„Ég hef aldrei séð svona“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2023 19:44 Arndís Björg Sigurgeirsdóttir er formaður Villikatta. Vísir Hryllilegt ástand á yfirgefnum heimilisketti í Reykjanesbæ er til marks um kúvendingu sem orðið hefur á starfsemi samtakanna Villikatta síðustu ár, að sögn formanns. Fólk yfirgefi ketti sína í síauknum mæli. Dýralæknakostnaður samtakanna tvöfaldaðist í fyrra miðað við árið á undan. Kötturinn sem hér sést, heimilisköttur á vergangi, fannst hræðilega illa út leikinn í Reykjanesbæ í vikunni. Honum var ekið með hraði á dýraspítala - grátandi af sársauka, eins og formaður samtakanna Villikatta lýsir því. „Dýralæknirinn reyndi allt sitt besta í fimm tíma, þangað til hún sagði að það væri ekki hægt að leggja þetta á dýrið. Hann verður að fá að sofna. Hann hafði verið yfirgefinn fyrir þremur mánuðum síðan. Og ég hef aldrei séð svona. Og er ég búin að sjá ansi margt,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, formaður Villikatta. „Þessir eigendur eiga ekki að eiga dýr. Það er bara þannig, hreint og klárt.“ Samtökin hafa í gegnum tíðina sinnt fjölmörgum alvarlegum tilvikum; ketti sem skotinn var með haglabyssu, beinbrotum af mannavöldum og alvarlegum augnsýkingum, svo eitthvað sé nefnt. Dýralæknakostnaður ársins 2022 var tvöfaldur á við árin á undan. „Hann hefur alltaf verið í kringum sex milljónir má segja. Á síðasta ári fór hann upp í 12,5. Hann er helmingi hærri síðasta ár en verið hefur. Og ég held að þessar tölur eigi bara eftir að aukast. Breyting hafi orðið á starfinu. Fyrstu fjögur ár samtakanna, 2014-2018, sinntu þau að mestu villiköttum - en nú er rúmlega helmingur skjólstæðinganna fyrrum heimiliskettir. Þessi þróun sé alvarleg - fólk virðist hreinlega losa sig við kettina sína í síauknum mæli. „Vergangskisum á Íslandi er að fjölga. Og því miður virðist það vera þannig að fólk skilur kisurnar sínar eftir eða bara losar sig við þær hendir þeim einhvers staðar út og við finnum þær.“ Dýr Dýraheilbrigði Kettir Reykjanesbær Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Kötturinn sem hér sést, heimilisköttur á vergangi, fannst hræðilega illa út leikinn í Reykjanesbæ í vikunni. Honum var ekið með hraði á dýraspítala - grátandi af sársauka, eins og formaður samtakanna Villikatta lýsir því. „Dýralæknirinn reyndi allt sitt besta í fimm tíma, þangað til hún sagði að það væri ekki hægt að leggja þetta á dýrið. Hann verður að fá að sofna. Hann hafði verið yfirgefinn fyrir þremur mánuðum síðan. Og ég hef aldrei séð svona. Og er ég búin að sjá ansi margt,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, formaður Villikatta. „Þessir eigendur eiga ekki að eiga dýr. Það er bara þannig, hreint og klárt.“ Samtökin hafa í gegnum tíðina sinnt fjölmörgum alvarlegum tilvikum; ketti sem skotinn var með haglabyssu, beinbrotum af mannavöldum og alvarlegum augnsýkingum, svo eitthvað sé nefnt. Dýralæknakostnaður ársins 2022 var tvöfaldur á við árin á undan. „Hann hefur alltaf verið í kringum sex milljónir má segja. Á síðasta ári fór hann upp í 12,5. Hann er helmingi hærri síðasta ár en verið hefur. Og ég held að þessar tölur eigi bara eftir að aukast. Breyting hafi orðið á starfinu. Fyrstu fjögur ár samtakanna, 2014-2018, sinntu þau að mestu villiköttum - en nú er rúmlega helmingur skjólstæðinganna fyrrum heimiliskettir. Þessi þróun sé alvarleg - fólk virðist hreinlega losa sig við kettina sína í síauknum mæli. „Vergangskisum á Íslandi er að fjölga. Og því miður virðist það vera þannig að fólk skilur kisurnar sínar eftir eða bara losar sig við þær hendir þeim einhvers staðar út og við finnum þær.“
Dýr Dýraheilbrigði Kettir Reykjanesbær Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira