Vill svör um mikla notkun þunglyndislyfja og Covid-tengda vanlíðan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2023 12:31 Berglind Ósk hefur óskað eftir svörum um mikla notkun þunglyndislyfja frá heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Notkun þunglyndislyfja eykst enn og er aukningin hlutfallslega mun meiri hér á landi en annars staðar í heiminum. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að skoða þurfi rót vandans og grípa til umfangsmikilla aðgerða til að stemma stigu við vanlíðan þjóðarinnar. Samkvæmt tölum frá embætti landlæknis var tæplega fjórðungur fullorðinna Íslendinga á þunglyndis- og/eða kvíðalyfjum árið 2021. Frá árinu 2013 til 2021 hefur þunglyndislyfjaávísunum fjölgað um rúm 40 prósent. Þá má sjá á tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, að notkun þunglyndislyfja hér á landi er mun meiri hlutfallslega en annars staðar. „Núna má merkja verulega aukningu á notkun þunglyndislyfja og þá sérstaklega merkjanlega í alþjóðlegu samhengi, þá er hún meiri hér á landi,“ segir Berglind Ósk Guðmundsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Aukin notkun þunglyndislyfja verður rædd sérstaklega á Alþingi í dag að beiðni Berglindar og mun Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, svara þar spurningum þingmanna. Skoða þurfi rót vandans Berglind segir að skýringar um að notkun þunglyndislyfja hafi í aukist í kjölfar geðheilbrigðisátaks veki furðu. „Þessi sérstaða Íslands kallar á mun dýpri skoðun þar sem við greinum rót vandans því við vitum fátt um orsakir þessarar auknu vanlíðunar. Við ættum auðvitað að vera löngu komin með einhver svör í stað þess að vera með endalausar getgátur um allt,“ segir Berglind. „Það er ekki einungis hægt að vísa til þess að aukin áhersla og umræða um geðheilbrigði og geðrækt sá ástæða aukinnar vanlíðunar í samfélaginu.“ Spyr hvort félagsleg einangrun bitni enn á geðheilsu þjóðar Ráðast þurfi á rót vandans, sem megi til dæmis rekja til fordóma innan kerfisins. „Það er oft talað um að lélegt aðgengi að geðheilbrigðisúrræðum sé hægt að rekja til fordóma gagnvart geðröskunum. Þá er spurning hvort við þurfum að ráðast í átak gegn fordómum gegn geðröskunum innan heilbrigðiskerfisins,“ segir Berglind. Þá sé tilefni til að skoða sérstaklega andlega heilsu þjóðarinnar í kjölfar heimsfaraldurs. „Þar er mörgum spurningum ósvarað, eins og hvort metnir hafi verið aðrir þættir á móti þeim sóttvarnaráðstöfunum sem var gripið til, eins og félagsleg einangrun, hvort þetta hafi verið metið nægjanlega á móti þeim ráðstöfunum sem var gripið til. Það þarf að gera það til að varpa ljósi á hvaða áhrif þetta hafði á geðheilsu þjóðarinnar, sem við sjáum að fer nú hrakandi.“ Geðheilbrigði Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Lyf Tengdar fréttir Um hugvíkkandi efni og geðraskanir Umræðan um hugvíkkandi efni er að sumu leyti snúin og getur verið erfitt að orða hlutina rétt svo þeir misskiljist ekki. Hugvíkkandi efni eru nokkur, en það sem mest hefur verið í umræðunni undanfarið er efnið sílósíbín (psilocybin). Ástæðan er sú að til eru rannsóknir sem benda til þess að efnið geti mögulega verið gagnlegt í meðferð sumra geðraskana eins og t.d. þunglyndi. 25. febrúar 2023 08:01 Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03 Fordómar gagnvart fólki með geðræn vandamál áfram talsverðir og útbreiddir Talsverðir fordómar eru hér á landi í garð einstaklinga með geðrænar áskoranir samkvæmt nýrri rannsókn. Dregið hefur úr fordómum gagnvart fólki með einkenni þunglyndis en fordómar gagnvart fólki með geðklofaeinkenni breytast hægar og síður. Stór hluti almennings virðist tilbúin til að neyða fólk til að leita sér meðferðar. 8. desember 2022 19:00 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Sjá meira
Samkvæmt tölum frá embætti landlæknis var tæplega fjórðungur fullorðinna Íslendinga á þunglyndis- og/eða kvíðalyfjum árið 2021. Frá árinu 2013 til 2021 hefur þunglyndislyfjaávísunum fjölgað um rúm 40 prósent. Þá má sjá á tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, að notkun þunglyndislyfja hér á landi er mun meiri hlutfallslega en annars staðar. „Núna má merkja verulega aukningu á notkun þunglyndislyfja og þá sérstaklega merkjanlega í alþjóðlegu samhengi, þá er hún meiri hér á landi,“ segir Berglind Ósk Guðmundsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Aukin notkun þunglyndislyfja verður rædd sérstaklega á Alþingi í dag að beiðni Berglindar og mun Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, svara þar spurningum þingmanna. Skoða þurfi rót vandans Berglind segir að skýringar um að notkun þunglyndislyfja hafi í aukist í kjölfar geðheilbrigðisátaks veki furðu. „Þessi sérstaða Íslands kallar á mun dýpri skoðun þar sem við greinum rót vandans því við vitum fátt um orsakir þessarar auknu vanlíðunar. Við ættum auðvitað að vera löngu komin með einhver svör í stað þess að vera með endalausar getgátur um allt,“ segir Berglind. „Það er ekki einungis hægt að vísa til þess að aukin áhersla og umræða um geðheilbrigði og geðrækt sá ástæða aukinnar vanlíðunar í samfélaginu.“ Spyr hvort félagsleg einangrun bitni enn á geðheilsu þjóðar Ráðast þurfi á rót vandans, sem megi til dæmis rekja til fordóma innan kerfisins. „Það er oft talað um að lélegt aðgengi að geðheilbrigðisúrræðum sé hægt að rekja til fordóma gagnvart geðröskunum. Þá er spurning hvort við þurfum að ráðast í átak gegn fordómum gegn geðröskunum innan heilbrigðiskerfisins,“ segir Berglind. Þá sé tilefni til að skoða sérstaklega andlega heilsu þjóðarinnar í kjölfar heimsfaraldurs. „Þar er mörgum spurningum ósvarað, eins og hvort metnir hafi verið aðrir þættir á móti þeim sóttvarnaráðstöfunum sem var gripið til, eins og félagsleg einangrun, hvort þetta hafi verið metið nægjanlega á móti þeim ráðstöfunum sem var gripið til. Það þarf að gera það til að varpa ljósi á hvaða áhrif þetta hafði á geðheilsu þjóðarinnar, sem við sjáum að fer nú hrakandi.“
Geðheilbrigði Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Lyf Tengdar fréttir Um hugvíkkandi efni og geðraskanir Umræðan um hugvíkkandi efni er að sumu leyti snúin og getur verið erfitt að orða hlutina rétt svo þeir misskiljist ekki. Hugvíkkandi efni eru nokkur, en það sem mest hefur verið í umræðunni undanfarið er efnið sílósíbín (psilocybin). Ástæðan er sú að til eru rannsóknir sem benda til þess að efnið geti mögulega verið gagnlegt í meðferð sumra geðraskana eins og t.d. þunglyndi. 25. febrúar 2023 08:01 Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03 Fordómar gagnvart fólki með geðræn vandamál áfram talsverðir og útbreiddir Talsverðir fordómar eru hér á landi í garð einstaklinga með geðrænar áskoranir samkvæmt nýrri rannsókn. Dregið hefur úr fordómum gagnvart fólki með einkenni þunglyndis en fordómar gagnvart fólki með geðklofaeinkenni breytast hægar og síður. Stór hluti almennings virðist tilbúin til að neyða fólk til að leita sér meðferðar. 8. desember 2022 19:00 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Sjá meira
Um hugvíkkandi efni og geðraskanir Umræðan um hugvíkkandi efni er að sumu leyti snúin og getur verið erfitt að orða hlutina rétt svo þeir misskiljist ekki. Hugvíkkandi efni eru nokkur, en það sem mest hefur verið í umræðunni undanfarið er efnið sílósíbín (psilocybin). Ástæðan er sú að til eru rannsóknir sem benda til þess að efnið geti mögulega verið gagnlegt í meðferð sumra geðraskana eins og t.d. þunglyndi. 25. febrúar 2023 08:01
Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03
Fordómar gagnvart fólki með geðræn vandamál áfram talsverðir og útbreiddir Talsverðir fordómar eru hér á landi í garð einstaklinga með geðrænar áskoranir samkvæmt nýrri rannsókn. Dregið hefur úr fordómum gagnvart fólki með einkenni þunglyndis en fordómar gagnvart fólki með geðklofaeinkenni breytast hægar og síður. Stór hluti almennings virðist tilbúin til að neyða fólk til að leita sér meðferðar. 8. desember 2022 19:00