Rodgers hefur lokið hugleiðslunni varðandi framtíð sína Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. febrúar 2023 18:32 Aaron Rodgers fer sínar eigin leiðir. Joshua Bessex/Getty Images Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, í NFL-deildinni var á báðum áttum með hvort hann vildi halda áfram að spila eða hvort það væri tími til kominn að setja skóna á hilluna. Hann lokaði sig inni á hálfgerðu hugleiðslusetri og hefur nú tekið ákvörðun. Þegar tímabilinu í NFL deildinni lauk var framtíð Rodgers eitt af heitustu umræðuefnunum ef frá er tekið meistaralið Kansas City Chiefs. Það styttist í að hinn 39 ára gamli leikstjórnandi leggi skóna á hilluna en til að komast að ákvörðun ákvað hann að skrá sig inn á hugleiðslusetrið Sky Cave Retreats. Þar ætlaði Rodgers að vera í fjóra daga og fjórar nætur en samkvæmt eiganda setursins þá skráði hann sig út eftir aðeins þrjá daga. Dögunum þremur eyddi hann í 28 fermetra herbergi með engri náttúrulegri dagsbirtu. Hann var með rúm, dýnu til að hugleiða og baðherbergi. Þá var komið með mat til hans. Aaron Rodgers has ended his 'darkness retreat' according to the owner of the facility, per @Xuan_Thai pic.twitter.com/6BgNrPS6e1— Bleacher Report (@BleacherReport) February 23, 2023 Enn er óvitað hvort Rodgers ætli að halda áfram eða hvort hann ætli að leggja skóna á hilluna. Reikna má með miklu húllumhæ þegar hann tilkynnir ákvörðun sína. Það sem við vitum er að Rodgers mun þéna 60 milljónir Bandaríkjadala [8,7 milljarðar íslenskra króna] á næstu leiktíð. Ef það fer svo að hann verði áfram í deildinni er alls óvíst hvort hann verði áfram leikmaður Green Bay en liðið virðist tilbúið að losa sig við manninn sem hefur stýrt liðinu síðan 2008. New York Jets hefur áhuga að fá Rodgers í sínar raðir og gæti því verið að hann feti í fótspor forvera síns, Brett Favre. Honum var á sínum tíma skipt til New York Jets eftir að hann ákvað að hætta við að hætta. NFL Tengdar fréttir Endar Brady hjá Patriots og Rodgers hjá Jets? NFL deildin er í fullum gangi um þessar mundir en það stoppar þó ekki spekinga að spá fyrir um hvað gerist að tímabilinu loknu. Í grein The Athletic er því velt upp hvað stórstjörnurnar Tom Brady og Aaron Rodgers munu gera að tímabilinu loknu en möguleikarnir eru nokkrir. 30. nóvember 2022 23:31 Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sjá meira
Þegar tímabilinu í NFL deildinni lauk var framtíð Rodgers eitt af heitustu umræðuefnunum ef frá er tekið meistaralið Kansas City Chiefs. Það styttist í að hinn 39 ára gamli leikstjórnandi leggi skóna á hilluna en til að komast að ákvörðun ákvað hann að skrá sig inn á hugleiðslusetrið Sky Cave Retreats. Þar ætlaði Rodgers að vera í fjóra daga og fjórar nætur en samkvæmt eiganda setursins þá skráði hann sig út eftir aðeins þrjá daga. Dögunum þremur eyddi hann í 28 fermetra herbergi með engri náttúrulegri dagsbirtu. Hann var með rúm, dýnu til að hugleiða og baðherbergi. Þá var komið með mat til hans. Aaron Rodgers has ended his 'darkness retreat' according to the owner of the facility, per @Xuan_Thai pic.twitter.com/6BgNrPS6e1— Bleacher Report (@BleacherReport) February 23, 2023 Enn er óvitað hvort Rodgers ætli að halda áfram eða hvort hann ætli að leggja skóna á hilluna. Reikna má með miklu húllumhæ þegar hann tilkynnir ákvörðun sína. Það sem við vitum er að Rodgers mun þéna 60 milljónir Bandaríkjadala [8,7 milljarðar íslenskra króna] á næstu leiktíð. Ef það fer svo að hann verði áfram í deildinni er alls óvíst hvort hann verði áfram leikmaður Green Bay en liðið virðist tilbúið að losa sig við manninn sem hefur stýrt liðinu síðan 2008. New York Jets hefur áhuga að fá Rodgers í sínar raðir og gæti því verið að hann feti í fótspor forvera síns, Brett Favre. Honum var á sínum tíma skipt til New York Jets eftir að hann ákvað að hætta við að hætta.
NFL Tengdar fréttir Endar Brady hjá Patriots og Rodgers hjá Jets? NFL deildin er í fullum gangi um þessar mundir en það stoppar þó ekki spekinga að spá fyrir um hvað gerist að tímabilinu loknu. Í grein The Athletic er því velt upp hvað stórstjörnurnar Tom Brady og Aaron Rodgers munu gera að tímabilinu loknu en möguleikarnir eru nokkrir. 30. nóvember 2022 23:31 Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sjá meira
Endar Brady hjá Patriots og Rodgers hjá Jets? NFL deildin er í fullum gangi um þessar mundir en það stoppar þó ekki spekinga að spá fyrir um hvað gerist að tímabilinu loknu. Í grein The Athletic er því velt upp hvað stórstjörnurnar Tom Brady og Aaron Rodgers munu gera að tímabilinu loknu en möguleikarnir eru nokkrir. 30. nóvember 2022 23:31