Umdeildur dómur fyrir árás við Club 203 þyngdur verulega Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2023 14:30 Skjáskot úr myndbandinu sem tekið var fyrir utan Club 203 í mars 2022. Daniel Zambrana Aquilar, 24 ára karlmaður, var í Landsrétti í dag dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Daniel hafði áður verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í héraði fyrir alvarlega stunguárás. Daniel var dæmdur til að greiða fórnarlambinu 1,5 milljón króna í miskabætur. Árásin átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn 203 Club við Ingólfstorg í Reykjavík í mars í fyrra. Bæði lungu fórnarlambsins féllu saman við árásina en fórnarlambið fékk fleiri áverka. Daniel stakk hann að minnsta kosti sex sinnum með skrúfjárni. Meðal sönnunargagna í málinu var myndband frá vettvangi sem birt var í fjölmiðlum, meðal annars á Vísi, í kjölfar árásarinnar. Samverkamaður Daniels, 25 ára karlmaður sem lét höggin dynja á fórnarlambinu, hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir aðkomu sína að málinu. Daniel var ákærður fyrir tilraun til manndráps. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði hann hins vegar af tilraun til manndráps þar sem ekki væri hægt að slá því föstu að Daniel hlyti að hafa verið ljóst að bani kynni að hljótast af atlögunni. Var hann sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás. Þessu var Landsréttur ósammála og dæmdi Daniel til fimm og hálfs árs fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps. Dómur varð kveðinn upp klukkan 14 í dag og má sjá í viðhengi neðst í fréttinni. Landsréttur segir í niðurstöðu sinni að Daniel hafi á verknaðarstundu ekki getað dulist að langlíklegast væri að bani hlytist af atlögunni; endurteknum stungum með skrúfjárni í ofanvert bak sem gekk inn í brjóstvegg og lífshættulegir áverkar hlutust af. Var hann því sakfelldur fyrir tilraun til manndráps. Miskunnarlausir í andlitinu Dómurinn í héraði vakti mikla athygli í fyrra og steig móðir fórnarlambsins fram í fjölmiðlum. Hún sagði augljóslega um manndrápstilraun að ræða og skoraði á saksóknara að áfrýja dómnum til Landsréttar, sem var gert. „Við sjáum andlitin á þeim. Og þeir eru miskunnarlausir í andlitinu. Þeir eru ekkert að fara að stoppa. Það er bara rosalegt að horfa á þetta. Það er mjög erfitt. Og maður horfir á þetta með trega,“ sagði Bjarnheiður Alda Lárusdóttir. „Það var bara lukka að hann skyldi komast inn í sjúkrabíl. Og það var lukka líka að gangandi vegfarandi skyldi ná að stoppa og taka þá af honum.“ Bjarnheiður Alda taldi allt eins líklegt að árásin hefði annars gengið lengra. Og áverkar sonar hennar hefðu verið lífshættulegir; hann var stunginn minnst sex sinnum í bakið með skrúfjárni, lungu hans féllu saman og hann var í hættu á að fá hjartaáfall. Þá benti hún á að dómari hefði talið framburð árásarmanna ótrúverðugan. „En á sama tíma þá hlustar hann á annan þeirra segja að hann [árásarmaður] hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann væri kannski að fara að drepa hann [son hennar]. Myrða hann. En það þarf mikið afl til að stinga í gegnum svona fóðraðan gallajakka eins og hann var í. Í gegnum skinnið á honum, sex sinnum eða oftar. Þetta heldur ekki vatni,“ sagði Bjarnheiður Alda. Viðhorfi ástvina megi ekki ráða Sitt sýndist þó hverjum um niðurstöðuna í héraði. Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, ræddi niðurstöðuna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Þar sagðist hann hafa í fyrstu talið að refsingin ætti að vera þyngri. Eftir að hafa rýnt dóminn úr héraði sagðist hann skilja afstöðu dómarans. „Við verðum að gæta varúðar áður en við tökum bara upp viðhorf þeirra sem eru ástvinir þeirra sem verða fyrir hættulegum líkamsárásum og skrifum upp á það vegna þess að dómarinn getur ekkert gert það. Hann verður að leysa úr þessu með, eigum við að segja órómantískri hlutlægni lögfræðingsins sem á að dæma þetta. Hann getur ekkert sveiflast til í viðhorfum í því hann verður bara að meta þetta kalt og hart,“ sagði Jón Steinar. Þrír dómarar í Landsrétti komust að annarri niðurstöðu en einn dómari í héraði og dæmdi Daniel sem fyrr segir í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Tengd skjöl Club_203_DómurPDF270KBSækja skjal Dómsmál Næturlíf Reykjavík Líkamsárás við 203 Club Tengdar fréttir Tvö og hálft ár fyrir stunguárásina við 203 Club Daniel Zambrana Aquilar, 23 ára karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir alvarlega stunguárás fyrir utan skemmtistaðinn 203 Club við Ingólfstorg í Reykjavík í mars síðastliðnum. Bæði lungu fórnarlambsins féllu saman við árásina en fórnarlambið fékk fleiri áverka. Daniel stakk hann að minnsta kosti sex sinnum með skrúfjárni. 26. ágúst 2022 11:26 Segir dómarann færa fullgild rök fyrir niðurstöðu sinni Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi Hæstaréttardómari segir rök dómarans vegna dómsins sem féll nú á dögunum vegna stunguárásar í miðbæ Reykjavíkur vera fullgild. Hann hafi verið á því máli að dómurinn hafi átt að vera þyngri þar til hann las dóminn. 30. ágúst 2022 00:00 „Það gerir mig reiða að það sé verið að niðurlægja strákinn minn svona“ Móðir ungs manns sem varð fyrir lífshættulegri stunguárás í miðborginni í vor segir nýfallinn dóm í málinu skammarlegan. Hún lítur á árásina sem manndrápstilraun og skorar á saksóknara að áfrýja til Landsréttar. 28. ágúst 2022 19:13 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Árásin átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn 203 Club við Ingólfstorg í Reykjavík í mars í fyrra. Bæði lungu fórnarlambsins féllu saman við árásina en fórnarlambið fékk fleiri áverka. Daniel stakk hann að minnsta kosti sex sinnum með skrúfjárni. Meðal sönnunargagna í málinu var myndband frá vettvangi sem birt var í fjölmiðlum, meðal annars á Vísi, í kjölfar árásarinnar. Samverkamaður Daniels, 25 ára karlmaður sem lét höggin dynja á fórnarlambinu, hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir aðkomu sína að málinu. Daniel var ákærður fyrir tilraun til manndráps. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði hann hins vegar af tilraun til manndráps þar sem ekki væri hægt að slá því föstu að Daniel hlyti að hafa verið ljóst að bani kynni að hljótast af atlögunni. Var hann sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás. Þessu var Landsréttur ósammála og dæmdi Daniel til fimm og hálfs árs fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps. Dómur varð kveðinn upp klukkan 14 í dag og má sjá í viðhengi neðst í fréttinni. Landsréttur segir í niðurstöðu sinni að Daniel hafi á verknaðarstundu ekki getað dulist að langlíklegast væri að bani hlytist af atlögunni; endurteknum stungum með skrúfjárni í ofanvert bak sem gekk inn í brjóstvegg og lífshættulegir áverkar hlutust af. Var hann því sakfelldur fyrir tilraun til manndráps. Miskunnarlausir í andlitinu Dómurinn í héraði vakti mikla athygli í fyrra og steig móðir fórnarlambsins fram í fjölmiðlum. Hún sagði augljóslega um manndrápstilraun að ræða og skoraði á saksóknara að áfrýja dómnum til Landsréttar, sem var gert. „Við sjáum andlitin á þeim. Og þeir eru miskunnarlausir í andlitinu. Þeir eru ekkert að fara að stoppa. Það er bara rosalegt að horfa á þetta. Það er mjög erfitt. Og maður horfir á þetta með trega,“ sagði Bjarnheiður Alda Lárusdóttir. „Það var bara lukka að hann skyldi komast inn í sjúkrabíl. Og það var lukka líka að gangandi vegfarandi skyldi ná að stoppa og taka þá af honum.