„Ég er alveg brjálaður“ Stefán Snær Ágústsson skrifar 26. febrúar 2023 21:15 Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Þorleifur Ólafsson var allt annað en sáttur eftir naumt tap Grindavíkur gegn Fjölni í 22. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í Dalhúsum í kvöld. Grindavíkurkonur þurftu sigur í kvöld til að halda pressunni á lið Njarðvíkur í baráttunni um loka umspilssætið en eiga þó enn möguleika og mæta Njarðvík í næstu umferð. Spurður um fyrstu viðbrögð eftir ósigurinn, var þjálfarinn fáorður. „Ég er svekktur“ Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en Fjölniskonur komu sterkari út úr hálfleikspásunni, hvað klikkaði í seinni hálfleik að mati þjálfarans? „Við vorum í vandræðum með svæðisvörnina hjá þeim, þær voru að færa sig vel og við vorum ekki að sjá réttu opnunar. Þær voru grimmari, það eru mín fyrstu viðbrögð, ég er alveg brjálaður að hafa tapað þessum leik.“ Danielle Rodriguez náði ekki að láta til sín taka í kvöld, hvernig metur Þorleifur frammistöðu leikmanna sinna í kvöld? „Mér fannst þær ekki hægja mikið á okkur, heldur við bara sjálfar. Varnarlega setti ég upp ákveðna hluti sem voru ekki að virka þannig ég hefði átt að breyta því fyrr, en svo breyttum við því og þá lagaðist vörnin aðeins og meikaði aðeins meira sens.“ „Á alltof mörgum sviðum fannst mér við vera alltof hikandi og ekki nógu miklir töffarar að klára hlutina, taka fráköstin. Við sýndum samt sem áður ákveðnar rispur inn á milli en það var bara því miður ekki nóg, Fjölnir bara voru betri.“ Brittany Dinkins réði ríkjum í leiknum og endaði stigahæst með 30 stig. Voru Grindavíkurkonur með áætlun til að stöðva hana og afhverju tókst það ekki? „Við vorum með ákveðið plan bara á allt liðið sem var kannski sniðið að hennar leik sem bara klikkaði að einhverju leyti, þó ekki alveg. Hún var mikið að hlaupa völlinn vel og skora úr hraðaupphlaupum og svo bara einn á einn þar sem við vorum ekki nógu mikið að halda henni fyrir framan okkur og vorum að leyfa henni að komast inn í teiginn þar sem hún er góð.“ Þorleifur fer svekktur frá borði eftir ósigurinn en verður að ná einbeitingunni fjótt aftur því Grindavík á stórleik gegn Njarðvík í næstu umferð og þarf liðið að landa sigri í næsta leik ef þær eiga að halda möguleika sínum á umspilssæti. Subway-deild kvenna UMF Grindavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Grindavík 80-78 | Dramatískur sigur Fjölnis í spennutrylli Fjölnir vann nauman sigur á Grindavík í æsispennandi leik í Subway deildinni í körfubolta í kvöld. 26. febrúar 2023 21:00 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Sjá meira
Grindavíkurkonur þurftu sigur í kvöld til að halda pressunni á lið Njarðvíkur í baráttunni um loka umspilssætið en eiga þó enn möguleika og mæta Njarðvík í næstu umferð. Spurður um fyrstu viðbrögð eftir ósigurinn, var þjálfarinn fáorður. „Ég er svekktur“ Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en Fjölniskonur komu sterkari út úr hálfleikspásunni, hvað klikkaði í seinni hálfleik að mati þjálfarans? „Við vorum í vandræðum með svæðisvörnina hjá þeim, þær voru að færa sig vel og við vorum ekki að sjá réttu opnunar. Þær voru grimmari, það eru mín fyrstu viðbrögð, ég er alveg brjálaður að hafa tapað þessum leik.“ Danielle Rodriguez náði ekki að láta til sín taka í kvöld, hvernig metur Þorleifur frammistöðu leikmanna sinna í kvöld? „Mér fannst þær ekki hægja mikið á okkur, heldur við bara sjálfar. Varnarlega setti ég upp ákveðna hluti sem voru ekki að virka þannig ég hefði átt að breyta því fyrr, en svo breyttum við því og þá lagaðist vörnin aðeins og meikaði aðeins meira sens.“ „Á alltof mörgum sviðum fannst mér við vera alltof hikandi og ekki nógu miklir töffarar að klára hlutina, taka fráköstin. Við sýndum samt sem áður ákveðnar rispur inn á milli en það var bara því miður ekki nóg, Fjölnir bara voru betri.“ Brittany Dinkins réði ríkjum í leiknum og endaði stigahæst með 30 stig. Voru Grindavíkurkonur með áætlun til að stöðva hana og afhverju tókst það ekki? „Við vorum með ákveðið plan bara á allt liðið sem var kannski sniðið að hennar leik sem bara klikkaði að einhverju leyti, þó ekki alveg. Hún var mikið að hlaupa völlinn vel og skora úr hraðaupphlaupum og svo bara einn á einn þar sem við vorum ekki nógu mikið að halda henni fyrir framan okkur og vorum að leyfa henni að komast inn í teiginn þar sem hún er góð.“ Þorleifur fer svekktur frá borði eftir ósigurinn en verður að ná einbeitingunni fjótt aftur því Grindavík á stórleik gegn Njarðvík í næstu umferð og þarf liðið að landa sigri í næsta leik ef þær eiga að halda möguleika sínum á umspilssæti.
Subway-deild kvenna UMF Grindavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Grindavík 80-78 | Dramatískur sigur Fjölnis í spennutrylli Fjölnir vann nauman sigur á Grindavík í æsispennandi leik í Subway deildinni í körfubolta í kvöld. 26. febrúar 2023 21:00 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Grindavík 80-78 | Dramatískur sigur Fjölnis í spennutrylli Fjölnir vann nauman sigur á Grindavík í æsispennandi leik í Subway deildinni í körfubolta í kvöld. 26. febrúar 2023 21:00