Sport

Dag­skráin í dag: Evrópu­ævin­týri Vals heldur á­fram og stór­leikur á Anfi­eld

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Stiven Tobar Valencia í Evrópuleik með Val.
Stiven Tobar Valencia í Evrópuleik með Val. Vísir/Hulda Margrét

Íslandsmeistarar Vals mæta franska liðinu PAUC á Hlíðarenda í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld. Valsmenn láta sig enn dreyma um að komast áfram. Þá er boðið upp á sannkallaðan risaleik í Meistaradeild Evrópu þegar Liverpool og Evrópumeistarar Real Madríd mætast.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.15 hefst útsending frá Hlíðarenda þar sem Valur tekur á móti PAUC. Hægri skyttan Kristján Örn Kristjánsson er á mála hjá franska liðinu en hann verður ekki með í kvöld. Valur á enn fína möguleika á að komast áfram en þarf allavega að ná í stig og helst tvö í leik kvöldsins.

Að leik loknum, klukkan 21.15, verður Uppgjör Evrópudeildarinnar á dagskrá.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 19.15 hefst upphitun fyrir stórleik dagsins í Meistaradeild Evrópu. Klukkan 20.00 er svo komi að leik Liverpool og Real Madríd. Liðin mættust í úrslitum keppninnar á síðustu leiktíð og þar hafði Real betur 1-0.

Nú mætast þau í 16-liða úrslitum og reikna má með að rauði herinn ætli að hefna farið tapið í vor. Leikurinn sjálfur hefst svo klukkan 20.00.

Klukkan 22.00 eru svo Meistaradeildarmörkin á dagskrá. Þar verður líka farið yfir það helsta úr leik Eintracht Frankfurt og Napoli.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 17.50 hefst útsending frá Garðabæ þar sem Stjarnan og ÍBV mætast í Olís deild karla í handbolta.

Stöð 2 Esport

Klukkan 20.00 er Ljósleiðaradeildin á dagskrá. Þar er keppt í skotleiknum CS:GO




Fleiri fréttir

Sjá meira


×