“ Bjarnheiður Alda taldi allt eins líklegt að árásin hefði annars gengið lengra. Og áverkar sonar hennar hefðu verið lífshættulegir; hann var stunginn minnst sex sinnum í bakið með skrúfjárni, lungu hans féllu saman og hann var í hættu á að fá hjartaáfall. Þá benti hún á að dómari hefði talið framburð árásarmanna ótrúverðugan. „En á sama tíma þá hlustar hann á annan þeirra segja að hann [árásarmaður] hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann væri kannski að fara að drepa hann [son hennar]. Myrða hann. En það þarf mikið afl til að stinga í gegnum svona fóðraðan gallajakka eins og hann var í. Í gegnum skinnið á honum, sex sinnum eða oftar. Þetta heldur ekki vatni,“ sagði Bjarnheiður Alda. Viðhorfi ástvina megi ekki ráða Sitt sýndist þó hverjum um niðurstöðuna í héraði. Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, ræddi niðurstöðuna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Þar sagðist hann hafa í fyrstu talið að refsingin ætti að vera þyngri. Eftir að hafa rýnt dóminn úr héraði sagðist hann skilja afstöðu dómarans. „Við verðum að gæta varúðar áður en við tökum bara upp viðhorf þeirra sem eru ástvinir þeirra sem verða fyrir hættulegum líkamsárásum og skrifum upp á það vegna þess að dómarinn getur ekkert gert það. Hann verður að leysa úr þessu með, eigum við að segja órómantískri hlutlægni lögfræðingsins sem á að dæma þetta. Hann getur ekkert sveiflast til í viðhorfum í því hann verður bara að meta þetta kalt og hart,“ sagði Jón Steinar. Þrír dómarar í Landsrétti komust að annarri niðurstöðu en einn dómari í héraði og dæmdi Daniel sem fyrr segir í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Tengd skjöl Club_203_DómurPDF270KBSækja skjal
Dómsmál Næturlíf Reykjavík Líkamsárás við 203 Club Tengdar fréttir Tvö og hálft ár fyrir stunguárásina við 203 Club Daniel Zambrana Aquilar, 23 ára karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir alvarlega stunguárás fyrir utan skemmtistaðinn 203 Club við Ingólfstorg í Reykjavík í mars síðastliðnum. Bæði lungu fórnarlambsins féllu saman við árásina en fórnarlambið fékk fleiri áverka. Daniel stakk hann að minnsta kosti sex sinnum með skrúfjárni. 26. ágúst 2022 11:26 Segir dómarann færa fullgild rök fyrir niðurstöðu sinni Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi Hæstaréttardómari segir rök dómarans vegna dómsins sem féll nú á dögunum vegna stunguárásar í miðbæ Reykjavíkur vera fullgild. Hann hafi verið á því máli að dómurinn hafi átt að vera þyngri þar til hann las dóminn. 30. ágúst 2022 00:00 „Það gerir mig reiða að það sé verið að niðurlægja strákinn minn svona“ Móðir ungs manns sem varð fyrir lífshættulegri stunguárás í miðborginni í vor segir nýfallinn dóm í málinu skammarlegan. Hún lítur á árásina sem manndrápstilraun og skorar á saksóknara að áfrýja til Landsréttar. 28. ágúst 2022 19:13 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Tvö og hálft ár fyrir stunguárásina við 203 Club Daniel Zambrana Aquilar, 23 ára karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir alvarlega stunguárás fyrir utan skemmtistaðinn 203 Club við Ingólfstorg í Reykjavík í mars síðastliðnum. Bæði lungu fórnarlambsins féllu saman við árásina en fórnarlambið fékk fleiri áverka. Daniel stakk hann að minnsta kosti sex sinnum með skrúfjárni. 26. ágúst 2022 11:26
Segir dómarann færa fullgild rök fyrir niðurstöðu sinni Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi Hæstaréttardómari segir rök dómarans vegna dómsins sem féll nú á dögunum vegna stunguárásar í miðbæ Reykjavíkur vera fullgild. Hann hafi verið á því máli að dómurinn hafi átt að vera þyngri þar til hann las dóminn. 30. ágúst 2022 00:00
„Það gerir mig reiða að það sé verið að niðurlægja strákinn minn svona“ Móðir ungs manns sem varð fyrir lífshættulegri stunguárás í miðborginni í vor segir nýfallinn dóm í málinu skammarlegan. Hún lítur á árásina sem manndrápstilraun og skorar á saksóknara að áfrýja til Landsréttar. 28. ágúst 2022 19:13
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent