„Auðvitað viljum við ekki hafa húsnæðið af fólki að óþörfu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2023 21:31 Aldís Rún Lárusdóttir, sviðsstjóri forvarnasvið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Egill Sviðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins býst við frekari lokunum á atvinnuhúsnæði sem notað er til búsetu, eftir skurk í málaflokknum í fyrra. Aðeins um helmingur þeirra sem krafðir voru um úrbætur á brunavörnum hafa svarað. Málin séu erfið viðureignar; slökkviliðið vilji ekki hafa húsnæði af fólki að óþörfu. Eldsvoði varð í atvinnuhúsnæði að Vatnagörðum 18 á föstudag, þar sem áfangaheimilið Betra líf er rekið og þrjátíu manns bjuggu. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gerði þar úttekt á brunavörnum 8. febrúar, níu dögum fyrir brunann. Niðurstöðurnar mála upp svarta mynd. Slökkviliðsstjóri varar við yfirvofandi lokun húsnæðisins, verulegir annmarkar sagðir á eldvörnum og um að ræða alvarleg brot á lögum um brunavarnir. „Ég held það sé ekki hægt að segja annað en að þarna séu alvarlegir ágallar. Hvort það sé betra eða verra en á öðrum stöðum það er kannski erfitt að segja. Það verður bara að skoða hvert mál fyrir sig,“ Aldís Rún Lárusdóttir, sviðsstjóri forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Búseta í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu var rækilega kortlögð í fyrra. Í 35 tilvikum voru eigendur krafðir um úrbætur á brunavörnum og þar af hefur um helmingur brugðist við. „Flestir eigendur hyggjast koma sínum brunavörnum í lag, það er auðvitað miserfitt eftir aðstæðum en eftir standa önnur heimilisföng þar sem við höfum ekki fengið nein viðbrögð. Og þar má búast við aðgerðum. Og í einhverjum tilfellum endar það í lokunarmálum, kannski,“ segir Aldís. „Þetta er erfitt viðureignar því auðvitað viljum við ekki hafa húsnæðið af fólki að óþörfu. Þess vegna höfum við miðað okkar afskipti við það húsnæði þar sem við teljum öryggi fólks ógnað ef upp kemur eldur. Við erum ekkert að leitast við að loka húsnæði bara til þess að loka af því að notkunin er ólögleg. Við erum fyrst og fremst að horfa á að öryggi fólks sé tryggt.“ Reykjavík Félagsmál Slökkvilið Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Eldsvoði varð í atvinnuhúsnæði að Vatnagörðum 18 á föstudag, þar sem áfangaheimilið Betra líf er rekið og þrjátíu manns bjuggu. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gerði þar úttekt á brunavörnum 8. febrúar, níu dögum fyrir brunann. Niðurstöðurnar mála upp svarta mynd. Slökkviliðsstjóri varar við yfirvofandi lokun húsnæðisins, verulegir annmarkar sagðir á eldvörnum og um að ræða alvarleg brot á lögum um brunavarnir. „Ég held það sé ekki hægt að segja annað en að þarna séu alvarlegir ágallar. Hvort það sé betra eða verra en á öðrum stöðum það er kannski erfitt að segja. Það verður bara að skoða hvert mál fyrir sig,“ Aldís Rún Lárusdóttir, sviðsstjóri forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Búseta í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu var rækilega kortlögð í fyrra. Í 35 tilvikum voru eigendur krafðir um úrbætur á brunavörnum og þar af hefur um helmingur brugðist við. „Flestir eigendur hyggjast koma sínum brunavörnum í lag, það er auðvitað miserfitt eftir aðstæðum en eftir standa önnur heimilisföng þar sem við höfum ekki fengið nein viðbrögð. Og þar má búast við aðgerðum. Og í einhverjum tilfellum endar það í lokunarmálum, kannski,“ segir Aldís. „Þetta er erfitt viðureignar því auðvitað viljum við ekki hafa húsnæðið af fólki að óþörfu. Þess vegna höfum við miðað okkar afskipti við það húsnæði þar sem við teljum öryggi fólks ógnað ef upp kemur eldur. Við erum ekkert að leitast við að loka húsnæði bara til þess að loka af því að notkunin er ólögleg. Við erum fyrst og fremst að horfa á að öryggi fólks sé tryggt.“
Reykjavík Félagsmál Slökkvilið Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira