„Mig dreymdi alltaf um 16-liða úrslitin“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. febrúar 2023 21:54 Björgvin Páll Gústavsson var frábær í kvöld. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran leik í marki Vals er liðið vann sannfærandi níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Björgvin varði 21 skot í leiknum og endaði með 41 prósent hlutfallsmarkvörslu. „Það er fínt. Í hreinskilni er mér drullusama því við erum komnir í 16-liða úrslit,“ sagði Björgvin Páll léttur í leikslok. „Ég held að við séum bara allir rosalega vel gíraðir í upphafi leiksins og við sjáum það bara á því hvernig við erum að keyra á þá. Að sjá hvað við erum óhræddir og það er kannski fegurðin við þetta að standa í svona leik á móti stórliði og þá er rosalega auðvelt að „choke-a.“ En orkan í klefanum, í upphitun of þegar leikurinn er flautaður á er bara þannig að við vissum að þetta yrði okkar leikur og við sýndum það strax í upphafi. Og það hvernig við klárum leikinn er náttúrulega bara galið.“ Þá vildi Björgvin einnig nýta tækifærið til að hrósa liðsfélögum sínum, sem honum þykir vera algjörir töffarar. „Þetta er bara hraðlest sem spilar geggjaðan handbolta en við erum líka miklir töffarar. Þessir gæjar eru svo miklir töffarar og við erum búnir að standa í Flensburg og öðrum. Kannski eini munurinn núna á þessum leik og hinum stórleikjunum okkar er að við klárum sextíu mínútur í kvöld. Þannig við erum kannski líka búnir að læra af reynslunni í þessari keppni sem er ekkert sjálfgefið á svona stóru sviði.“ Björgvin benti einnig á að Valsmenn duttur út úr Powerade-bikarnum hér heima í vikunni og segir það sýna mikinn karakter að svara því tapi á þennan hátt. „Þetta eru alvöru andstæðingar. Við vorum að tapa í bikarkeppninni fyrir nokkrum dögum síðan og að svara því svona sýnir bara hvaða leikmenn þetta lið hefur að geyma og hvers konar karaktera.“ „Að tapa á móti Stjörnunni beygði okkur en við brotnuðum ekki. Við vitum alveg hvað er undir í kvöld og við erum með einhverja sjö titla í röð sem geta orðið átta ef við náum þessum deildarmeistaratitli. Níu ef við taljum með lið ársins. Með því að skila okkur í 16-liða úrslit í svona keppni þá vitum við alveg hvað það þýðir fyrir íslenskan handbolta og fyrir okkur sem félag.“ Með sigrinum í kvöld tryggðu Valsmenn sér sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, eins og áður hefur komið fram. Björgvin segir þó að svoleiðis árangur hafi aðeins komið fram í draumum hans þegar tímabilið hófst. „Mig dreymdi alltaf um 16-lið úrslitin. Það var bara draumurinn. Hvort sem það var fyrir eða eftir drátt. Við vissum ekkert mjög mikið um lið eins og Ferencváros og fleiri. Ein að skilja lið eins og PAUC eftir fyrir aftan sig er bara galið. Það sem er stóri sigurinn í þessu er að við erum komnir áfram og það er einn leikur eftir í riðlinum. Horfðu bara á hina riðlana. Þar er þetta mjög „basic“ fjögur lið áfram og tvö lið út mjög sannfærandi. En þetta er hörkuriðill og alvöruleikir. Skiptir ekki máli hvert þú ferð, það eru allir að stela stigum af hverjum öðrum. Það gerir þetta enn sætara,“ sagði Björgvin að lokum. Valur Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - PAUC 40-31 | Frábær frammistaða skilaði Val í 16-liða úrslit Valur tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Origo-höllinni í kvöld, 40-31. 21. febrúar 2023 21:53 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
„Það er fínt. Í hreinskilni er mér drullusama því við erum komnir í 16-liða úrslit,“ sagði Björgvin Páll léttur í leikslok. „Ég held að við séum bara allir rosalega vel gíraðir í upphafi leiksins og við sjáum það bara á því hvernig við erum að keyra á þá. Að sjá hvað við erum óhræddir og það er kannski fegurðin við þetta að standa í svona leik á móti stórliði og þá er rosalega auðvelt að „choke-a.“ En orkan í klefanum, í upphitun of þegar leikurinn er flautaður á er bara þannig að við vissum að þetta yrði okkar leikur og við sýndum það strax í upphafi. Og það hvernig við klárum leikinn er náttúrulega bara galið.“ Þá vildi Björgvin einnig nýta tækifærið til að hrósa liðsfélögum sínum, sem honum þykir vera algjörir töffarar. „Þetta er bara hraðlest sem spilar geggjaðan handbolta en við erum líka miklir töffarar. Þessir gæjar eru svo miklir töffarar og við erum búnir að standa í Flensburg og öðrum. Kannski eini munurinn núna á þessum leik og hinum stórleikjunum okkar er að við klárum sextíu mínútur í kvöld. Þannig við erum kannski líka búnir að læra af reynslunni í þessari keppni sem er ekkert sjálfgefið á svona stóru sviði.“ Björgvin benti einnig á að Valsmenn duttur út úr Powerade-bikarnum hér heima í vikunni og segir það sýna mikinn karakter að svara því tapi á þennan hátt. „Þetta eru alvöru andstæðingar. Við vorum að tapa í bikarkeppninni fyrir nokkrum dögum síðan og að svara því svona sýnir bara hvaða leikmenn þetta lið hefur að geyma og hvers konar karaktera.“ „Að tapa á móti Stjörnunni beygði okkur en við brotnuðum ekki. Við vitum alveg hvað er undir í kvöld og við erum með einhverja sjö titla í röð sem geta orðið átta ef við náum þessum deildarmeistaratitli. Níu ef við taljum með lið ársins. Með því að skila okkur í 16-liða úrslit í svona keppni þá vitum við alveg hvað það þýðir fyrir íslenskan handbolta og fyrir okkur sem félag.“ Með sigrinum í kvöld tryggðu Valsmenn sér sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, eins og áður hefur komið fram. Björgvin segir þó að svoleiðis árangur hafi aðeins komið fram í draumum hans þegar tímabilið hófst. „Mig dreymdi alltaf um 16-lið úrslitin. Það var bara draumurinn. Hvort sem það var fyrir eða eftir drátt. Við vissum ekkert mjög mikið um lið eins og Ferencváros og fleiri. Ein að skilja lið eins og PAUC eftir fyrir aftan sig er bara galið. Það sem er stóri sigurinn í þessu er að við erum komnir áfram og það er einn leikur eftir í riðlinum. Horfðu bara á hina riðlana. Þar er þetta mjög „basic“ fjögur lið áfram og tvö lið út mjög sannfærandi. En þetta er hörkuriðill og alvöruleikir. Skiptir ekki máli hvert þú ferð, það eru allir að stela stigum af hverjum öðrum. Það gerir þetta enn sætara,“ sagði Björgvin að lokum.
Valur Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - PAUC 40-31 | Frábær frammistaða skilaði Val í 16-liða úrslit Valur tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Origo-höllinni í kvöld, 40-31. 21. febrúar 2023 21:53 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Umfjöllun: Valur - PAUC 40-31 | Frábær frammistaða skilaði Val í 16-liða úrslit Valur tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Origo-höllinni í kvöld, 40-31. 21. febrúar 2023 21:53