Þann 17. febrúar síðastliðinn lagði Apakama af stað til Íslands frá John Lennon flugvellinum í Liverpool. Honum var fylgt eftir hvert fótmál á leiðinni til landsins af földum myndavélum. Vinir Apakama tóku einnig upp myndbönd alla ferðina til að sýna hve grunlaus hann var um hvað væri í gangi.
Til að mynda var það tilkynnt í flugvélinni á leiðinni til Íslands að milljónasti farþeginn væri um borð í vélinni en Apakama grunaði ekki að hann væri sá farþegi.
„Hvert myndirðu fara ef þú vinnur þetta?“ spurði vinur Apakama hann í flugvélinni. „Í fullri hreinskilni, út um allt, ég myndi ábyggilega nota þetta sem afsökun til að fara út um allt.“
Þegar hann lenti á Íslandi var svo tekið á móti Apakama með fagnaðarlátum. „Vissuði þetta?“ spurði hann þá vini sína sem svöruðu játandi.: „Í þrjár vikur!“
Myndband af þessu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.