Svíar og Norðmenn einoka verðlaunasætin á heimsmeistaramótinu Smári Jökull Jónsson skrifar 24. febrúar 2023 21:30 Simen Kruger fagnar þegar hann kemur í mark í 30 km göngunni í dag. Vísir/Getty Heimsmeistaramótið í skíðagöngu fer nú fram í Planica í Slóveníu. Eftir fyrstu keppnisgreinarnar hafa nágrannaþjóðirnar Norðmenn og Svíar svo gott sem einokað verðlaunasætin. Mótið hófst í gær með sprettgöngu karla og kvenna. Í kvennaflokki var búist við góðum árangri Svía sem hafa átt góðu gengi að fagna í greininni síðustu misserin enda voru fjórir keppendur af sex í úrslitagöngunni frá Svíþjóð. Á endanum voru það líka sænsku konurnar sem röðuðu sér í fjögur efstu sætin. Jonna Sundling tryggði sér heimsmeistaratitilinn nokkuð örugglega og Emma Ribom og Maja Dahlquist fylgdu í kjölfarið og hirtu silfur- og bronsverðlaun. Linn Svahn endaði í fjórða sætinu en hún er nýkomin til baka eftir alvarleg meiðsli en fyrir meiðslin raðaði hún inn gullverðlaunum í sprettgöngu. Jonna Sundling og Emma Ribom fagna verðlaunum sínum í sprettgöngu gærdagsins.Vísir/Getty Í karlaflokki var það Johannes Klæbo sem vann örugglega en þetta er í þriðja sinn í röð sem Klæbo verður heimsmeistari í sprettöngu. Landi hans Pål Golberg varð í öðru sæti og Frakkinn Jules Chappaz í þriðja sæti. Í dag var síðan keppt í 30 kílómetra skiptigöngu karla þar sem fyrst eru gengnir 15 kílómetrar með klassískri aðferð en á seinni 15 kílómetrunum er frjáls aðferð. Nú var komið að Norðmönnum að eigna sér öll verðlaunin. Simen Kruger kom fyrstur í mark, hans fyrstu gullverðlaun á heimsmeistaramóti en hann er Ólympíumeistari í þessari sömu grein frá árinu 2018. Johannes Klæbo tryggði sér silfrið og Sjur Rothe fékk bronsið eftir mikla baráttu þeirra tveggja í lokin. Complete Norwegian dominance in today's men's skiathlon. Congratulations to the World Champion Simen Hegstad Krueger and winners on the podium! Krueger Simen Hegstad Klaebo Johannes Hoesflot Roethe Sjur #Planica2023 pic.twitter.com/DE6SUDJp6I— Planica Nordic (@PlanicaNordic) February 24, 2023 Snorri Einarsson kom í mark í 28.sæti sem er hans besti árangur á stórmóti. Á morgun er keppt í 15 kílómetra göngu kvenna og verður fróðlegt að sjá hvort nágrannaþjóðirnar haldi áfram að raða sér á verðlaunapall. Skíðaíþróttir Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Íslenski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Hera bætti sjö ára Íslandsmet Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Ofbeldismaðurinn fær ekki leyfi til að þjálfa á HM Bróðir Alcaraz rakaði óvart af honum hárið Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Hálffimmtug Venus með eftirminnilega endurkomu Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra „Hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Dagskráin: Bikarmeistarar, Stúkan og VARsjáin á sama kvöldinu Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Sjá meira
Mótið hófst í gær með sprettgöngu karla og kvenna. Í kvennaflokki var búist við góðum árangri Svía sem hafa átt góðu gengi að fagna í greininni síðustu misserin enda voru fjórir keppendur af sex í úrslitagöngunni frá Svíþjóð. Á endanum voru það líka sænsku konurnar sem röðuðu sér í fjögur efstu sætin. Jonna Sundling tryggði sér heimsmeistaratitilinn nokkuð örugglega og Emma Ribom og Maja Dahlquist fylgdu í kjölfarið og hirtu silfur- og bronsverðlaun. Linn Svahn endaði í fjórða sætinu en hún er nýkomin til baka eftir alvarleg meiðsli en fyrir meiðslin raðaði hún inn gullverðlaunum í sprettgöngu. Jonna Sundling og Emma Ribom fagna verðlaunum sínum í sprettgöngu gærdagsins.Vísir/Getty Í karlaflokki var það Johannes Klæbo sem vann örugglega en þetta er í þriðja sinn í röð sem Klæbo verður heimsmeistari í sprettöngu. Landi hans Pål Golberg varð í öðru sæti og Frakkinn Jules Chappaz í þriðja sæti. Í dag var síðan keppt í 30 kílómetra skiptigöngu karla þar sem fyrst eru gengnir 15 kílómetrar með klassískri aðferð en á seinni 15 kílómetrunum er frjáls aðferð. Nú var komið að Norðmönnum að eigna sér öll verðlaunin. Simen Kruger kom fyrstur í mark, hans fyrstu gullverðlaun á heimsmeistaramóti en hann er Ólympíumeistari í þessari sömu grein frá árinu 2018. Johannes Klæbo tryggði sér silfrið og Sjur Rothe fékk bronsið eftir mikla baráttu þeirra tveggja í lokin. Complete Norwegian dominance in today's men's skiathlon. Congratulations to the World Champion Simen Hegstad Krueger and winners on the podium! Krueger Simen Hegstad Klaebo Johannes Hoesflot Roethe Sjur #Planica2023 pic.twitter.com/DE6SUDJp6I— Planica Nordic (@PlanicaNordic) February 24, 2023 Snorri Einarsson kom í mark í 28.sæti sem er hans besti árangur á stórmóti. Á morgun er keppt í 15 kílómetra göngu kvenna og verður fróðlegt að sjá hvort nágrannaþjóðirnar haldi áfram að raða sér á verðlaunapall.
Skíðaíþróttir Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Íslenski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Hera bætti sjö ára Íslandsmet Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Ofbeldismaðurinn fær ekki leyfi til að þjálfa á HM Bróðir Alcaraz rakaði óvart af honum hárið Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Hálffimmtug Venus með eftirminnilega endurkomu Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra „Hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Dagskráin: Bikarmeistarar, Stúkan og VARsjáin á sama kvöldinu Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Sjá meira