Ekkert lát á einkar skæðri fuglaflensu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. febrúar 2023 17:29 Myndin er tekin í Bretlandi þar sem fólk er hvatt til að koma ekki nálægt svönunum. Getty/Kerrison Ekkert lát virðist vera á útbreiðslu fuglaflensunnar. Hið skæða afbrigði, H5N1, hefur geisað í Evrópu síðan haustið 2021. Ellefu ára stúlka lést nýlega úr flensunni í Kambódíu og hæsta viðbúnaðarstig er enn í gildi á Íslandi. Fuglaflensan hefur valdið dauða fjölda villtra fugla og miklu tjóni í alifuglarækt víða um heim. Sérstakar reglur um sóttvarnir eru í gildi og alifuglaeigendur eru beðnir um að gæta ítrustu sóttvarna. Almenningur er áfram beðinn um að tilkynna um dauða og veika villta fugla til stofnunarinnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnun. „Hér á landi hefur fuglaflensan greinst í fjölda villtra fugla og leikið sumar tegundir mjög grátt. Alifuglar hafa sloppið fram til þessa að undanskildum nokkrum heimilishænum á einum stað. Miðað við hversu mikið virðist vera um fuglaflensu í villtu fuglunum er álitið að smithætta fyrir alifugla sé töluverð. Góðum sóttvörnum á stóru alifuglabúunum er án efa að þakka að smitið hafi ekki borist inn á þau,“ segir í tilkynningu MAST. AP fréttaveitan greinir frá því að ellefu ára stúlka hafi nýlega látist úr veirunni í Kambódíu. Hún veiktist 16. febrúar síðastliðinn og lést skömmu síðar. Einkenni voru hiti, hósti og hálsbólga. Níu ára stúlka lést úr flensunni í Ekvador í janúar. Áður hefur verið greint frá því að lítil hætta séu á því að fólk smitist af veirunni en undantekningartilvik þekkist. Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin vekur athygli á því að afbrigðið geti mögulega farið að aðlagast betur spendýrum og fólki. Dýr á borð við minka gætu smitast og ný afbrigði þróast út frá því. Nánari á vef Matvælastofnunar. Fuglar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Skæð fuglaflensa gengur enn Skæð fuglaflensa gengur og greinist enn í villtum fuglum hér á landi. Meira en hálft ár er liðið síðan flensan fór að greinast í villtum fuglum hér á Íslandi en Matvælastofnun telur ekki tímabært að aflétta sóttvarnaaðgerðum sem eru í gildi vegna flensunnar. 24. október 2022 10:01 Fuglaflensusmit viðvarandi í villtum fuglum Matvælastofnun (MAST) segir fuglaflensusmit enn vera viðvarandi í villtum fuglum og enn sé hætta á að smit berist yfir í alifugla. Dregið hefur úr tilkynningum um smit síðustu mánuði sem er þó ekki merki um að fuglaflensan sé að hverfa. 22. ágúst 2022 13:48 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Fuglaflensan hefur valdið dauða fjölda villtra fugla og miklu tjóni í alifuglarækt víða um heim. Sérstakar reglur um sóttvarnir eru í gildi og alifuglaeigendur eru beðnir um að gæta ítrustu sóttvarna. Almenningur er áfram beðinn um að tilkynna um dauða og veika villta fugla til stofnunarinnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnun. „Hér á landi hefur fuglaflensan greinst í fjölda villtra fugla og leikið sumar tegundir mjög grátt. Alifuglar hafa sloppið fram til þessa að undanskildum nokkrum heimilishænum á einum stað. Miðað við hversu mikið virðist vera um fuglaflensu í villtu fuglunum er álitið að smithætta fyrir alifugla sé töluverð. Góðum sóttvörnum á stóru alifuglabúunum er án efa að þakka að smitið hafi ekki borist inn á þau,“ segir í tilkynningu MAST. AP fréttaveitan greinir frá því að ellefu ára stúlka hafi nýlega látist úr veirunni í Kambódíu. Hún veiktist 16. febrúar síðastliðinn og lést skömmu síðar. Einkenni voru hiti, hósti og hálsbólga. Níu ára stúlka lést úr flensunni í Ekvador í janúar. Áður hefur verið greint frá því að lítil hætta séu á því að fólk smitist af veirunni en undantekningartilvik þekkist. Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin vekur athygli á því að afbrigðið geti mögulega farið að aðlagast betur spendýrum og fólki. Dýr á borð við minka gætu smitast og ný afbrigði þróast út frá því. Nánari á vef Matvælastofnunar.
Fuglar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Skæð fuglaflensa gengur enn Skæð fuglaflensa gengur og greinist enn í villtum fuglum hér á landi. Meira en hálft ár er liðið síðan flensan fór að greinast í villtum fuglum hér á Íslandi en Matvælastofnun telur ekki tímabært að aflétta sóttvarnaaðgerðum sem eru í gildi vegna flensunnar. 24. október 2022 10:01 Fuglaflensusmit viðvarandi í villtum fuglum Matvælastofnun (MAST) segir fuglaflensusmit enn vera viðvarandi í villtum fuglum og enn sé hætta á að smit berist yfir í alifugla. Dregið hefur úr tilkynningum um smit síðustu mánuði sem er þó ekki merki um að fuglaflensan sé að hverfa. 22. ágúst 2022 13:48 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Skæð fuglaflensa gengur enn Skæð fuglaflensa gengur og greinist enn í villtum fuglum hér á landi. Meira en hálft ár er liðið síðan flensan fór að greinast í villtum fuglum hér á Íslandi en Matvælastofnun telur ekki tímabært að aflétta sóttvarnaaðgerðum sem eru í gildi vegna flensunnar. 24. október 2022 10:01
Fuglaflensusmit viðvarandi í villtum fuglum Matvælastofnun (MAST) segir fuglaflensusmit enn vera viðvarandi í villtum fuglum og enn sé hætta á að smit berist yfir í alifugla. Dregið hefur úr tilkynningum um smit síðustu mánuði sem er þó ekki merki um að fuglaflensan sé að hverfa. 22. ágúst 2022 13:48