Stöð 2 Sport
Klukkan 17.30 hefst útsending frá Svíþjóð þar sem Ystad og Valur mætast í Evrópudeild karla í handbolta. Vinni Valur stórsigur getur liðið náð öðru sæti liðsins en um er að ræða síðasta leik riðlakeppninnar. Liðið hefur nú þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum.
Klukkan 19.15 verða leikir kvöldsins í Evrópudeildinni gerðir upp.
Stöð 2 Sport 2
Dagskráin byrjar snemma en klukkan 12.50 hefst útsending frá Króatíu þar sem Hajduk Split og Manchester City mætast í UEFA Youth League. Klukkan 14.55 hefst útsending frá Þýskalandi þar sem Borussia Dortmund og París Saint-Germain mætast í sömu keppni.
Klukkan 19.50 er leikur Bristol City og Manchester City í ensku bikarkeppninni, FA Cup, þeirri elstu og virtustu á dagskrá.
Stöð 2 Sport 3
Klukkan 19.35 mætast Fulham og Leeds United í ensku bikarkeppninni.
Stöð 2 Sport 4
Klukkan 19.05 mætast Stoke City og Brighton & Hove Albion í ensku bikarkeppninni.
Stöð 2 Sport 5
Klukkan 17.20 mætast Cremonese og Roma í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Klukkan 19.35 er komið að leik Juventus og Torino í sömu keppni.
Stöð 2 Esport
Klukkan 19.05 er Áskorendastig Stórmeistaramótsins í CS:GO á dagskrá.