Sex prósent beiðna til VIRK uppfylltu skilyrði WHO um kulnun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. febrúar 2023 14:34 Þær Berglind Stefánsdóttir (til vinstri) og Guðrún Rakel Eiríksdóttir, (til hægri) sálfræðingar og verkefnastjórar hjá VIRK, hafa rannsakað kulnun í starfi frá árinu 2020. VIRK Fimmtíu og átta prósent umsækjenda um starfsendurhæfingu hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði ráku heilsubrestinn til kulnunar. Niðurstaða þróunarverkefnis á vegum VIRK sýnir aftur á móti að einungis rúm sex prósent þeirra uppfylltu skilyrði Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um kulnun í starfi. Þær Berglind Stefánsdóttir og Guðrún Rakel Eiríksdóttir, sálfræðingar og verkefnastjórar hjá VIRK hafa rannsakað þessi mál frá árinu 2020. Guðrún Rakel var spurð hvað það væri sem skýrði þetta ósamræmi sem birtist í niðurstöðum verkefnisins. „Það er bara mjög góð spurning og kannski er erfitt að svara þér núna. Við erum einmitt kannski þess vegna að rannsaka þetta hjá VIRK. Við erum búin að vinna að þessu rannsóknarverkefni frá 2020 og þar sem þessi tiltekni hópur er undir. Við erum að tala um þau sem sækja um starfsendurhæfingu hjá VIRK og hvort óvinnufærnina megi að einhverju leyti rekja til kulnunar í starfi. Við erum að kafa ofan í þessi mál. En það virðast margir sem koma til okkar spegla sig í einkennum kulnunar og telja þau eiga við sig en síðan þegar kafað er dýpra ofan í málin þá er kannski eitthvað annað sem skýrir líðan fólksins betur og þann vanda sem verið er að glíma við.“ Guðrún segir að hluti af ástæðunni fyrir því að svo margir telji sig vera í kulnun sé að sum einkenni hennar eiga líka við um ýmsa geðræna kvilla til dæmis þunglyndi. Nýlega breytti Alþjóðaheilbrigðismálastofnun skilgreiningu sinni á kulnun. Nú er talað um hana sem vinnutengt fyrirbæri og að hana megi rekja til langvarandi álags á vinnustað. „Það sem einkennir þetta helst er örmögnun, mikil þreyta og aftenging. Þarna verður breytt viðhorf til vinnu og minni afköst. Einnig má bæta við hugrænum einkennum eins og minnisleysi og vanda við einbeitingu en þessi einkenni geta líka komið fram í ýmsum geðröskunum. Það er smá samsláttur þarna,“ segir Guðrún Rakel Eiríksdóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri hjá VIRK. Geðheilbrigði Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Heilsa Tengdar fréttir „Íþróttamenn segja ekki frá þessu og leita sér ekki hjálpar“ Það vakti athygli á dögunum þegar leikmaður íslenska handboltalandsliðsins, Kristján Örn Kristjánsson leikmaður PAUC í Frakklandi, greindi frá því að hann yrði að taka sér frí frá æfingum og keppni vegna kulnunar. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur hjá Háskólanum í Reykjavík ræddi við Guðjón Guðmundsson um þessa hlið íþróttanna. 24. febrúar 2023 10:00 Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03 Læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun Skráðum samskiptum heimilislækna við sjúklinga hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum og fleiri læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun. Þetta kom fram í erindi forstjóra Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu á læknaráðstefnu sem nú fer fram í Hörpu. Hann tengir þetta ástand við aukin rafræn samskipti. 18. janúar 2023 10:16 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Þær Berglind Stefánsdóttir og Guðrún Rakel Eiríksdóttir, sálfræðingar og verkefnastjórar hjá VIRK hafa rannsakað þessi mál frá árinu 2020. Guðrún Rakel var spurð hvað það væri sem skýrði þetta ósamræmi sem birtist í niðurstöðum verkefnisins. „Það er bara mjög góð spurning og kannski er erfitt að svara þér núna. Við erum einmitt kannski þess vegna að rannsaka þetta hjá VIRK. Við erum búin að vinna að þessu rannsóknarverkefni frá 2020 og þar sem þessi tiltekni hópur er undir. Við erum að tala um þau sem sækja um starfsendurhæfingu hjá VIRK og hvort óvinnufærnina megi að einhverju leyti rekja til kulnunar í starfi. Við erum að kafa ofan í þessi mál. En það virðast margir sem koma til okkar spegla sig í einkennum kulnunar og telja þau eiga við sig en síðan þegar kafað er dýpra ofan í málin þá er kannski eitthvað annað sem skýrir líðan fólksins betur og þann vanda sem verið er að glíma við.“ Guðrún segir að hluti af ástæðunni fyrir því að svo margir telji sig vera í kulnun sé að sum einkenni hennar eiga líka við um ýmsa geðræna kvilla til dæmis þunglyndi. Nýlega breytti Alþjóðaheilbrigðismálastofnun skilgreiningu sinni á kulnun. Nú er talað um hana sem vinnutengt fyrirbæri og að hana megi rekja til langvarandi álags á vinnustað. „Það sem einkennir þetta helst er örmögnun, mikil þreyta og aftenging. Þarna verður breytt viðhorf til vinnu og minni afköst. Einnig má bæta við hugrænum einkennum eins og minnisleysi og vanda við einbeitingu en þessi einkenni geta líka komið fram í ýmsum geðröskunum. Það er smá samsláttur þarna,“ segir Guðrún Rakel Eiríksdóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri hjá VIRK.
Geðheilbrigði Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Heilsa Tengdar fréttir „Íþróttamenn segja ekki frá þessu og leita sér ekki hjálpar“ Það vakti athygli á dögunum þegar leikmaður íslenska handboltalandsliðsins, Kristján Örn Kristjánsson leikmaður PAUC í Frakklandi, greindi frá því að hann yrði að taka sér frí frá æfingum og keppni vegna kulnunar. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur hjá Háskólanum í Reykjavík ræddi við Guðjón Guðmundsson um þessa hlið íþróttanna. 24. febrúar 2023 10:00 Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03 Læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun Skráðum samskiptum heimilislækna við sjúklinga hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum og fleiri læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun. Þetta kom fram í erindi forstjóra Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu á læknaráðstefnu sem nú fer fram í Hörpu. Hann tengir þetta ástand við aukin rafræn samskipti. 18. janúar 2023 10:16 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
„Íþróttamenn segja ekki frá þessu og leita sér ekki hjálpar“ Það vakti athygli á dögunum þegar leikmaður íslenska handboltalandsliðsins, Kristján Örn Kristjánsson leikmaður PAUC í Frakklandi, greindi frá því að hann yrði að taka sér frí frá æfingum og keppni vegna kulnunar. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur hjá Háskólanum í Reykjavík ræddi við Guðjón Guðmundsson um þessa hlið íþróttanna. 24. febrúar 2023 10:00
Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03
Læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun Skráðum samskiptum heimilislækna við sjúklinga hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum og fleiri læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun. Þetta kom fram í erindi forstjóra Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu á læknaráðstefnu sem nú fer fram í Hörpu. Hann tengir þetta ástand við aukin rafræn samskipti. 18. janúar 2023 10:16