Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. nóvember 2025 12:00 Reglur um snjallsíma eru ofarlega í huga barnanna sem sækja barnaþingið heim í dag. Hér eru ferðamenn á Snæfellsnesi með nefið ofan í símunum. Vísir/Vilhelm Yfir eitt hundrað börn sem eru saman komin á barnaþingi munu grilla ráðherra ríkisstjórnarinnar í dag. Reglur um snjallsímanotkun eru þeim ofarlega í huga að sögn umboðsmanns barna sem telur mikilvægt að yngri kynslóðin komi enn frekar að ákvarðanatöku í samfélaginu. Um eitt hundrað og fjörutíu börn taka þátt í barnaþingi sem fer fram í Hörpu í dag. Þau eru ellefu til fimtán ára gömul og voru valin með slembiúrtaki, sem Salvör Nordal umboðsmaður barna segir gert til að fá fjölbreyttan hóp að borðinu. „Og vorum líka til dæmis með mjög góðan hóp af börnum utan af landi og frá öllum landsfjórðungum, hvaðanæva að í rauninni,“ segir Salvör. Salvör Nordal er umboðsmaður barna. Vísir/Einar Börnin heimsóttu Alþingi í gær og fengu fræðslu um störf þingsins. Í dag verður unnið að tillögum er snúa að málefnum sem brenna á börnum. Salvör segir snjallsímanotkun ofarlega á baugi. Skiptar skoðanir séu um mögulegt símabann og útfærslu þess. „Þau tala mjög oft um að það sé líka mikilvægt að það séu reglur meðal fullorðinna, sem sagt á heimilinu, því að það vill náttúrulega gerast að við sem erum fullorðin setjum ekkert sérstaklega gott fordæmi varðandi snjallsímanotkun. Þannig að það er ekki hægt að banna börnunum og vera svo sjálf alltaf í símanum. Þau hafa allavega mikið verið að ræða það.“ Grilla ráðherra Sex ráðherrar hafa boðað komu sína á barnaþing í dag, þar á meðal forsætisráðherra. „Þá koma spurningar frá hverju borði og til til einstakra ráðherra. Það hefur hingað til verið mjög skemmtileg umræða og þau spyrja líka oft mjög krefjandi spurninga. Þannig að þau eru að fara að grilla þá,“ segir Salvör kímin. Börnin hafa miklar skoðanir á mögulegu símabanni í skólum og útfærslu þess.vísir/Getty Hún segir nauðsynlegt að leyfa börnum að koma að ákvarðanatöku í samfélaginu. Þau hafi miklar skoðanir á til að mynda skólamálum og þá til dæmis einkunnakerfinu. „Þegar það er verið að taka ákvarðanir og þau eru skilin eftir, að þá verða þau mjög óánægð með það. Það er líka bara ávísun á miklu betri ákvarðanatöku ef við hlustum á börnin sem eru nemendur í skólum, til dæmis þegar við erum að taka ákvarðanir um skólakerfið og ýmislegt varðandi skólahald.“ Börn og uppeldi Alþingi Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira
Um eitt hundrað og fjörutíu börn taka þátt í barnaþingi sem fer fram í Hörpu í dag. Þau eru ellefu til fimtán ára gömul og voru valin með slembiúrtaki, sem Salvör Nordal umboðsmaður barna segir gert til að fá fjölbreyttan hóp að borðinu. „Og vorum líka til dæmis með mjög góðan hóp af börnum utan af landi og frá öllum landsfjórðungum, hvaðanæva að í rauninni,“ segir Salvör. Salvör Nordal er umboðsmaður barna. Vísir/Einar Börnin heimsóttu Alþingi í gær og fengu fræðslu um störf þingsins. Í dag verður unnið að tillögum er snúa að málefnum sem brenna á börnum. Salvör segir snjallsímanotkun ofarlega á baugi. Skiptar skoðanir séu um mögulegt símabann og útfærslu þess. „Þau tala mjög oft um að það sé líka mikilvægt að það séu reglur meðal fullorðinna, sem sagt á heimilinu, því að það vill náttúrulega gerast að við sem erum fullorðin setjum ekkert sérstaklega gott fordæmi varðandi snjallsímanotkun. Þannig að það er ekki hægt að banna börnunum og vera svo sjálf alltaf í símanum. Þau hafa allavega mikið verið að ræða það.“ Grilla ráðherra Sex ráðherrar hafa boðað komu sína á barnaþing í dag, þar á meðal forsætisráðherra. „Þá koma spurningar frá hverju borði og til til einstakra ráðherra. Það hefur hingað til verið mjög skemmtileg umræða og þau spyrja líka oft mjög krefjandi spurninga. Þannig að þau eru að fara að grilla þá,“ segir Salvör kímin. Börnin hafa miklar skoðanir á mögulegu símabanni í skólum og útfærslu þess.vísir/Getty Hún segir nauðsynlegt að leyfa börnum að koma að ákvarðanatöku í samfélaginu. Þau hafi miklar skoðanir á til að mynda skólamálum og þá til dæmis einkunnakerfinu. „Þegar það er verið að taka ákvarðanir og þau eru skilin eftir, að þá verða þau mjög óánægð með það. Það er líka bara ávísun á miklu betri ákvarðanatöku ef við hlustum á börnin sem eru nemendur í skólum, til dæmis þegar við erum að taka ákvarðanir um skólakerfið og ýmislegt varðandi skólahald.“
Börn og uppeldi Alþingi Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira