Hætta við að breyta bókunum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. febrúar 2023 07:00 Breytingar á texta í bókum Roald Dahl hafa vakið mjög misjöfn viðbrögð. Vísir/Einar Bókaútgáfa hefur ákveðið að halda áfram að prenta upprunalegar bækur Roalds Dahl samhliða breyttum útgáfum. Til stóð að gera víðtækar og varanlegar breytingar á texta sem kynni að reynast meiðandi fyrir einn eða annan minnihlutahóp. Í Kalla og súkkulaðiverksmiðjunni hafði orðið „feitur” – á ensku fat – til dæmis sums staðar verið tekið út. Annars staðar breytt hafði því verið breytt í „risavaxinn” (e. enormous). Oompa Loomparnir í sömu bók voru orðnir kynhlutlausir. Hlustuðu á gagnrýnisraddir AP fréttaveitan greinir frá því að bókaútgáfan hafi, í kjölfar gagnrýninnar, ákveðið að prenta bækur í upprunalegri útgáfu samhliða þeim nýju. Bókaútgáfan hafði ráðið til sín sérstaka næmnishöfunda til að breyta og endurskrifa texta sem rithöfundar á borð við Salman Rushdie höfðu kallað „fáránlega ritskoðun“. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands mótmælti breytingunum einnig. „Við hlustuðum á gagnrýnisraddir sem minntu okkur á þau ótrúlegu áhrif sem bækur Roalds Dahl hafa haft. Og áttum okkur á því að mikilvægt er að halda í upprunalega textann. Stóra spurningin stendur enn eftir; um hvernig hægt sé að halda uppi heiðri eldri bóka – en í takt við nútímann.“ „Hvar endar það?“ Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur og ritlistakennari við Háskóla Íslands ræddi málið í Íslandi í dag fyrr í vikunni þar sem hann sagði vafasamt að fara í texta rithöfunda: „Við sjáum á þessum breytingum þarna að það er verið að koma með nýjar hugmyndir inn í verkið... Ef við ætlum að leyfa þetta, hvar endar það?“ Hann benti á að sálfræðin segi okkur að vandamálin og hið illa í lífinu sé til að horfast í augu við það og takast á við það, en ekki snúa sér í hina áttina og útiloka hugmyndirnar. Sú sé tilhneigingin nú um mundir með viðvörunum hvers konar við ýmsu efni (e. trigger warning). „Ég held að þetta sé ekki það sem við þurfum. Og að þetta hjálpi ekki sagnagerð almennt. Sagnagerð gengur almennt út á einhvers konar togstreitu. Ef við ætlum að taka illmennið út, svo við tölum bara einfalt mál, hvernig verða sögur? Fletjast þær ekki út? Það þarf alltaf einhverja togstreitu í sagnagerð. Ég sé ekki fyrir mér að þetta sé leiðin sem við þurfum að fara; að bara stinga höfðinu í sandinn,” sagði Rúnar. Bókmenntir Ísland í dag Höfundarréttur Tengdar fréttir Roald Dahl og afneitun veruleikans Um síðastliðna helgi bárust af því fregnir að verið væri að endurútgefa bækur barnabókahöfundarins vinsæla, Roald Dahl, með verulega breyttum texta. Dahl er meðal annars höfundur Kalla og súkkulaðiverksmiðjunnar en samnefnt leikrit var sett upp hérlendis fyrir fáum árum. 21. febrúar 2023 11:30 Orðið er frjálst Ég hef í gegnum tíðina haft viðurværi mitt meðal annars af því að starfa við yfirlestur. Í því starfi felst að vinna með höfundum að því að bækur þeirra verði eins góðar og þeir sjá fyrir sér. 22. febrúar 2023 08:57 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira
Í Kalla og súkkulaðiverksmiðjunni hafði orðið „feitur” – á ensku fat – til dæmis sums staðar verið tekið út. Annars staðar breytt hafði því verið breytt í „risavaxinn” (e. enormous). Oompa Loomparnir í sömu bók voru orðnir kynhlutlausir. Hlustuðu á gagnrýnisraddir AP fréttaveitan greinir frá því að bókaútgáfan hafi, í kjölfar gagnrýninnar, ákveðið að prenta bækur í upprunalegri útgáfu samhliða þeim nýju. Bókaútgáfan hafði ráðið til sín sérstaka næmnishöfunda til að breyta og endurskrifa texta sem rithöfundar á borð við Salman Rushdie höfðu kallað „fáránlega ritskoðun“. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands mótmælti breytingunum einnig. „Við hlustuðum á gagnrýnisraddir sem minntu okkur á þau ótrúlegu áhrif sem bækur Roalds Dahl hafa haft. Og áttum okkur á því að mikilvægt er að halda í upprunalega textann. Stóra spurningin stendur enn eftir; um hvernig hægt sé að halda uppi heiðri eldri bóka – en í takt við nútímann.“ „Hvar endar það?“ Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur og ritlistakennari við Háskóla Íslands ræddi málið í Íslandi í dag fyrr í vikunni þar sem hann sagði vafasamt að fara í texta rithöfunda: „Við sjáum á þessum breytingum þarna að það er verið að koma með nýjar hugmyndir inn í verkið... Ef við ætlum að leyfa þetta, hvar endar það?“ Hann benti á að sálfræðin segi okkur að vandamálin og hið illa í lífinu sé til að horfast í augu við það og takast á við það, en ekki snúa sér í hina áttina og útiloka hugmyndirnar. Sú sé tilhneigingin nú um mundir með viðvörunum hvers konar við ýmsu efni (e. trigger warning). „Ég held að þetta sé ekki það sem við þurfum. Og að þetta hjálpi ekki sagnagerð almennt. Sagnagerð gengur almennt út á einhvers konar togstreitu. Ef við ætlum að taka illmennið út, svo við tölum bara einfalt mál, hvernig verða sögur? Fletjast þær ekki út? Það þarf alltaf einhverja togstreitu í sagnagerð. Ég sé ekki fyrir mér að þetta sé leiðin sem við þurfum að fara; að bara stinga höfðinu í sandinn,” sagði Rúnar.
Bókmenntir Ísland í dag Höfundarréttur Tengdar fréttir Roald Dahl og afneitun veruleikans Um síðastliðna helgi bárust af því fregnir að verið væri að endurútgefa bækur barnabókahöfundarins vinsæla, Roald Dahl, með verulega breyttum texta. Dahl er meðal annars höfundur Kalla og súkkulaðiverksmiðjunnar en samnefnt leikrit var sett upp hérlendis fyrir fáum árum. 21. febrúar 2023 11:30 Orðið er frjálst Ég hef í gegnum tíðina haft viðurværi mitt meðal annars af því að starfa við yfirlestur. Í því starfi felst að vinna með höfundum að því að bækur þeirra verði eins góðar og þeir sjá fyrir sér. 22. febrúar 2023 08:57 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira
Roald Dahl og afneitun veruleikans Um síðastliðna helgi bárust af því fregnir að verið væri að endurútgefa bækur barnabókahöfundarins vinsæla, Roald Dahl, með verulega breyttum texta. Dahl er meðal annars höfundur Kalla og súkkulaðiverksmiðjunnar en samnefnt leikrit var sett upp hérlendis fyrir fáum árum. 21. febrúar 2023 11:30
Orðið er frjálst Ég hef í gegnum tíðina haft viðurværi mitt meðal annars af því að starfa við yfirlestur. Í því starfi felst að vinna með höfundum að því að bækur þeirra verði eins góðar og þeir sjá fyrir sér. 22. febrúar 2023 08:57