Kyrrstaðan niðurstaðan? Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar 25. febrúar 2023 09:30 Á síðasta borgarstjórnarfundi flutti Marta Guðjónsdóttir tillögu fyrir hönd okkar sjálfstæðismanna um að óska eftir viðræðum um endurskoðun ákvæða samgöngusáttmálans. Tilefnið er einfalt. Engin þeirra framkvæmda sem átti að ljúka árið 2023 er í reynd lokið, kostnaður nokkurra framkvæmda hefur hækkað langt umfram áætlanir og enn margt sem þarf að skera úr varðandi fjármögnunina. Samgöngusáttmálinn er fjármagnaður 25% með framlögum ríkisins, 12,5% með framlögum sveitarfélaga, 12,5% með þróun Keldnalands sem er ekki hafið og 50% með flýti- og umferðargjöldum sem eru ekki óumdeild og krefjast nýrrar löggjafar, eða þá framlögum ríkisins. Einu fjárframlögin sem ættu að vera í hendi eru 37,5% ríkisins og sveitarfélagana. Fyrir vikið lendir það til dæmis á Kópavogi og Reykjavík að skipta á milli sín auka milljarði við kostnað tengingar Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar sem átti að vera lokið árið 2021. Eins er með fyrsta áfanga Borgarlínu sem átti að ljúka í ár en hann hækkar um 7 ma.kr. í uppfærðri áætlun og heildarkostnaður áfangans er nú kominn upp í 28 ma.kr. Þar sem borgin er á ystu nöf fjárhagslega ætti þessi umfram kostnaður að nægja til að meirihlutinn sæi skynsemina í að fara aftur að teikniborðinu. Ekkert bendir til að fjárhagsstaðan lagist svo nokkru nemi þetta kjörtímabilið en ekkert kemur til framkvæmda nema fjármögnun liggi fyrir þannig að Reykjavíkurborg hefur enga burð itil að veita verkefninu framgang. Það er einkennilegt en ekki óvænt að meirihlutinn skuli fella að ræða á sameiginlegu borði vanefndirnar, hækkun á áætluðum kostnaði og hver eigi að borga hvað og hvernig. Kjósendum eru send skýr skilaboð. Meirihlutinn vill ekki skýra þessa óvissuþætti svo greiða megi samgöngubótum sáttmálans veginn. Niðurstaðan verður því kyrrstaðan sem er meirihlutanum svo þóknanleg. Sáttmálinn er ekki konfektkassi Fyrsta málið á forgangslista sáttmálans átti að vera innleiðing snjallrar umferðarljósastýringar. Það verkefni þótti góður byrjunarreitur enda bæði einföld og hagkvæm aðgerð sem bætir strax umferðarflæði og tryggir rauntímaupplýsingar um þróun umferðar sem er mikilvægt tól gagnvart þeim umferðartöfum sem munu koma í kjölfar stærri framkvæmda. Samt hefur ekkert gerst í innleiðingunni en borgin keypt meiri búnað í gömlu klukkuljósin. Borgarfulltrúar meirihlutans afsökuðu afstöðu sína með því að vilja ekki styggja ríkið sem gæti fælst frá því að greiða brúsann og því fráleitt að efna til endurskoðunar. Eins og hin breytta staða hafi alveg farið fram hjá ríkinu og að það sofi á verðinum gagnvart auknum kostnaði. En af hverju skyldi ríkið þá hefja samtal vegna hærri kostnaðar? Er ekki nóg af öðrum verkefnum á þeirri könnu? Má ríkið ekki draga þá ályktun að borgin hafi einmitt áhuga á kyrrstöðu fyrst meirihlutinn fellir að taka upp samtal um endurskoðun sáttmálans? Tilgangur sáttmálans er að flýta framkvæmdum sem að liðka fyrir umferð. Samt hefur borgin haldið áfram að beina fé og vinnustundum í aðgerðir sem beinlínis tefja umferð og strætó látinn grotna niður. Kyrrstaðan í umferðinni er sérstakt markmið meirihlutans. Nema hvað? Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Reykjavík Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Á síðasta borgarstjórnarfundi flutti Marta Guðjónsdóttir tillögu fyrir hönd okkar sjálfstæðismanna um að óska eftir viðræðum um endurskoðun ákvæða samgöngusáttmálans. Tilefnið er einfalt. Engin þeirra framkvæmda sem átti að ljúka árið 2023 er í reynd lokið, kostnaður nokkurra framkvæmda hefur hækkað langt umfram áætlanir og enn margt sem þarf að skera úr varðandi fjármögnunina. Samgöngusáttmálinn er fjármagnaður 25% með framlögum ríkisins, 12,5% með framlögum sveitarfélaga, 12,5% með þróun Keldnalands sem er ekki hafið og 50% með flýti- og umferðargjöldum sem eru ekki óumdeild og krefjast nýrrar löggjafar, eða þá framlögum ríkisins. Einu fjárframlögin sem ættu að vera í hendi eru 37,5% ríkisins og sveitarfélagana. Fyrir vikið lendir það til dæmis á Kópavogi og Reykjavík að skipta á milli sín auka milljarði við kostnað tengingar Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar sem átti að vera lokið árið 2021. Eins er með fyrsta áfanga Borgarlínu sem átti að ljúka í ár en hann hækkar um 7 ma.kr. í uppfærðri áætlun og heildarkostnaður áfangans er nú kominn upp í 28 ma.kr. Þar sem borgin er á ystu nöf fjárhagslega ætti þessi umfram kostnaður að nægja til að meirihlutinn sæi skynsemina í að fara aftur að teikniborðinu. Ekkert bendir til að fjárhagsstaðan lagist svo nokkru nemi þetta kjörtímabilið en ekkert kemur til framkvæmda nema fjármögnun liggi fyrir þannig að Reykjavíkurborg hefur enga burð itil að veita verkefninu framgang. Það er einkennilegt en ekki óvænt að meirihlutinn skuli fella að ræða á sameiginlegu borði vanefndirnar, hækkun á áætluðum kostnaði og hver eigi að borga hvað og hvernig. Kjósendum eru send skýr skilaboð. Meirihlutinn vill ekki skýra þessa óvissuþætti svo greiða megi samgöngubótum sáttmálans veginn. Niðurstaðan verður því kyrrstaðan sem er meirihlutanum svo þóknanleg. Sáttmálinn er ekki konfektkassi Fyrsta málið á forgangslista sáttmálans átti að vera innleiðing snjallrar umferðarljósastýringar. Það verkefni þótti góður byrjunarreitur enda bæði einföld og hagkvæm aðgerð sem bætir strax umferðarflæði og tryggir rauntímaupplýsingar um þróun umferðar sem er mikilvægt tól gagnvart þeim umferðartöfum sem munu koma í kjölfar stærri framkvæmda. Samt hefur ekkert gerst í innleiðingunni en borgin keypt meiri búnað í gömlu klukkuljósin. Borgarfulltrúar meirihlutans afsökuðu afstöðu sína með því að vilja ekki styggja ríkið sem gæti fælst frá því að greiða brúsann og því fráleitt að efna til endurskoðunar. Eins og hin breytta staða hafi alveg farið fram hjá ríkinu og að það sofi á verðinum gagnvart auknum kostnaði. En af hverju skyldi ríkið þá hefja samtal vegna hærri kostnaðar? Er ekki nóg af öðrum verkefnum á þeirri könnu? Má ríkið ekki draga þá ályktun að borgin hafi einmitt áhuga á kyrrstöðu fyrst meirihlutinn fellir að taka upp samtal um endurskoðun sáttmálans? Tilgangur sáttmálans er að flýta framkvæmdum sem að liðka fyrir umferð. Samt hefur borgin haldið áfram að beina fé og vinnustundum í aðgerðir sem beinlínis tefja umferð og strætó látinn grotna niður. Kyrrstaðan í umferðinni er sérstakt markmið meirihlutans. Nema hvað? Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun