirlýsingar Stefáns og segir hann beinlínis brjóta lög með því að upplýsa hvað fram fari á samningafundum. Þá fari hann heldur ekki rétt með. „Ég hafði beðið aðilana sérstaklega um að vera ekki að tjá sig opinberlega eða veita viðtöl vegna þeirrar viðkvæmu stöðu sem uppi er í deilunni. Í öðru lagi er það svo að samkvæmt lögunum um stéttarfélög og vinnudeilur er beinlínis óheimilt að greina opinberlega frá eða bera vitni um það sem kann að hafa komið fram á samningafundum, nema með heimild gagnaðilans með samþykki beggja samningaðila," sagði Ástráður í viðtali við fréttir á Bylgjunni klukkan tvö. Heyra má viðtalið við Ástráð í fréttum Bylgjunnar klukkan 14:00 í heild sinni hér fyrir neðan: „Svo er það í þriðja lagi, sem er kannski verst, að þessi frásögn Stefáns Ólafssonar er einfaldlega ekki rétt," segir Ástráður. Þannig að það munar ekki einhverjum þúsundkalli þarna á? „Það er bara þannig að samhengi hlutanna er miklu flóknara heldur en að hægt sé að taka út einhvern einn þátt og segja það munar akkúrat þessu. Það eru margir þættir sem þurfa að spila saman. En ég ætla ekki að gera það sama og Stefán að fara að bera hér einhver vitni um það sem gerist á samningafundum. Þetta bara má ekki gerast og þetta er vís vegur til að hleypa þessari deilu endanlega út af teinunum ef menn ætla að fara þessa leið," segir settur ríkissáttasemjari. Heldur þú að þetta hafi náð að skaða viðræðurnar nú þegar? „Ég óttast það." Heldur þú að þú náir einhverjum fundi með aðilum í dag? „Ég veit það ekki." Þannig að þú leggur áherslu á að deiluaðilar séu ekki að tjá sig um þau tilboð sem eru á borðinu? „Já og þeir eiga auðvitað bara að fara að lögum. Þeir eiga ekki að greina opinberlega frá því sem gerist á samningafundum," sagði Ástráður Haraldsson í viðtali við fréttastofu.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir fimm klukkustunda fund hafa strandað á þúsundkalli Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum hjá Eflingu, er hugsi eftir að viðræður Eflingar og Samtaka atvinnulífsins um lausn í kjaradeilu sigldi í strand. Á honum er að skilja að samningaviðræður hafi strandað á eitt þúsund króna launahækkun til félagsmanna Eflingar. 28. febrúar 2023 12:36 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Segir fimm klukkustunda fund hafa strandað á þúsundkalli Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum hjá Eflingu, er hugsi eftir að viðræður Eflingar og Samtaka atvinnulífsins um lausn í kjaradeilu sigldi í strand. Á honum er að skilja að samningaviðræður hafi strandað á eitt þúsund króna launahækkun til félagsmanna Eflingar. 28. febrúar 2023 12:36